Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 54
| ATVINNA |
Eftirfarandi kennsla
í Flóaskóla er laus til
umsóknar fyrir næsta
skólaár:
Flóaskóli er staðsettur á Villingaholti í Flóahreppi,
(í u.þ.b. 15 mín. akstursfjarlægð frá Selfossi).
Í Flóaskóla eru 93 nemendur í 1.-10. bekk.
Sérkennari (100% ótímabundið starf)
Umsjónarkennari í 2. bekk
(Vegna afleysingar, 18 kennslust. á viku)
Textílkennsla í 1.-7. bekk
(Stundakennsla, 7 kennslust. á viku)
Tónmenntakennsla í 1.-7. bekk
(Stundakennsla, 7 kennslust. á viku)
Leitað er að samviskusömum og duglegum einstaklingum
sem sýna frumkvæði, sveigjanleika og lipurð í samskiptum
við börn og fullorðna. Umsækjendur verða að hafa hreint
sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2014.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Guðmundur Freyr
Sveinsson skólastjóri, sími 486-3460 / 859-3460.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið
gudmundur@floaskoli.is.
Atvinnuráðgjafi
með sérhæfingu á sviði ferðaþjónustu
SSNV óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan
einstakling í starf atvinnuráðgjafa á sviði ferðaþjónustu.
Starfsstöð atvinnuráðgjafans verður á Norðurlandi vestra
og búseta þar er skilyrði. Um er að ræða ráðningu til tveggja
ára með möguleika á framlengingu. Atvinnuráðgjafinn starfar
náið með fagráði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og
starfsfólki SSNV.
Starfssvið:
• Stuðningur við framkvæmd og útfærslu samstarfssamnings
um ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.
• Samstarf með fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum
að atvinnu- og vöruþróun, markaðsstarfi, viðburðum og fleiru
á vettvangi ferðaþjónustu á svæðinu.
• Öflun upplýsinga og tilboða, skýrslugerð, aðstoð við gerð
kynningarefnis og umsókna, gerð áætlana og önnur ýmis
konar skipulags- og skjalavinna.
• Undirbúningur nýrra verkefna og ýmis önnur störf sem
tengjast starfsemi SSNV og ferðaþjónustu í landshlutanum.
Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði
ferðaþjónustu er mikill kostur en ekki skilyrði.
• Hagnýt starfsreynsla, s.s. á sviði ferðaþjónustu,
verkefnastjórnunar, rekstrar- og vöruþróunar.
• Þekking, innsæi og áhugi á ferðaþjónustu, atvinnu-
og byggðaþróun.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að leiða
samstarf og verkefni með öflugum og farsælum hætti.
• Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri
tungumálum er kostur.
• Frumkvæði og metnaður.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf þar sem skapandi
og duglegur einstaklingur getur haft mótandi áhrif á starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2014.
Nánari upplýsingar veitir Katrín María Andrésdóttir fram-
kvæmdastjóri SSNV, sími 455 2510, netfang: kata@ssnv.is.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá í pósti til
Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
B.t. Katrínar Maríu Andrésdóttur, Höfðabraut 6, 530
Hvammstanga merktar: „Atvinnuráðgjafi – Ferðaþjónusta“
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir starfsmanni á Þjónustumiðstöð borgarlandsins á Stórhöfða til að
sinna eftirliti með vetrarþjónustu og hafa umsjón með hreinsun.
Þjónustumiðstöðin sinnir margvíslegum verkefnum í borgarlandinu, hreinsun gatna og gönguleiða, vetrarþjónustu, grasslætti,
uppsetningu og viðhaldi umferðar- og gangbrautaljósa og umferðamerkja, útleigu á lokunarbúnaði og fánaborgum, umsjón og
viðhald hitakerfa auk eftirlits með framkvæmdum veitustofnana.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsmaður í vetrarþjónustu og hreinsun
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Starfssvið
Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru
samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi starfsmannafélags. Unni er á vöktum
vegna vetrarþjónustu frá nóv. – apríl, en dagvinna annars.
bjorn.ingvarsson@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 22. júní nk. Sótt er um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is
undir „Störf í boði“ Starfsmaður í vetrarþjónustu og hreinsun.
7. júní 2014 LAUGARDAGUR14