Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 78
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 42TÍMAMÓT
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
LÓU ÞORKELSDÓTTUR
frá Álftá í Mýrasýslu
Sléttuvegi 11, Reykjavík,
sem lést 16. maí, fór fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 2. júní.
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og
virðingu við Lóu. Sérstakar þakkir til alls þess góða starfsfólks
á Hjúkrunarheimilinu Eir sem af alúð annaðist Lóu og hjúkraði
síðustu æviár hennar.
Heiðar Þór Hallgrímsson Halldóra Margrét Halldórsdóttir
Björn Ólafur Hallgrímsson Helga Matthildur Bjarnadóttir
Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir
Þorkell Heiðarsson
Elín Hrund Heiðarsdóttir
Ragnheiður Lóa Björnsdóttir
Sólveig Hildur Björnsdóttir
Hallgrímur Thorberg Björnsson
og
barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, amma, dóttir, systir
og mágkona,
ELÍSABET MARKÚSDÓTTIR
Sævangi 4,
lést föstudaginn 30. maí á Landspítalanum
við Hringbraut. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 13. júní
kl. 15.00.
Viktoría Guðmundsdóttir
Fannar Freyr Guðmundsson
Markús Sigurgeir Kristjánsson Bára Magnúsdóttir
Sigurlaug Markúsdóttir Hilmar Frímannsson
Sigurður Gunnar Markússon Valborg Elísabet Jóhannesdóttir
Reynir Smári Markússon Bergþóra Pálína Björnsdóttir
Kristín Bára Gautsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
DÓRA GUÐFINNA JOHNSEN
STELLA
andaðist þann 6. júní sl. Útför fer fram frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 11. júní
kl. 11.00. Kærar þakkir til starfsfólks á Eir
og deild B2 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir umönnun og
vinarhug.
Ástríður Johnsen
Gunnar V. Johnsen Bergþóra Sigmundsdóttir
Guðni Ingi Johnsen Helga Sæmundsdóttir
Inga Dóra Sigvaldadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
„Frúin klippir og þegar ég er laus þá sópa ég og helli upp á
kaffi,“ segir Hörður Jóhannsson, annar eigandi rakarastof-
unnar Hjá Sigga hárskera en hana á Hörður ásamt eiginkonu
sinni, Þorbjörgu Bergþórsdóttur hársnyrti.
Þau keyptu fyrir skömmu rakarastofu af Sigurði Sigurðs-
syni hárskera en stofan fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Sig-
urður opnaði stofuna árið 1964 og rak stofuna í 49 ár, en þegar
hjónin keyptu stofuna var planið að breyta henni aðeins.
„Við ætluðum að breyta henni meira en við gerðum, þegar
við keyptum stofuna var stutt í jólatörnina og ætluðum við því
að bíða aðeins. Þegar við nefndum mögulegar breytingar við
viðskiptavinina var fólk ekki að taka vel í það,“ útskýrir Hörð-
ur. Hann segir fólk greinilega kunna vel við útlit stofunnar,
enda sé hún rótgróin og gamaldags. „Ég held að fólki finnist
það notaleg tilfinning að koma hingað inn. Flestir sem koma
til okkar tala um að það sé algjör nostalgía.“
Einu breytingarnar sem hjónin gerðu voru að mála stofuna,
kaupa hárþvottastól og nýja kaffivél.
Þeir fastakúnnar sem Sigurður hafði hafa haldið áfram að
koma þrátt fyrir eigendaskiptin. „Fastakúnnarnir hafa haldið
sér, það er kannski að einum eða tveimur hefur ekki litist á
blikuna og fóru annað en annars eru allir þessi gömlu áfram.
Ég held þú finnir hvergi jafn fjölbreytta flóru kúnna og hér,“
bætir Hörður við léttur í lundu.
Þegar Sigurður rak stofuna var hún einungis rakarastofa
og því nær eingöngu karlmenn sem sóttu þjónustu þangað.
„Það hafði ekki mikið verið um dömur hérna áður fyrr en í
dag koma hingað jafn margar konur og karlar og dömurnar
taka vel í þetta.“
Eins og fyrr segir eru innanstokksmunir stofunnar flestir
upprunalegir og má þar finna ýmislegt skemmtilegt. „Ég held
við séum með eitt elsta litasjónvarp landsins, Siggi var mikið
fyrir handbolta og því sjónvarpið mikið notað til handboltaá-
horfs.“
Hálfrar aldar afmælisveisla fer fram í dag en stofan er
staðsett að Laugarnesvegi 74a. „Það verður heljarinnar gleði
hjá okkur í dag, við bjóðum kúnnum upp á fimmtíu prósenta
afslátt af klippingum og svo ætlum við einnig að bjóða upp á
ýmsar veigar.“ Veislan verður frá klukkan 10 til 15.00.
gunnarleo@frettabladid.is
Hárskurður í hálfa öld
Rakarastofan hjá Sigga hárskera fagnar fi mmtíu ára afmæli í dag. Mikill fögnuður fer
fram í tilefni þess en stofan er nánast óbreytt frá því árið 1964.
Herjólfur hefur verið heiti á þremur ferjum
sem gengið hafa á milli Heimaeyjar í Vest-
mannaeyjum og Þorlákshafnar, og seinna
meir Landeyjahafnar. Núverandi Herjólfur, sá
þriðji í röðinni, gengur á milli Vestmannaeyja
og Landeyjahafnar. Hann var tekinn í notkun
þann 7. júní árið 1992, og var þar um að
ræða margfalt stærra og hraðskreiðara skip
en það sem á undan gekk. Hann tekur um
60 fólksbíla og allt að 388 farþega. Herjólfur
er gerður út af Eimskipum, elsta og stærsta
skipafélagi landsins.
Herjólfur hefur þó átt í vandræðum með
innsiglingu í Landeyjahöfn og því eru ein-
hverjar líkur á því að nýr Herjólfur, sem ristir
grynnra, komi til með að leysa þann gamla
af hólmi. Flestir Íslendingar eiga góðar minn-
ingar úr þessu skemmtilega skipi.
ÞETTA GERÐIST 7. JÚNÍ ÁRIÐ 1992
Hinn nýi Herjólfur kemur til bjargar
NOSTALGÍA Innanstokksmunir stofunnar eru flestir upprunalegir og
líta ansi vel út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EIGENDURNIR Hörður Jóhannsson og Þorbjörg Bergþórsdóttir eiga rakarastofuna Hjá Sigga hárskera. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA