Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2014, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 07.06.2014, Qupperneq 84
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 48 Þetta er í níunda sinn sem við höld- um þessa hátíð. Við höfum í gegnum tíðina yfirleitt verið með tvenna tón- leika og að minnsta kosti einn fyrir- lestur, en styrkir hafa minnkað og allt dregist saman þannig að í ár verða bara þessir einu tónleikar,“ segir Kristjana Helgadóttir, flautu- leikari kammerhópsins Adapter, sem stendur fyrir Frum-hátíðinni á Kjarvalsstöðum í kvöld. „Það er á mörkunum að við getum kallað þetta hátíð, en við erum að gera það besta úr stöðunni,“ bætir hún við. Á tónleikunum í kvöld verða dregin fram í dagsljósið sjaldheyrð eða töpuð verk eldri kynslóðar nor- rænna tónskálda og með þeim flutt ný norræn verk frá deginum í dag. Tónverkin sem flutt verða eru eftir tónskáldin Jouni Hirvelä frá Finn- landi, Bjørn Fongaard frá Noregi, Siegfried Naumann frá Svíþjóð, Íslendinginn Þráin Hjálmarsson og Danina Gunnar Berg og Simon Loeffler. „Þrjú verkanna eru frá sjötta og sjöunda áratugnum og voru framúrstefnuverk síns tíma,“ segir Kristjana. „Hin þrjú verkin voru samin fyrir okkur núna. Það eru verk Þráins, Loefflers og Hirv- elä, ungu tónskáldanna okkar.“ Auk Kristjönu er kammerhópur- inn Adapter skipaður þeim Ingólfi Vilhjálmssyni klarinettuleikara, Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleik- ara og Matthiasi Engler sem leikur á slagverk. Hópurinn verður tíu ára í desember og hefur einskorðað sig við flutning samtímatónlistar. Tæki- færin til að spila slíka tónlist eru ekki mörg á Íslandi, að sögn Krist- jönu, og því eru allir meðlimir hóps- ins fluttir til Berlínar. „Það er stað- urinn þar sem hægt er að lifa af því að spila samtímatónlist,“ segir hún. „Ekki það að við séum alltaf að spila í Berlín, við höfum verið með nám- skeið í Kaliforníu, spilað í Japan, Ísrael og Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt, Berlín er bara basinn okkar.“ Tónleikarnir í kvöld eru því sjald- gæft tækifæri til að njóta tónlistar Adapter, næst koma þau hugsanlega til Íslands á næsta ári. Þeir hefjast klukkan 20 og er aðgangur ókeypis fyrir yngri en 16 ára. Upplýsingar um tónskáldin og efnisskrána má nálgast á heimasíðunni frum-festi- val.com. fridrikab@frettabladid.is Tefl a saman eldri og yngri tónskáldum Frum-hátíð kammerhópsins Adapter verður haldin á Kjarvalsstöðum í kvöld. Þar verða fl utt sjaldheyrð norræn verk eft ir eldri höfunda og glæný verk yngri tónskálda. Sýningunni Hnall- þóra í sólinni, úrvali prent- og bókverka eftir Dieter Roth, lýkur í Hafnarborg á annan í hvíta- sunnu. Á sýn- ingunni er lögð áhersla á framlag Dieters Roth til prentmiðilsins sem hann hafði mikinn metnað fyrir. Sýnd eru grafík- og bók- verk frá árunum 1957 til 1993, en sýningunni er skipt upp í ellefu mismunandi tímabil sem veita greinargóða innsýn í listsköpun og ævistarf Dieters Roth. Sýningin var upphaflega sett upp í Skaftfelli á Seyðis- firði og eru verkin fengin að láni frá Nýlistasafninu og fjölskyldu Dieters Roth. Sýningarstjóri er Björn Roth. Sýningin er opin alla daga fram að sýningarlokum frá klukkan 12 til 17. - fsb Hnallþóran á þrotum Sýningarlok í Hafnarborg. TÓNLIST ★★★★ ★ Höfuðsynd Atónal blús ÚTGEFANDI GLAMUR Ný plata, Höfuðsynd með hljóm- sveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endur- tekningarnar, en ekki hér. Hljómur- inn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndun- um á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorláks- syni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrir- myndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundn- ari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheim- inn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experi- mental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Skemmtilega litrík og innblásin plata. Tilraun sem svo sannarlega virkar KAMMERHÓPURINN ADAPTER Þau Kristjana Helgadóttir, Ingólfur Vilhjálmsson, Gunnhildur Einarsdóttir og Matthias Engler búa öll og starfa í Berlín. Ekki það að við séum alltaf að spila í Berlín, við höfum verið með námskeið í Kaliforníu, spilað í Japan, Ísrael og Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt, Berlín er bara basinn okkar. Kristjana Helgadóttir VERK FRÁ 1971 Sýningin dregur nafn sitt, Hnallþóra í sólinni, af þessu verki Dieter Roth. AÐGANGUR ÓKEYPIS STJÖRNUBLIK Á NÆTURHIMNI GOUNOD - THOMAS SAINT-SAËNS - VERDI HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 10. JÚNÍ KL.12:15 HÖRN HRAFNSDÓTTIR MEZZÓSÓPRAN ANTONÍA HEVESI PÍANÓ Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur Útgefendur myndríkra bóka sem tengjast sögu og menningu Reykjavíkurborgar geta nú sótt um styrk til að niðurgreiða kostnað vegna kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmynda- safni Reykjavíkur. Styrkirnir eru veittir vegna útgáfu nýrra bóka sem áætlað er að komi út á árinu 2014 eða í ársbyrjun 2015 og eru liður í nýsamþykktri menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem m.a. miðar að því að hlúa að varðveislu menningar- arfleifðar og hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningar- mála Reykjavíkur metur umsóknirnar. Frestur til að skila umsóknum er 23. júní 2014. Í umsókn skulu koma fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda, góð lýsing á fyrirhugaðri útgáfu og áætlaður kostnaður vegna afgreiðslu og myndbirtinga á ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Utanáskrift umsóknar: ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur” b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 3. hæð, 101 Reykjavík. Framkvæmda- og eignasvið Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.