Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 58

Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 58
| ATVINNA | Námsstyrkir Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfs- menntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2014-2015. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Bandalags kvenna í Reykjavík, www.bkr.is Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kven- na í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir”. Umsóknarfrestur er til 19. júní. Kirkjugarður Hafnarfjarðar -Tilflutningur jarðvegs Hafnarfjarðarbær auglýsir útboð vegna jarðvinnu við Kirkjugarð Hafnarfjarðar. Útboðið felur í sér tilfærslu á jarðvegi við Kirkjugarð Hafnarfjarðar. Heildarmagn efnis er áætlað um 15.000m³. Útboðsgögn verða seld hjá Umhverfi og Framkvæmdum, Norðurhellu 2 og kosta 3.000 kr. Tilboð verða opnuð þann 18. júní 2014 kl 10:00 á sama stað. ÚTBOÐ OFANFLÓÐAVARNIR Á ESKIFIRÐI BLEIKSÁ - VARNARVIRKI ÚTBOÐ NR. 15652 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarðabyggðar og Ofanflóðasjóðs óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Bleiksá, varnarvirki. Verkið felst í að reisa varnarvirki í og við Bleiksá fyrir ofan kirkjumiðstöðina á Eskifirði. Leiðigarður verður byggður á flöt ofan við kirkjuna og vestan við Bleiksá í 10-15 m hæð yfir sjó. Garðurinn er V laga, 150 m langur, um 3 m hár og byggður að mestu úr skriðuefni og grjóti. Garðurinn verður brattur flóðmegin 1:0,25 og byggður með stálgrindum til styrkingar. Landmegin er hallinn um 1:3. Setja skal upp heitgalvanhúðaða öryggisgirðingu meðfram brún leiðigarðs. Land neðan leiðigarðs verður mótað með sléttri flöt og halla að kirkjumiðstöð. Farvegur Bleiksár verður sprengdur niður í skurð og bakkarnir mótaðir með grjóthleðslum. Landmótun og yfirborðsfrágangur felst í mótun varnargarðs og brekku að kirkjumiðstöð ásamt gerð grasflatar og göngustíga. Helstu magntölur eru: • Losun á klöpp 1.130 m3 • Grjóthleðsla 345 m3 • Fyllingarefni 2.100 m3 • Styrkingakerfi – uppsetning 460 m2 • Hellulögn 240 m² • Þökulagning 1.050 m2 • Sáning og áburðargjöf 2.700 m² Verkinu skal vera að fullu lokið 15. ágúst 2015. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 10. júní 2014. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, 1. júlí 2014 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Innkaupadeild Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Metanbifreið, pallbifreið að 3,5 t, útboð nr. 13265. • Hagaskóli, viðgerðir og endurbætur á þökum og gluggum 2014, úboð nr. 13270. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur Útgefendur myndríkra bóka sem tengjast sögu og menningu Reykjavíkurborgar geta nú sótt um styrk til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Styrkirnir eru veittir vegna útgáfu bóka sem áætlað er að komi út á árinu 2014 eða í ársbyrjun 2015. Styrkirnir eru liður í nýsamþykktri menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varð- veislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menn- ingarmála Reykjavíkur metur umsóknirnar. Frestur til að skila umsóknum er 23. júní 2014. Í umsókn skulu koma fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt góðri lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu. Auk þess skal þar koma fram áætlaður kostnaður vegna afgreiðslu og myndbirtinga á ljósmyndum frá Ljósmynda- safni Reykjavíkur. Utanáskrift umsóknar: ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 3. hæð, 101 Reykjavík. Útboð Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið: Grundaskóli – Stækkun matsalar Verkið felst í stækkun matsalar nemenda um 