Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 72

Fréttablaðið - 07.06.2014, Page 72
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 36 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Brandarar Hvernig fékkstu vinnu í sirkus? „Ég var að æfa á sama stað og Sirkus Íslands er að æfa, í Ármanni, og bróðir minn var alltaf að leika sér þarna með þeim. Mér fannst alltaf gaman að horfa og svo var mér boðið að prufa hitt og þetta. Þau tóku öll svo vel á móti manni svo þetta varð mjög gaman og maður gat ekki hætt að leika með þeim.“ Varstu þá byrjaður að príla í blöðrunni? „Nei, ég sá þetta fyrst hjá öðrum strák í sirkus en hann fékk svo mikið að gera og var eitthvað upptekinn svo það þurfti einhvern nýjan í hans hlutverk. Ég fór að æfa mig og endaði svo á að sýna þetta.“ Er ekki svakalega erfitt að leika listir sínar inni í blöðru? „Nei, nei, eða það er náttúru- lega ekkert erfitt ef maður æfir sig nóg. Fyrst var það dálítið erfitt og maður var hræddur um að sprengja blöðruna, en núna er þetta bara gaman og ekkert erfitt.“ Hvað er skemmtilegast við að vinna í sirkus? „Það skemmti- legasta er að geta skemmt öðrum, það er svo gaman þegar maður er að sýna og fólk kann að meta það sem maður er búinn að vera æfa. Svo sér maður að þau brosa og klappa og þá er gaman.“ Hefur atriðið einhvern tíma mistekist? „Já, eða svona næst- um því. Það gerist alveg stund- um að blaðran springi en þá blæs maður bara upp nýja og byrjar aftur. Það versta er þegar maður missir gripið á stútnum og þá tæmist loftið úr henni og maður verður eins og lítil rúsína. Þá er bara ekkert sem maður getur nema biðja um hjálp og láta blása smá lofti í hana aftur en sem betur fer gerist það ekki oft.“ Geta allir lært að leika svona listir? „Já, það geta allir lært eitthvað, því að sirkus er svo fjölbreyttur og maður getur bara gert það sem manni hentar.“ Gerirðu fleiri kúnstir en í blöðrunni? „Ég er líka í því að halda á öðru fólki á öxlunum á mér og í höndunum og fleira. Það er kallað „acrobalance“. Svo er ég líka í loftfimleikum og er þá að sveifla mér í böndum. Stundum er ég líka í svona rólu sem maður rólar sér ekki í held- ur er hún alveg kyrr og maður gerir alls konar stöður og hreyf- ingar í henni með annarri mann- eskju. Eitt enn sem mér finnst mjög gaman er „teeterboard“, það er eins og vegasalt og þá stendur maður á öðrum endan- um á meðan einhver hoppar á hinn endann og kastar þér upp í loftið. Þá getur maður gert alls konar heljarstökk og snúninga.“ Hefurðu aldrei slasað þig í sirkusnum? „Nei, aldrei neitt alvarlega. Það er alltaf hugsað mikið um að gera allt öruggt og ef maður er ekki tilbúinn að gera eitthvað þá æfir maður það betur og gerir kannski seinna.“ Hvað eiga krakkar að gera ef þá langar að vinna í sirkus? „Það er um að gera að æfa sig og æfa. Svo er Sirkus Íslands líka með námskeið í sumar og líka á haustin sem hjálpar krökkum mjög mikið að vinna að því að verða sirkusfólk. Það er mjög gaman að sjá hvað þau eru dugleg og fljót að ná hlut- unum.“ Hvað þarftu að æfa þig lengi á dag? „Sirkusinn æfir alla virka daga þrjá tíma á dag, svo það eru um 15 tímar á viku sem að við æfum, en svo er alls konar auka sem maður gerir, því það er bara svo gaman. Manni líður ekki eins og maður sé á æfing- um heldur er þetta bara eins og maður sé að leika sér.“ Eins og lítil rúsína Sindri Diego hefur vakið athygli í blöðrunni sinni á sýningum Sirkuss Íslands. Honum fi nnst skemmtilegast að skemmta fólki og heyra það hlæja og klappa. LISTIR Sindri getur leikið alls kyns listir í blöðrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 99 Haförn Hávella Hrafn Kría Lundi Rita Rjúpa Sjósvala Æðarfugl „Hér er alvöru stafasúpa Róbert minn,“ sagði Konráð. „Þetta er Getið þið fundið þessi 9 fuglanöfn Ú Ú T É X R Ð I Æ S Ð D Æ H T H K R Í A O Ö B D G D H R Y Þ U J Í B L U N D I A V K Æ J H Á T I Ó M R F N Ð R Á F F L Æ O J H N A J V B H A F Ö R N U R Ú E S J Ó S V A L A F P L Á Á Á X Ð Þ Ö G U A L Æ R T Ö O H M M G O A R I T A A I I Æ L L Vitringarnir þrír komu inn í fjárhús þar María og Jósef voru með nýfætt barn í jötunni. Einn vitringanna var frekar hár í loftinu og varð fyrir því óláni að reka hausinn harkalega upp í loftið. Hann greip um höfuð sér af sársauka og hrópaði upp yfir sig: „JESÚS KRISTUR!“ Þá hvíslaði Jósef að Maríu: „Skrifaðu þetta niður, þetta er miklu betra en Hilmar …“ Hvað er grátt, með stór eyru og í stuttbuxum? Mús í sumarfríi. Af hverju borða ljón alltaf hráan mat? Þau kunna ekki að elda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.