Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 2
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
DÝRALÍF Grjótkrabbi, sem fyrst
varð vart hér við land árið 2006,
hefur nú dreift sér við strend-
ur landsins og virðist hann hafa
tekið sér bólfestu við vestur-
strönd landsins og við Vestfirði
að sögn Halldórs Pálmars Hall-
dórssonar, forstöðumanns Rann-
sóknaseturs Háskóla Íslands á
Suðurnesjum.
Einnig hefur
hann frétt af
e i nu m s em
barst á land í
Skagafirði en
hann á eftir að
fá það staðfest
að um grjót-
krabba sé að
ræða. Jónas
Jónasson hjá
Hafrannsókna-
stofnun á Ísa-
firði sagði hins vegar að um grjót-
krabba væri að ræða. Útbreiðslan
er því nokkuð ör því hann fannst
í Breiðafirði einungis tveimur
árum eftir að hann fannst fyrst í
Hvalfirðinum. Í fyrra varð hans
síðan vart á Vestfjörðum.
Óvíst er hver áhrif hans geta
orðið í fæðukerfinu en krabb-
inn étur allt sem að kjafti kemur.
Enginn skortur virðist þjaka
hann hvað það varðar, síst af öllu
í Hvalfirði þar sem hann nær
venjulega stærð á við stærstu
grjótkrabba í sínum náttúrulegu
heimkynnum við austurströnd
Norður-Ameríku og ber því um 15
sentímetra breiðan skjöld. Þrátt
fyrir nafnið heldur krabbinn sig
á mjúkum botni og þurfa menn
ekki að vera reyndir sjómenn til
að veiða hann en krakkar á leikja-
námskeiði á Ísafirði fengu einn í
gildru sína í fyrradag.
Grjótkrabbi er herramanns-
matur en Halldór segir eflaust
nokkur ár í það enn að hægt verði
að stunda hagkvæmar veiðar.
„Það er margt sem kemur inn í
þá mynd sem enn er ósvarað,“
segir hann. Krabbinn er þó nú
þegar kominn á matseðilinn hjá
veitingahúsunum Vitanum í Sand-
gerði og Kopar við Reykjavíkur-
höfn. Ásta Guðrún Óskarsdóttir,
framkvæmdastjóri Kopars, segir
krabbann mjög vinsælan en þar
er hann til dæmis hanteraður í
kökuform.
jse@frettabladid.is
svavar@frettabladid.is
Grjótkrabbi leggur
undir sig ströndina
Ný krabbategund sem fyrst fannst hér árið 2006 í Hvalfirði hefur nú numið bú-
svæði meðfram ströndinni allt norður til Skagafjarðar. Enn er of snemmt að hefja
hagkvæmar veiðar, segir fræðimaður. Krabbinn er kominn í veitingahús.
HALLDÓR
PÁLMAR
HALLDÓRSSON
NEYTENDUR Nýtt smáforrit fyrir
snjallsíma sem Náttúran.is setti
nýverið í loftið hefur að geyma
upplýsingar um rúmlega hundrað
merkingar sem finna má á mat-
vælum á Íslandi.
„Við erum búin að safna upp-
lýsingum í mörg ár og þetta er
afrakstur þess,“ segir Guðrún Arn-
dís Tryggvadóttir, framkvæmda-
stjóri Náttúran.is. „Þetta eru þær
merkingar sem hægt er að finna
á Íslandi og spannar í raun bæði
umhverfisvottun, lífræna vottun
og verkefnamerki, matarklasa og
fleira.“ Guðrún segir að hugmynd-
in sé sú að neytendur geti feng-
ið upplýsingar um þýðingu
þeirra merkinga sem
finna má á matvöru
á meðan verslað er.
Áður en Náttúran.is
réðst í gerð gagna-
grunnsins skorti
íslenska þýðingu á
flestum þeim merk-
ingum sem finna mátti
í íslenskum verslunum.
Smáforritið ber heitir Húsið og er
gjaldfrjálst fyrir Android- og iOS-
stýrikerfi. „Þetta kostar ekki
neitt. Það ætti auðvitað
að vera á höndum opin-
berra aðila að fræða
fólk en það er ekki
gert,“ segir Guðrún.
- ssb
Náttúran.is hefur safnað saman nær öllum merkingum á matvælum á Íslandi:
Gagnagrunnur fyrir neytendur
HÚSIÐ Merki snjall-
forritsins sem hefur að
geyma upplýsingar um
yfir 100 matvörumerkingar.
2006 Hvalfj örður
2008–2009 Breiðafj örður
2013–2014 Vestfi rðir
2014 Skagafj örður
➜ Útbreiðsla grjótkrabba við Íslandsstrendur
➜ Grjótkrabbinn er herra-
mannsmatur og er þegar
kominn á matseðilinn á
nokkrum veitingahúsum.
STJÓRNMÁL „Mín skoðun er sú að
ráðherrann hafi ekki haft lagastoð
fyrir ákvörðuninni sem hann tók
um flutning á Fiskistofu,“ segir
Ragnar H. Hall hæstaréttarlög-
maður.
Fyrirhugaður flutningur á höf-
uðstöðvum Fiskistofu til Akureyr-
ar hefur verið harðlega gagnrýnd-
ur af starfsmönnum Fiskistofu
í Reykjavík. Þá hefur formaður
SFR, Árni Stefán Jónsson, lýst því
yfir að stéttarfélagið muni láta
kanna hvort flutningurinn sé lög-
mætur.
