Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 96

Fréttablaðið - 07.06.2014, Side 96
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 FÓTBOLTI „Þessi leikur gegn Dönum er úrslitaleikur fyrir okkur til að komast í umspil um laust sæti á HM. Því miður er það ekki alfarið í okkar höndum. Riðl- arnir eru að spilast þannig að okkar riðill er í hvað verstri stöðu að fá umspilssæti,“ segir Freyr Alex- andersson, þjálfari kvennalandsliðsins, en hann til- kynnti í gær leikmannahóp sinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni HM. Úrslitaleikurinn sem Freyr talar um fer fram í Vejle í Danmörku þann 15. júní. Malta kemur svo í heimsókn fjórum dögum síðar. Ísland vann fyrri leik- inn gegn Möltu 0-8 og sá leikur ætti því að vera forms- atriði. Tvær breytingar eru á leikmannahópnum frá síð- asta leik. Katrín Ómarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eru ekki með að þessu sinni. Í staðinn eru komnar inn þær Rakel Hönnudóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir. Guðný er að koma til baka eftir enn ein krossbandaslitin. „Við erum búin að búa til þá pressu að við verðum að vinna Danina. Það er ekkert annað í boði ef við ætlum að eiga von um að komast í þetta umspil,“ segir Freyr og bætir við að það skipti líka máli að halda áfram að þróa leik liðsins. „Fyrir fram hefði ég verið sáttur við stig í Dan- mörku en okkur langar í umspilið og að fara Krýsu- víkurleiðina á HM. Er það raunhæft? Það er ég ekki viss um ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er ekki viss um að liðið sé orðið nægilega gott. Við erum samt búin að vinna Svíþjóð og Noreg á þessu ári og það væri gaman að ná líka að leggja Dani.“ - hbg Algjör úrslitaleikur í Danmörku Kvennalandsliðið á fram undan leiki gegn Dönum og Möltu í undankeppni HM. PRESSA Freyr og stelpurnar okkar verða að sækja þrjú stig til Vejle. MYND/KSÍ HANDBOLTI „Það er fínt stand á öllum og allir tilbúnir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari frá Sarajevo en hans menn voru þá nýbúnir að klára æfingu. Ísland mætir Bosníu í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM í Katar. „Stefnan er að ná sem hag- stæðustum úrslitum. Við vitum vel að við getum unnið þennan leik og við vitum líka að við getum tapað með átta marka mun,“ segir Aron. Bosnía hefur aldrei komist á stórmót en Aron segir að liðið sé engu að síður gott– sérstaklega á heimavelli. „Þetta lið tapar eiginlega aldrei á heimavelli. Auðvitað stefnum við að sigri en þetta snýst um að komast áfram eftir tvo leiki.“ Það er búist við um sjö þúsund manns á leikinn og þessir áhorfendur eiga klárlega eftir að láta vel í sér heyra. Þjálfarinn segir að hausinn á mönnum verði að vera í lagi. Strákarnir geti lent í mótlæti og það verður pressa á rúmenskum dóm- urum leiksins. „Erfitt ferðalag, erfiður útivöllur og rúmenskir dómarar. Það er mikilvægt að vera yfirvegaðir. Við verðum að vera mjög skipulagðir og agaðir að öllu leyti,“ segir Aron. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. - hbg Þetta lið tapar eiginlega aldrei heima EINBEITTUR Aron þarf að vera klókur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Verst geymda leyndar- málið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýska- landsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vista- skiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hrein- skilni sagt. Ég bað því umboðs- mann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstil- boði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkenn- ir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumanna- félagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhag- ur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barce- lona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnu- mannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hve- nær ég eigi að hætta.“ eirikur@frettabladid.is Draumur að rætast Barcelona tilkynnti í gær að Guðjón Valur Sigurðsson hefði gert tveggja ára samning við félagið. Landsliðsfyrirliðinn var ósáttur við tilboð Kiel og ákvað að róa á ný mið en hann segir að það hafi lengi blundað í sér að spila á Spáni. Á LEIÐ TIL SPÁNAR Guðjón Valur Sigurðsson mun klæðast frægum búningi Barce- lona næstu tvö árin að minnsta kosti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 20% AFSLÁTTUR AF DEEP HEAT OG FREEZE 3. JÚNÍ TIL 30. JÚNÍ Velkomin í Flensborg! • Bóknámsbrautir til stúdentsprófs • Frábær námsaðstaða • Mjög góður árangur í háskólanámi • Fjölbreytt félagslíf, leikhús, íþrótta- og tónlistarstarf og margt fleira • Íþróttaafrekssvið í samstarfi við fjölda íþróttafélaga • Öflugur skólakór Innritun nýnema í Flensborg stendur til 10. júní Sérkennsluráðgjafi við Flensborg Skólinn auglýsir eftir sérkennsluráðgjafa í 50% starf. Ráðgjafinn vinnur með greiningar vegna námserfiðleika nemenda og veitir nemendum, kennurum og foreldrum ráðgjöf. Umsóknarfrestur til og með 14. júní. Sjá nánar á Starfatorgi eða hjá skólameistara, Magnúsi Þorkelssyni, maggi@flensborg.is HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum samkvæmt úttekt Ósk- ars Ófeigs Jónssonar, blaðamanns Fréttablaðsins. Ísland mætir þá Bosníu í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar. Samkvæmt gögnum HSÍ mun Guðjón Valur þó leika landsleik númer 299 í dag og því komu fregnirnar flatt upp á hann þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „En ef hann kemur fyrr þá er það bara ágætt,“ sagði Guðjón Valur og vissi vart hvernig hann ætti að taka tíðindunum. „En leik- urinn sjálfur skiptir okkur öllu máli því við ætlum okkur á HM í Katar. Þetta eru mikil tímamót fyrir mig persónulega, enda fáir sem hafa náð 300 landsleikjum á ferlinum en það er í raun aukaat- riði þegar kemur að leiknum sjálf- um,“ segir Guðjón Valur hógvær. „Ég hef aldrei fylgst mikið með tölfræðinni sjálfur á meðan ég spila en það verður gaman að líta til baka yfir ferilinn í tölum eftir að honum lýkur.“ Lista yfir landsleiki Guð- jóns Vals í heild sinni má finna á íþróttavef Vísis. - esá 300. leikurinn í dag Guðjón Valur Sigurðsson stendur á tímamótum. SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 5 DAGAR Í FYRSTA LEIK BRASILÍUMENN klikkuðu á því að fá vináttulandsleik við Ísland í lokaundirbúningi sínum fyrir HM í fótbolta í Brasílíu í sumar en þeir hafa orðið heimsmeistarar í tvö síðustu skipti sem þeir hafa spilað við Ísland rétt fyrir keppnina. Brasilía vann 3-0 sigur á Íslandi í Florianópolis 4. maí 1994 þar sem Ronaldo skoraði fyrsta markið, hans fyrsta mark af 62 fyrir Brasilíu, en Ronaldo fiskaði líka vítið sem gaf annað markið. Brasilía vann síðan HM í Bandaríkj- unum tveimur mánuðum síðar. Brasilíumenn unnu síðan 6-1 sigur á Íslandi í Cuiabá 7. mars 2002 þar sem Kaká skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Brasilía varð síðan heimsmeistari í fimmta sinn eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Japan og Suður-Kóreu fjórum mánuðum síðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.