Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 66
FÓLK|HELGIN
Í þessari fyrstu uppskrift er notað svínakjöt og framandi ávextir. Uppskriftin er fyrir
fjóra.
MEÐ FRAMANDI ÁVÖXTUM
600 g grísa- eða svínalund
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
MARINERING
1 smátt skorinn laukur
1 smátt skorið hvítlauksrif
2 msk. fersk minta
2 tsk. sítrónusafi
1½ dl ólífuolía
Hrærið allt saman í skál. Skerið
kjötið í hæfilega bita og látið
liggja í marineringunni í að
minnsta kosti eina klukkustund.
GRILLSÓSA
½ rauður chili-pipar, smátt
skorinn
2 msk. mangó-chutney
2 msk. olía
2 msk. hunang
½ tsk. paprikuduft
Blandið öllu vel saman.
ÁVEXTIR Á 4 GRILLSPJÓT
1 ferskur ananas
1 mangó
1 apríkósa
Þræðið kjöt og bita af hverjum
ávexti til skiptis upp á grillspjót.
Penslið með olíu og bragðbætið
með salti og pipar. Grillið í 3-4
mínútur á hvorri hlið.
Ef notuð eru tréspjót þurfa þau
að liggja í vatni í 15 mínútur áður
en þau eru sett á grillið svo þau
brenni ekki. Berið fram með grill-
sósunni og kartöflum, brauði eða
salati eftir smekk.
GRILLAÐUR MAÍS MEÐ BBQ-
SMJÖRI EÐA KRYDD-
SMJÖRI
Grillaður maís
er einstaklega
góður og
passar vel
sem með-
læti með
kjöti, sér-
staklega
nauta-
kjöti. Maís
má skera í
bita og hafa
með kjöti
á spjóti. Hér
er uppskrift að
maís með einstak-
lega góðu smjöri sem
einnig mætti nota í bakaðar
kartöflur. Uppskriftin miðast við
4-6.
ÞAÐ SEM ÞARF:
8 ferskir maískólfar
BBQ-smjör, uppskrift hér fyrir
neðan
Kryddsmjör, uppskrift hér fyrir
neðan
Hitið grillið en ágætt er að hafa
meðalhita. Setjið maísinn í sjóð-
andi vatn með 1 msk. af sykri og
látið malla í 10 mínútur. Því næst
er maísinn settur á heitt grillið og
eldaður í 15-20 mínútur en snúa
þarf á fimm mínútna fresti. Borinn
fram heitur með smjörinu.
BBQ-SMJÖR
2 msk. olía
½ lítill rauður laukur, smátt
skorinn
2 hvítlauksrif, söxuð
2 tsk. paprikuduft
½ tsk. cayenne-pipar
1 tsk. ristuð broddkúmenfræ
1/2 tsk. chili-duft
½ bolli vatn
170 g ósaltað smjör
1 tsk. Worcester-
shire-sósa
Salt og pipar
Hitið olíu á
pönnu og bætið
lauk og hvítlauk
út í. Steikið þar
til mýkist en þá er
papriku, cayenne,
broddkúmeni og chili-
dufti bætt út í og allt látið
malla í eina mínútu áður en vatnið
er sett út á pönnuna. Kælið.
Setjið lint smjör í mat-
vinnsluvél ásamt
Wor cester-
shire-sósu
og krydd-
blöndunni
af pönn-
unni.
Bragð-
bætið
með
salti og
pipar.
Hrærið
vel saman.
Setjið blönd-
una í litla skál,
breiðið plastfilmu
yfir og kælið í að
minnsta kosti 30 mínútur.
Gott með maís eða öðrum grill-
mat.
KRYDDSMJÖR
200 g ósaltað, lint
smjör
¼ bolli ferskar,
smátt saxaðar
kryddjurtir eins
og basil, gras-
laukur og fáfnis-
gras (tarragon)
Salt og pipar
Setjið allt í mat-
vinnsluvél og hrærið
vel saman. Kælið vel.
SÍTRÓNU- OG HVÍTLAUKS-
RISARÆKJUR Á SPJÓTI
Ljúffengar risarækjur sem henta
vel sem forréttur í partíinu. Einfalt
að gera.
500-700 g risarækjur, pillaðar og
hreinsaðar
¼ bolli ólífuolía
¼ bolli smátt skorin, fersk stein-
selja
1 msk. sítrónubörkur,
smátt skorinn
2-3 hvítlauksrif,
söxuð
½ tsk. nýmalaður
pipar
Sítrónubátar
Leggið rækj-
urnar í skál ásamt
ólífuolíu, stein-
selju, sítrónuberki,
hvítlauk og pipar. Látið
liggja dálitla stund í blönd-
unni. Þræðið rækjurnar upp á spjót
þannig að þær myndi stafinn C.
Tréspjót þurfa að liggja í bleyti
fyrir notkun.
Leggið spjótin á olíuborið heitt
grillið, látið brúnast og snúið.
Rækjurnar þurfa stuttan tíma á
grillinu. Berið fram með sítrónu-
bátum sem gott er að kreista yfir
þær.
TERIYAKI-SESAM -
KJÚKLINGUR Á SPJÓTI
500 g kjúklingabringur eða lundir
Marinering
400 g teriyaki-sósa
6 msk. sesamolía
¼ tsk. pressaður hvítlaukur
Safi úr einni sítrónu
1 msk. sætuefni
1 msk. sesamfræ, ristuð
Setjið tréspjót í vatnsbað fyrir
notkun. Blandið saman öllu sem
upp var talið fyrir utan sesamfræ-
in. Skerið kjúklinginn í
litla bita, um það bil
1½ cm, og setjið í
marineringuna.
Látið standa í að
minnsta kosti
einn klukku-
tíma, helst
lengur. Raðið
kjúklingabit-
unum upp á
spjót, gjarnan
með grænmeti eins
og kúrbít, papriku,
lauk eða papriku og setjið
á heitt grillið. Snúið reglulega
og gætið að ekki brenni. Stráið
sesam fræjum yfir áður en borið
er fram.
LJÚFFENGIR PARTÍ-
RÉTTIR Á GRILLIÐ
Í GÓÐA VEÐRINU Grillspjót er skemmtilegt að matreiða og upplagt á góðum
sumardegi þegar fjölskyldan kemur saman. Það er hægt að nota hvaða kjöt
sem er á grillspjót og bæði ávexti og grænmeti.
GRILLMATUR Það er skemmtilegt að grilla ýmiss konar grænmeti með kjötréttum.
Einfalt er að setja blandað grænmeti á spjót.
Það er alltaf gott að koma á Bifröst. Öll aðstaða til náms
er til fyrirmyndar og stuðlar að góðum árangri í námi.
Íbúðarhúsnæði á staðnum er hagkvæmt og fjölbreytt og
hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum. Á Bifröst er
stutt í óbeislaða náttúru og þar eignast fólk vini fyrir lífstíð.
Nánari upplýsingar á nam.bifrost.is
Öflugur og nútímalegur
háskóli í Borgarfirði
Vandað nám
í heillandi
umhverfi
Kynntu þér nám í Háskólagátt og grunnnámi við
Háskólann á Bifröst.