Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 43

Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 43
| ATVINNA | LEGAL SERVICES SINCE 1907 Efstaleiti 5 103 Reykjavík Iceland +354 5 400 300 +354 5 400 301 42 New Broad Street London EC2M 1 JD England +44 (0) 207 920 3020 +44 (0) 207 920 3099 Laust er til umsóknar starf skrifstofustjóra LOGOS lögmannsþjónustu. Um er að ræða fullt starf við stærstu og framsæknustu lögmannsstofu landsins þar sem stór og samhentur hópur lögfræðinga og annarra starfar. LOGOS er með starfsstöðvar í Reykjavík og London og er í forystu við að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum lögfræðiráðgjöf. Starfssvið Skrifstofustjóri LOGOS ber ábyrgð á rekstrarsviðum lögmannsstofunnar, skipuleggur starf þeirra og vinnur að því að hámarka skilvirkni þeirra í samræmi við stefnu eigenda og stjórnenda stofunnar. Skrifstofustjóri hefur umsjón með fjármálum, kynningarmálum, upplýsingatækni og mannauðsmálum í samvinnu við faglegan framkvæmdastjóra. Hæfniskröfur • Háskólagráða í viðskiptafræðum eða skyldum greinum • Víðtæk stjórnunar- og rekstrarreynsla • Reynsla af kynningar- og markaðsmálum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Gott vald á íslenskri og enskri tungu • Færni í samskiptum • Góð tölvukunnátta Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2014 og skulu umsóknir og fyrirspurnir berast til faglegs framkvæmdastjóra LOGOS, Helgu M. Óttarsdóttur, á netfangið umsoknir@logos.is. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu LOGOS, www.logos.is. LÍÐUR ÞÉR VEL Í LAGALEGU UMHVERFI? LOGOS leitar að skrifstofustjóra Gildi Tryggingastofnunar eru traust, metnaður og samvinna. Hjá Tryggingastofnun, einni helstu miðstöð velferðarmála á Íslandi, starfa um 100 manns við að veita stórum hópi landsmanna trausta þjónustu. Tryggingastofnun leggur áherslu á að hafa í röðum sínum hæft starfsfólk til að sinna fjölbreyttum verkefnum stofnunarinnar. Lögð er áhersla á fjölskylduvænt starfsumhverfi með sveigjanlegum vinnutíma. Tryggingastofnun auglýsir eftir félagsráðgjafa í teymi á Réttindasviði sem vinnur við mat á endurhæfingu. Um er að ræða fullt starf. Starfssvið: • Meta umsóknir um endurhæfingarlífeyri • Veita ráðgjöf til fag- og samstarfsaðila • Þátttaka í þróunarvinnu innan og utan stofnunar Menntunar- og hæfniskröfur: • Löggilt starfsleyfi í félagsráðgjöf er skilyrði • Nokkurra ára starfsreynsla úr félags- eða heilbrigðisþjónustu • Góð samskiptafærni og jákvæð viðhorf nauðsynleg • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð • Frumkvæði, metnaður og hæfni að vinna undir álagi • Þekking á endurhæfingarúrræðum, almanna- tryggingum og heilbrigðis- og velferðarþjónustu er mikilvæg Umsóknarfrestur er til og með 23. júní nk. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- ráðherra og Félagsráðgjafafélags Íslands. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita Margrét S. Jónsdóttir, deildarstjóri lífeyrisdeildar, og Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri, sími 560 4400. Umsækjendur eru beðnir að sækja um á starfatorg.is. Starfsemi Réttindasviðs felur m.a. í sér ákvörðun réttinda um ellilífeyri, örorku- og endurhæfingarlífeyri auk tengdra greiðslna. Einnig falla undir starfsemi sviðsins fjölskyldutengdar greiðslur s.s. umönnunar- og foreldragreiðslur, barnalífeyrir og meðlag. Nánari upplýsingar má finna á www.tr.is Laugavegi 114 | 105 Reykjavík | Sími 560 4400 Félagsráðgjafi Ím yn d u n ar af l / T R / R E S 06 14 LAUGARDAGUR 7. júní 2014 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.