Fréttablaðið - 07.06.2014, Síða 102
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 66
*
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
„Ég drap
næstum því Tom
Cruise.“
LEIKKONAN EMILY
BLUNT UM TÖKUR Á
KVIKMYNDINNI EDGE
OF TOMORROW.
„Þetta er skemmtileg og
ánægjuleg viðurkenning,“ segir
eigandi tískuhússins ELLU,
Elínrós Líndal, en ELLA hlaut
tilnefningu til búlgörsku tísku-
verðlaunanna í gær. Verðlaunin
eru veitt þeim sem lagt hafa sitt
að mörkum í þróun og uppbygg-
ingu tískuiðnaðarins en þau
hafa verið veitt frá árinu 2002.
Alls hlutu tíu tilnefningu til
verðlaunanna í ár en verðlaunin
eru 100.000 evrur. Elínrós segir
frábært að hljóta tilnefningu til
verðlauna á alþjóðavettvangi.
Fyrirtækið stefni þó ekki í útrás
alveg strax. „Markmið okkar er
að hafa áhrif á tískubransann
og við erum með ákveðin plön í
gangi. Við viljum verða tíu ára
gamalt fyrirtæki á heimamark-
aði og ná þriggja prósenta veltu
hér heima áður en við förum í
einhverja útrás,“ segir Elínrós,
spurð út í þá þýðingu sem til-
nefning sem þessi hefur fyrir
hana og tískuhúsið.
ELLA gerir út á klassískan
fatnað úr gæðaefnum, fatnað
sem endist ævilangt, en fyrir-
tækið var eitt þeirra sem talið
var að gæti stuðlað að auknum
hagvexti á Íslandi í McKinsey-
skýrslunni frá árinu 2012.
Elínrós er ekki í neinum vafa
um að fyrirtækið verði eitt
það áhrifamesta í sínum geira
í framtíðinni. „Ég er ekki með
eina einustu vafafrumu í líkam-
anum. Eins og staðan er núna
eru fáir að fjárfesta í nýsköp-
unarfyrirtækjum en þegar
íslenskt hagkerfi lagast og við
fáum fjármagn til þess að fara
út verður ELLA eitt af áhrifa-
mestu fyrirtækjunum. Ef maður
er með gott fólk með sér sem
hefur flotta hugsjón þá gengur
dæmið upp.“ kristjana@frettabladid.is
Tilnefnd til búlgörsku
tískuverðlaunanna
Elínrós Líndal, eigandi tískuhússins ELLU, hlaut tilnefningu til búlgörsku tísku-
verðlaunanna í gær. Verðlaunin eru veitt þeim sem lagt hafa sitt að mörkum í
þróun og uppbyggingu tískuiðnaðarins. Ánægjuleg viðurkenning, segir Elínrós.
MEÐ SKÝRA STEFNU Elínrós er ekki í neinum vafa um að ELLA verði eitt áhrifa-
mesta fyrirtækið í sínum geira í framtíðinni. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR
„Þetta var alveg ótrúlega skemmti-
legt og ég myndi segja
að ponsjóið væri
alveg fullkomið
fyrir íslenska
veðráttu,“ segir
Erna Bergmann
fatahönnuður, en hún
hannaði á dögunum
skemmtileg ponsjó
fyrir Pæjumótið í
Vestmannaeyjum
sem haldið verður
dagana 12.-14. júní.
Hátt í 2.000 manns
leggja leið sína til Vestmannaeyja á
Pæjumótið ár hvert. Styrktaraðili
mótsins, Tryggingamiðstöðin, hefur
haft þann sið að gefa stúlkunum
gjöf fyrir hvert mót og segir Arn-
heiður Leifsdóttir, verkefnastjóri
hjá TM, að nú hafi verið ákveðið að
gera eitthvað nýtt og skemmtilegt.
„Okkur langaði að gera eitthvað
óhefðbundið og fengum hana Ernu
með okkur í lið. Hún hannaði þetta
flotta ponsjó og þegar við fengum
það í hendurnar var það í raun mun
flottara en við bjuggumst við.“
Það er ljóst að hinum ungu og
efnilegu knattspyrnustúlkum verð-
ur ekki kalt í Eyjum en ponsjóið á
eflaust eftir að nýtast vel á milli
knattspyrnuleikjanna. - ka
Hannaði ponsjó fyrir Pæjumótið
Erna Bergmann hannaði ponsjó fyrir efnilegar knattspyrnustúlkur.
ALGJÖR PÆJA
Ponsjóin eiga eflaust
eftir að slá í gegn á
Pæjumótinu.
FULLKOMIÐ FYRIR ÍSLENSKA VEÐRIÐ
Erna Bergmann segir ponsjóin eiga eftir
að henta íslensku veðráttunni vel.
FRÆGAR MEÐ
FATAMARKAÐ
Leikkonurnar Elma Lísa Gunnars-
dóttir, Tinna Hrafnsdóttir og María
Heba standa fyrir fatamarkaði í dag
í FÍL húsinu, Lindargötu 6. Þetta er
ekki í fyrsta sinn
sem leikkonurnar
brydda upp á
þessu og er ávallt
mikið af góssi til
sölu á góðu verði.
Þá eru þær einnig
með barnaföt til
sölu og María
Heba lofar því að
eitthvað verði um
óléttufatnað og
brjóstagjafarföt.
- lkg
GUSGUS Á TOPPNUM
Hljómsveitin GusGus trónir á toppi
þýska danstónlistarlistans, German
Club Charts, með lagið sitt Crossfade.
Um er að ræða nýjasta lagið sem
sveitin hefur sent frá sér.
Fyrir skömmu var það
tilkynnt að sveitin muni
hita upp fyrir Justin
Timberlake í Kórnum
þann 24. ágúst.
GusGus sendir frá
sér nýja plötu
þann 11. júní
næstkomandi og
ber hún nafnið
Mexico. Þá
er fyrirhugað
tónleikaferða-
lag í haust. - glp
SAMARIS Á FARALDSFÆTI
Tríóið Samaris, sem vann Músíktil-
raunir árið 2011, verður á faraldsfæti
í sumar við kynningu á nýjustu plötu
sinni, Silkidrangar. Í júlí fer hljómsveitin
í tónleikaferð um Írland og spilar jafn-
framt á hinum ýmsu tónlistarhátíðum,
þar á meðal Hróars-
kelduhátíðinni. Eftir
tónleikahald í ágúst
verður ferðinni svo
heitið til Þýskalands
í september. Síðasta
fimmtudagskvöld
var Samaris gestur
útvarpsþáttarins
Late Junction á
BBC 3 þar sem hún
spilaði nokkur vel
valin lög. - fb