Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 91
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 | LÍFIÐ | 55
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Tvennt áhugavert gerðist í liðinni
viku. Ég sótti málþingið Út fyrir
boxið – valdeflandi starf með börn-
um og unglingum, þar sem ég hlýddi
á virkilega áhugaverð erindi. Dana
Edell kynnti fyrir okkur valdeflandi
verkefni sem stelpur á aldrinum 13
til 22 ára víða um heima vinna að
og kallast „Spark movement“. Verk-
efnið gengur út á að sporna gegn
staðalímyndum kynja og „klám-
væðingu“ með því að benda á kyn-
legar athugasemdir í samfélaginu,
sérstaklega fjölmiðlum. Dæmi um
þetta eru leikföng og fatnaður fyrir
börn með kynferðislega skírskotun,
myndvinnsla ljósmynda af ungling-
um í tískutímaritum og auglýsing-
ar sem hlutgerva konur. Dana bætti
samt við að einnig eru stelpur hvatt-
ar til að þekkja eigin líkama, unað
og að sjá kynlíf í jákvæðu ljósi út frá
eigin forsendum. Heimasíða verk-
efnisins inniheldur margs konar
fróðleik og hvet ég alla þá sem hafa
einhvers konar tengingu við inter-
net að kynna sér þetta verkefni.
Hitt sem gerðist var að ég fékk
ótrúlega áhugaverða spurningu
frá stúlku í níunda bekk í kyn-
fræðslutíma. Eftir miklar og lífleg-
ar umræður um allt milli himins og
jarðar er tengist kynlífi þá rétti ein
ung dama upp höndina og spurði:
„En hvað ef hún fær það á undan
honum, hvað gerist þá?“ Ég verð
að játa að ég varð smá kjaftstopp.
Þessi spurning sýnir svo greinilega
hversu langt í land við eigum í sam-
ræðum um kynlíf og unað kvenna.
Áður en ég náði að svara bætti
bekkjarsystir hennar hneyksluð við:
„Ég meina, það er alltaf bara þannig
að hann fær það og þá er allt búið og
maður er bara, frábært.“ Ég staldr-
aði við og útskýrði hvernig fullnæg-
ingar virka og almennt unaður og að
það sé allt í lagi að fá nokkrar full-
nægingar ef stemmingin er þannig.
Þannig getur þú fengið fullnægingu
í forleik og ef farið er í samfarir og
hún þannig stemmd þá má fá aðra
fullnægingu í samförum, jafnvel
enn aðra að samförum loknum.
Mér sýndist á svip þeirra að ég væri
fullgráðug með því að stinga upp á
þremur fullnægingum í einu keler-
íi. Einnig er hægt að stunda kynlíf
án þess að fá fullnægingu og það
getur gerst fyrir drengi og stúlk-
ur. Spurningin sagði mér einnig að
þekking á unaði og píkunni er mjög
takmörkuð. Ég benti þeim á að til að
fá fullnægingu í samförum er mik-
ilvægt að nudda snípinn og muna
þá sérstaklega eftir að bleyta hann
með eigin safa eða sleipiefni áður
en hann er nuddaður. „Eigum við að
gera það sjálfar?“ Það er engin regla
um hver „eigi“ að gera hvað, kyn-
líf og samfarir er samstarfsverk-
efni, svo komið ykkur bara saman
um hver nuddar hvað á hverjum. En
þetta er einmitt staðreynd málsins.
Unaður er órjúfanlegur hluti kynlífs
og við verðum að impra á því, við
unga sem aldna. Hugsum út fyrir
boxið, förum að tala öðruvísi saman.
Hvað ef hún fær það á undan honum?
TÍST
VIKUNNAR
Þórir Sæ-
mundsson
@ThorirSaem 5. júní
Þjóðhátíðarlag Jóns
Jónssonar er nákvæmlega eins
og öll önnur lög sem hann
hefur samið. Nákvæmlega eins.
Atli Fannar
@atlifannar 5. júní
Norðmaður vann
fyrsta vinning í Vík-
ingalottó inu í kvöld — 85 millj-
ón ir króna. Megi hann troða
peningunum upp í olíusjóðinn
á sér.
Bragi Valdimar
@BragiValdimar 4.
júní
Ég hef svipaðar
áhyggjur af dúxabörnunum
með háu einkunnirnar og
týndu adidasbörnunum.
Steindi JR
@SteindiJR 4. júní
Búinn að lesa at-
hugasemdirnar á
DV og nýjustu þræðina á Bland.
Ætla núna að taka 5 hvers-
dagsmyndir og reyna að vinna
brauðrist í like leik.
Jón Jónsson
@jonjonssonmusic 4.
júní
Djöfull er örugglega
sweet að vera atvinnumaður og
mæta bara elgtanaður heim í
landsleik #mennskan #tan
Sóli Hólm
@SoliHolm 4. júní
Spilaði Anthony
Karl Gregory lands-
leik? Ef ekki: Til hamingju, @
VictorPalsson. #MakingHistory
#Glæsilegur
Katrín
Atladóttir
@katrinat 5. júní
Ég er á því að @
logibergmann hafi komist í tölv-
una hennar @svanhildurholm
og póstað flugumyndinni :)
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
0
2
9
4
www.samskip.is
> Vel sjóaðir reynsluboltar
Saman náum við árangri
Þeir ná lengst sem sækja fram með samstilltum hætti og fylgja sendingum
eftir alla leið. Samskip eru stoltur bakhjarl íslenska handboltalandsliðsins.
Áfram Ísland!