„Ráðherra þarf að útskýra á
grundvelli hvaða lagaheimildar
hann er að taka þessa ákvörðun.
Það er alltaf betra að skoða það í
kjölinn hvort menn hafi heimild-
ir til að gera það sem þeir ætla að
gera þegar menn fara með opin-
bert vald,“ segir Ragnar.
Hann telur dóminn sem féll
ríkinu í óhag þegar Landmæl-
ingar Íslands voru fluttar hafa
fordæmisgildi í málinu. „Ef ráð-
herra ætlar að halda sig við þetta
og menn vilja ekki sætta sig við
ákvörðunina þá verður einhver að
fara fyrir dóm.“
Að sögn Ragnars hlutuðust stétt-
arfélögin sem áttu starfsmenn hjá
Landmælingum Íslands til um
málið á þann veg að einn starfsmað-
ur fór í mál við ríkið til að reyna á
lögmæti ákvörðunarinnar. Þegar
dómur féll svo var lögum breytt til
að flutningur Landmælinga yrði
löglegur. „Ef menn ætla að halda
sig við þetta þá þarf Alþingi að taka
afstöðu til þess hvort þetta er í lagi
eða ekki,“ segir Ragnar.
Áætlað er að höfuðstöðvar Fiski-
stofu verði endanlega fluttar innan
átján mánaða. - ssb
Mikil óvissa er uppi um lögmæti þeirrar ákvörðunar að flytja Fiskistofu:
Telur ákvörðunina ólögmæta
FLUTNINGUR Ragnar H. Hall hæsta-
réttarlögmaður segir stjórnvöld ekki
hafa heimild til að færa Fiskistofu til
Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Á SLYSSTAÐ Í vélinni voru flugkennari og nemi í kennslustund. Hvorugur slasaðist
alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÞ
SLYS Flugvél nauðlenti á golfvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd um
fimmleytið í gær og endaði á hvolfi. Tveir voru um borð og slösuðust
ekki alvarlega.
Talið er að flugvélin, sem er kennsluflugvél frá flugskóla Keilis, hafi
misst afl og flugmenn neyðst til að reyna að lenda við golfvöllinn.
Þeir sem voru um borð í flugvélinni þegar hún brotlenti komust sjálf-
ir úr vélinni. Þeir fengu áfallahjálp á slysstað en voru síðar fluttir með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítala. - kak
Kennsluflugvél missti afl og nauðlenti á golfvelli í Vogum:
Flugvélin á hvolfi á golfvellinum
VEÐUR „Vikan öll verður sérlega
vinda- og úrkomusöm,“ segir
Teitur Arason hjá Veðurstofu
Íslands. „Þetta er svona óvenju
leiðinlegt miðað við júlí.“
Veðurstofa gerir ráð fyrir
óvenju öflugri lægð miðað við
árstíma á þriðjudag, sem fer yfir
landið á miðvikudag.
Samkvæmt spá mun fyrripart
vikunnar vera sterk sunnanátt en
gert er ráð fyrir að lægðin fari
til austurs og norðanátt taki yfir
með rigningu fyrir norðan. - bá
Óvenjuleiðinleg veðurspá:
Vindasöm vika
fram undan
UMHVERFISMÁL Alþjóðleg ráð-
stefna um plastúrgang í hafi
verður haldin á vegum Umhverf-
isstofnunar þann 24. september
næstkomandi.
Markmið ráðstefnunnar er að
leggja til aðgerðir sem draga eiga
úr plastúrgangi í hafinu. Mikill
kostnaður getur fallið á útgerðar-
fyrirtæki vegna plasts sem flæk-
ist í veiðarfæri og skrúfur skipa.
Auk þess eru dæmi um að sjávar-
dýr og fuglar gleypi plastið.
Ráðstefnan er styrkt af Nor-
rænu ráðherranefndinni. - ssb
Alþjóðleg ráðstefna í Hörpu:
Plastdrasl í hafi
veldur skaða
NÍGERÍA Fjögur þorp í austurhluta
Nígeríu hafa orðið fyrir árásum
hóps sem talinn er tengjast Boko
Haram, herskáum samtökum
íslamista.
Óstaðfestar fréttir herma að
fjörutíu almennir borgarar hafi
fallið í árásunum og að minnsta
kosti sex uppreisnarmenn. Það er
vefur BBC sem greinir frá þessu.
Þorpin fjögur eru nálægt borg-
inni þar sem 200 skólastúlkur
voru numdar á brott í apríl. Neyð-
arástand ríkir í landinu vegna
ítrekaðra árása hópsins. - ssb
Boko Haram enn öfgafyllri:
Réðust á fjögur
þorp í Nígeríu
SPURNING DAGSINS
Varstu þá búin að syngja
falskan tón allt þitt líf?
Nei, nei, en hinir tónarnir voru bara
plat.
Salka Sól Eyfeld er ung og upprennandi söng-
kona. Hún er meðlimur Reykjavíkurdætra
og söngkona reggíhljómsveitarinnar Amaba
Dama en hún segist hafa fundið sinn sanna
tón í reggítónlistinni.