Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 8
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÝJAR UMBÚÐIR *PLÚS með engifer- og sítrónubragði inniheldur einungis 95 kaloríur. ORKUMÁL Fráfarandi formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð- ar (AFE) sakaði forstjóra Lands- nets um að fara með ósannindi þegar hann sagði sveitarfélögin hafa dregið lappirnar við að koma betri byggðalínu til Eyjafjarðar. „Það er grátlegt þegar fulltrú- ar opinberra einokunarfyrirtækja láta hafa svona eftir sér,“ sagði Oddur Helgi Halldórsson, frá- farandi formaður AFE og bæjar- fulltrúi á Akureyri síðastliðna tvo áratugi, í ræðu á ársfundi AFE á föstudag. Þetta var síðasta embættisverk Odds Helga þar sem hann hætti í bæjarstjórn eftir sveitarstjórn- arkosningarnar í lok maí síðast- liðins. Í ræðu sinni sagði hann að málefni byggðalínunnar hefðu svo sannarlega ekki strandað á sveit- arstjórnum á Eyjafjarðarsvæðinu. Fréttablaðið birti í síðustu viku frétt um að raforkuflutningar til Eyjafjarðar væru í molum. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði þessi mál vera í ákveðinni biðstöðu. Á teikniborð- inu væri um tólf til fimmtán millj- arða framkvæmd af þeirra hálfu til að styrkja orkuflutninga til Eyjafjarðar um nýja Blöndulínu, svokallaða Blöndulínu þrjú. Hins vegar stæði allt fast í skipulags- vinnu þeirra sveitarfélaga sem línan mun fara í gegnum. Þessu er Oddur Helgi ósammála. „Eitt verð ég að koma inn á og mótmæla, það er umfjöllun í fjöl- miðlum um orkuleysi fjarðarins, þar sem Landsnet kennir sveitar- félögunum um. Ég segi hreint út að það er ekki satt að það sé okkur sveitarfélögunum að kenna. Sveit- arfélögin á svæðinu hafa allan tím- ann verið áfram um það að aðstoða landsnet við að leggja þessar línur,“ sagði Oddur í ræðu sinni. Hann sagði Landsnet ekki hafa léð máls á samstarfi við sveitarfé- lögin um lausnir, heldur hafi barið höfðinu við steininn og viljað gera þetta algerlega eftir sínu höfði. „Ég fullyrði, til dæmis hvað viðkemur Akureyrarbæ, að ekki hefur strandað á okkur að finna leið fyrir þá fyrir jarðstreng í gegnum bæjarlandið. Það er grát- legt þegar fulltrúar opinberra ein- okunarfyrirtækja láta hafa svona eftir sér.“ sveinn@frettabladid.is Sakar forsvarsmann Landsnets um lygar Fráfarandi formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fór hörðum orðum um ummæli forstjóra Landsnets um að sveitarfélög hefðu dregið lappirnar. „Sveitar- félög hafa allan tímann verið áfram um að aðstoða Landsnet við að leggja línur.“ BYGGÐALÍNA Raforkuflutning- ar til Eyjafjarðar eru í molum og úrbóta er þörf. NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu á loft tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Eldflaugarnar höfnuðu í hafinu austur af landinu. Stjórnvöld sögðu í síðustu viku að þróun á nýrri gerð eldflauga væri lokið. Heimildarmaður AP-fréttastof- unnar innan hers Suður-Kóreu segir að svo virðist sem flugskeytin hafi verið skammdræg Scud-flug- skeyti, sem voru hönnuð í Sovét- ríkjunum á tímum kalda stríðsins. Stjórnvöld í Norður-Kóreu nota gjarnan heræfingar til að senda alþjóðasamfélaginu skilaboð. Stjórnmálaskýrendur hafa því sett eldflaugaskotin í gær í samhengi við gagnrýni stjórnvalda í Norð- ur-Kóreu á meintar æfingar stór- skotaliðs hers Suður-Kóreu nærri eyjaklasa sem ríkin deila um á haf- svæðinu austur af Kóreuskaga. Aðrir hafa bent á að í vikunni muni Xi Jinping, forseti Kína eina eiginlega bandamanns Norður-Kór- eu, eiga fund með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu. - bj Stjórnvöld í Norður-Kóreu sendu alþjóðasamfélaginu kunnugleg skilaboð: Skutu tveimur eldflaugum á loft SKOT Maður fylgist með sjónvarps- útsendingu frá eldflaugarskotinu í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sveitar- félögin á svæðinu hafa allan tímann verið áfram um það að aðstoða Landsnet við að leggja þessar línur. Oddur Helgi Halldórsson, fráfarandi formaður AFE BYGGING HRUNDI Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Indlandi og freistast verktakar oft til að brjóta byggingar- reglugerðir til að græða meira. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir að tvær stórar byggingar hrundu á Indlandi á laugardag. Tugir eru taldir fastir í rústunum. Fimm stjórnendur verktakafyrirtækis sem reisti aðra bygginguna voru handteknir. Björgunarmenn notuðu logsuðutæki og skóflur til að reyna að bjarga fólki úr rústunum. Talið er að það geti tekið einhverja daga til viðbótar að ná öllum úr rústunum og því líklegt að tala látinna muni hækka á næstu dögum. Talið er að nærri 90 verkamenn hafi verið í kjallara annarrar byggingarinnar. Þeir voru að sækja laun sín á laugardag þegar ellefu hæða byggingin hrundi til grunna. Ástæður þess að hún hrundi eru ekki ljósar. Á fjórða tug manna höfðu í gær verið grafnir út úr rústunum. Fjórir voru þegar látnir og sjö til viðbótar létust af meiðslum sínum eftir komuna á spítala. Fjögurra hæða bygging hrundi fyrr um daginn, og létust ellefu í því slysi, auk þess sem einn er alvarlega slasaður. - bj Óttast er að tugir séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu á Indlandi: Fimm handteknir og 22 látnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.