38 m2 með fjarlægingu súlna, steyptri botnplötu, lokun milli súlna með gluggum, ásamt tilheyrandi frágangi inni og úti. Verklok eru 12.september 2014. Útboðsgögn eru seld frá 11.júní 2014 í þjónustuveri Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18, á kr. 3.000. Tilboð eru opnuð hjá Mannvit, Garðabraut 2A, Akranesi, föstudaginn 27.júní 2014 kl. 11:00. Rekstur líkamsræktar í sundmiðstöð Grindavíkur Grindavíkurbær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur líkamsræktar í Sundmiðstöð Grinda- víkur frá 1. desember 2014. Líkamsræktaraðstaðan verður í um 400  m2  rými þar sem núverandi búnings- klefar og líkamsrækt eru í sundmiðstöðinni. Áætlað er að aðstaðan verði laus til framkvæmda 1. desember 2014. Miðað er við að líkamsræktarstöðin opni í janúar 2015. Í íþróttamiðstöðina koma á ári hverju 60 til 70 þúsund gestir og þar af eru um 25 þúsund sundlaugargestir á almenningstímum.  Unnið er að byggingu nýrrar aðstöðu við íþrótta- og sundmiðstöð Grindavíkur og er ný og stærri líkams- ræktarstöð hluti af því. Í Grindavík er öflugt og fjöl- breytt íþróttastarf og íbúar um 2900. Skriflegum tilboðum skal skila á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, eða á netfangið grindavik@grinda- vik.is merkt Líkamsrækt fyrir 27. júní næstkomandi. Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér aðstöðuna áður. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi íþróttamið- stöðvar Grindavíkur og skoða verðandi húsnæði lík- amsræktarstöðvar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við  Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóra frí- stunda- og menningarsviðs, í síma  6969234 eða á netfangið thorsteinng@grindavik.is Nánari lýsing Meðal markmiða Sundmiðstöðvar Grindavíkur er að efla almenningsíþróttir og fjölga sundlaugargestum. Í ljósi þess er skilyrt að tilboðsgjafi greiði aðgang í sundlaug fyrir viðskiptavini sína. Sett verður upp sér- stök gjaldskrá vegna magnkaupa á árskortum í sund- laug. Sundmiðstöðin leggur til þjónustu í afgreiðslu og ræstingu.  Í tilboði skal koma fram áætlað verð á líkamsræktar- kortum til notenda og tilboð til Sundmiðstöðvar Grindavíkur um leigu fyrir aðstöðuna. Jafnframt skal koma fram lýsing á þeirri þjónustu sem boðið verður upp á, svo sem í tækjasal og opnum leikfimitímum. Gerð er krafa um að í húsnæðinu verði aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, sem leigutaki framleigir. Tilboðsgjafi skal leggja til allan tækjabúnað líkams- ræktarsalarins. Aðeins tæki og búnaður frá viður- kenndum framleiðendum líkamsræktartækja koma til greina. Við mat á tilboðum verður meðal annars litið til lýsingar rekstraraðila á fjölda tækja, gerð þeirra og gæða.  Tilboðsgjafi skal greiða allan kostnað vegna markaðs- mála líkamsræktarinnar svo sem auglýsingar, kost- unarsamninga og fleira.  Tilboðsgjafi skal tryggja að allir sem kaupa kort í lík- amsrækt fái vandaða leiðsögn og undirbúning um notkun tækja og þjálfun áður en þjálfun hefst og bjóða upp á reglulega aðstoð fyrir viðskiptavini. Í til- boði skal koma fram lágmarksviðvera starfsmanna á viku. Sundmiðstöð Grindavíkur leggur til húsnæði undir starfsemina í núverandi mynd. Breytingar á húsnæð- inu eru á kostnað leigutaka. Gert er ráð fyrir leigu- samningi til 5 ára. Við mat á tilboðum verður horft til verðs á líkamsrækt- arkortum til notenda,  endurgjalds fyrir aðstöðuna og fyrirkomulag þjónustu. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, í síma  6969234 eða á netfangið thorsteinng@grindavik.is   sími: 511 1144 7. júní 2014 LAUGARDAGUR18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.