Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 66
FÓLK|HELGIN Í þessari fyrstu uppskrift er notað svínakjöt og framandi ávextir. Uppskriftin er fyrir fjóra. MEÐ FRAMANDI ÁVÖXTUM 600 g grísa- eða svínalund ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar MARINERING 1 smátt skorinn laukur 1 smátt skorið hvítlauksrif 2 msk. fersk minta 2 tsk. sítrónusafi 1½ dl ólífuolía Hrærið allt saman í skál. Skerið kjötið í hæfilega bita og látið liggja í marineringunni í að minnsta kosti eina klukkustund. GRILLSÓSA ½ rauður chili-pipar, smátt skorinn 2 msk. mangó-chutney 2 msk. olía 2 msk. hunang ½ tsk. paprikuduft Blandið öllu vel saman. ÁVEXTIR Á 4 GRILLSPJÓT 1 ferskur ananas 1 mangó 1 apríkósa Þræðið kjöt og bita af hverjum ávexti til skiptis upp á grillspjót. Penslið með olíu og bragðbætið með salti og pipar. Grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Ef notuð eru tréspjót þurfa þau að liggja í vatni í 15 mínútur áður en þau eru sett á grillið svo þau brenni ekki. Berið fram með grill- sósunni og kartöflum, brauði eða salati eftir smekk. GRILLAÐUR MAÍS MEÐ BBQ- SMJÖRI EÐA KRYDD- SMJÖRI Grillaður maís er einstaklega góður og passar vel sem með- læti með kjöti, sér- staklega nauta- kjöti. Maís má skera í bita og hafa með kjöti á spjóti. Hér er uppskrift að maís með einstak- lega góðu smjöri sem einnig mætti nota í bakaðar kartöflur. Uppskriftin miðast við 4-6. ÞAÐ SEM ÞARF: 8 ferskir maískólfar BBQ-smjör, uppskrift hér fyrir neðan Kryddsmjör, uppskrift hér fyrir neðan Hitið grillið en ágætt er að hafa meðalhita. Setjið maísinn í sjóð- andi vatn með 1 msk. af sykri og látið malla í 10 mínútur. Því næst er maísinn settur á heitt grillið og eldaður í 15-20 mínútur en snúa þarf á fimm mínútna fresti. Borinn fram heitur með smjörinu. BBQ-SMJÖR 2 msk. olía ½ lítill rauður laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, söxuð 2 tsk. paprikuduft ½ tsk. cayenne-pipar 1 tsk. ristuð broddkúmenfræ 1/2 tsk. chili-duft ½ bolli vatn 170 g ósaltað smjör 1 tsk. Worcester- shire-sósa Salt og pipar Hitið olíu á pönnu og bætið lauk og hvítlauk út í. Steikið þar til mýkist en þá er papriku, cayenne, broddkúmeni og chili- dufti bætt út í og allt látið malla í eina mínútu áður en vatnið er sett út á pönnuna. Kælið. Setjið lint smjör í mat- vinnsluvél ásamt Wor cester- shire-sósu og krydd- blöndunni af pönn- unni. Bragð- bætið með salti og pipar. Hrærið vel saman. Setjið blönd- una í litla skál, breiðið plastfilmu yfir og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur. Gott með maís eða öðrum grill- mat. KRYDDSMJÖR 200 g ósaltað, lint smjör ¼ bolli ferskar, smátt saxaðar kryddjurtir eins og basil, gras- laukur og fáfnis- gras (tarragon) Salt og pipar Setjið allt í mat- vinnsluvél og hrærið vel saman. Kælið vel. SÍTRÓNU- OG HVÍTLAUKS- RISARÆKJUR Á SPJÓTI Ljúffengar risarækjur sem henta vel sem forréttur í partíinu. Einfalt að gera. 500-700 g risarækjur, pillaðar og hreinsaðar ¼ bolli ólífuolía ¼ bolli smátt skorin, fersk stein- selja 1 msk. sítrónubörkur, smátt skorinn 2-3 hvítlauksrif, söxuð ½ tsk. nýmalaður pipar Sítrónubátar Leggið rækj- urnar í skál ásamt ólífuolíu, stein- selju, sítrónuberki, hvítlauk og pipar. Látið liggja dálitla stund í blönd- unni. Þræðið rækjurnar upp á spjót þannig að þær myndi stafinn C. Tréspjót þurfa að liggja í bleyti fyrir notkun. Leggið spjótin á olíuborið heitt grillið, látið brúnast og snúið. Rækjurnar þurfa stuttan tíma á grillinu. Berið fram með sítrónu- bátum sem gott er að kreista yfir þær. TERIYAKI-SESAM - KJÚKLINGUR Á SPJÓTI 500 g kjúklingabringur eða lundir Marinering 400 g teriyaki-sósa 6 msk. sesamolía ¼ tsk. pressaður hvítlaukur Safi úr einni sítrónu 1 msk. sætuefni 1 msk. sesamfræ, ristuð Setjið tréspjót í vatnsbað fyrir notkun. Blandið saman öllu sem upp var talið fyrir utan sesamfræ- in. Skerið kjúklinginn í litla bita, um það bil 1½ cm, og setjið í marineringuna. Látið standa í að minnsta kosti einn klukku- tíma, helst lengur. Raðið kjúklingabit- unum upp á spjót, gjarnan með grænmeti eins og kúrbít, papriku, lauk eða papriku og setjið á heitt grillið. Snúið reglulega og gætið að ekki brenni. Stráið sesam fræjum yfir áður en borið er fram. LJÚFFENGIR PARTÍ- RÉTTIR Á GRILLIÐ Í GÓÐA VEÐRINU Grillspjót er skemmtilegt að matreiða og upplagt á góðum sumardegi þegar fjölskyldan kemur saman. Það er hægt að nota hvaða kjöt sem er á grillspjót og bæði ávexti og grænmeti. GRILLMATUR Það er skemmtilegt að grilla ýmiss konar grænmeti með kjötréttum. Einfalt er að setja blandað grænmeti á spjót. Það er alltaf gott að koma á Bifröst. Öll aðstaða til náms er til fyrirmyndar og stuðlar að góðum árangri í námi. Íbúðarhúsnæði á staðnum er hagkvæmt og fjölbreytt og hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum. Á Bifröst er stutt í óbeislaða náttúru og þar eignast fólk vini fyrir lífstíð. Nánari upplýsingar á nam.bifrost.is Öflugur og nútímalegur háskóli í Borgarfirði Vandað nám í heillandi umhverfi Kynntu þér nám í Háskólagátt og grunnnámi við Háskólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.