Fréttablaðið - 16.06.2014, Page 19

Fréttablaðið - 16.06.2014, Page 19
SKRIFSTOFAN MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Kynningarblað Fundir, ráðstefnur, stólar, borð, möppur, prentarar. Fyrirtækjasvið A4 sérhæfir sig í lausnum fyrir fundar-herbergi og ráðstefnusali. „Við bjóðum allt sem þarf fyrir fundinn eða ráðstefnuna, allt frá f letti- og tússtöflum til gagn- virkra lausna fyrir snertiskjái og spjaldtölvur,“ segir Jóhann Más- son, framkvæmdastjóri hjá A4. „Þessa dagana erum við að kynna fyrir fyrirtækjum tíma- mótalausn sem byggir á nýjum Clervertouch-snertiskjáum frá Sahara. Með skjánum f ylgir hugbúnaðarlausn og app fyrir snjalltæki sem gerir raunveru- lega gagnvirkni að veruleika. Skjáirnir sem eru með gljálaust gler og háskerpu-upplausn eru með nýrri snertitækni sem gerir mögulegt fyrir marga notendur að vinna á skjánum í einu. Eins er hægt með appi fyrir Android og Apple að virkja alla aðila fundar á einfaldan hátt.“ Cleverlynx-hugbúnaðurinn sem fylgir Clevertouch-skján- um gerir notendum kleift að sækja skjöl eins og til dæmis Excel, Word eða Powerpoint og vinna með þau á snertiskjánum. „Með hugbúnaðinum er auðvelt að bæta inn skýringum á skjöl- in með penna, pensli, áherslu- penna og svæðafyllingu. Hægt er að vista skjölin með breyting- unum til notkunar síðar.“ Jóhann nefnir líka að gagn- virkur hluti lausnarinnar bygg- ir á Displaynote-hugbúnaðin- um sem gerir notendum kleift að stýra snertiskjá með spjaldtölvu eða snjallsíma. „Hægt er að fá leyfi fyrir ótakmörkuðum fjölda notenda snjalltækja sem tengjast yfir þráðlaust net eða skýið. Not- endur geta sótt efni sem verið er að kynna, bætt inn skýringum og athugasemdum með möguleika á að deila með öðrum notendum.“ Lausnirnar sem A4 býður fyrir fundi og ráðstefnur eru tíma- mótalausnir sem virkja alla aðila á fundum og kynningum. Snertu framtíðina með nýrri tækni A4 er með allan búnað fyrir fundarherbergi og ráðstefnusali. Fyrirtækið kynnir nú tímamótalausn sem byggir á nýjum snertiskjám sem gerir mörgum notendum kleift að vinna á skjánum í einu. Lausnirnar sem A4 býður virkja alla aðila á fundum og kynningum þar sem gagnvirkni verður að veruleika. Clevertouch-skjárinn gerir notendum kleift að sækja skjöl og bæta inn á þau skýringum. Jóhann Másson og félagar hjá A4 bjóða allt sem þarf fyrir fundinn eða ráðstefnuna. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.