Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 20

Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 20
FÓLK|HEIMILI 1½ bolli hveiti ½ bolli sykur 2 ½ tsk. lyftiduft 1 klípa af salti ½ bolli mjólk ¼ bolli grænmetisolía 1 egg 2 bollar bláber MULNINGUR SEM FER YFIR KÖKUNA 1/3 bolli hveiti ½ bolli sykur ¾ tsk. kanill ¼ bolli smjör Aðferð: 1. Hitið ofninn í 175 gráður og smyrjið form sem er um það bil 23 sentimetrar á kant. 2. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og salti í skál. Gerið holu í miðjuna og hellið mjólkinni þar í, olíunni og eggjum. Hrærið vel saman. Blandið bláberjunum samanvið og hellið í formið. Í minni skál blandið 1/3 bolla hveiti, ½ bolla sykur og ¾ tsk. af kanil. Myljið smjörið út í og dreifið yfir deigið í forminu. 3. Bakið í ofninum í 30 til 40 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Kælið. BLÁBERJABAKA MEÐ MÁNUDAGSKAFFINU Til að hressa upp á mánudaginn er tilvalið að skella í þessa einföldu og gómsætu köku sem ber einmitt nafnið Mánudagskakan. Rekstrarvörur - vinna með þér RV 03/13 BIOTECH Vistvænar rekstrarvörur Engin ólykt Engar stíflur í klósetti Engar stíflur í frárennslislögnum Án þess að nota BIOTECH Eftir 10 daga með BIOTECH Eftir 30 daga með BIOTECH 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Blómfríður hefur mikinn áhuga á sauðfjárræktun, hártísku, garðyrkju og eldri og heldri munum. Rósótt þykir henni til dæmis ein- staklega lekkert og elegant, því skrautlegra og eldra, því betra. Í skrautleiðöngrum sínum hefur Blómfríður kynnst mörgum skemmtilegum konum sem deila með henni þessum áhugamálum. Í kjölfarið varð Kvenfélagið til, „einfaldlega til að gleðjast, njóta og hafa það huggulegt saman“, eins og þær Kvenfélagskonur komast að orði. Fljótlega kom í ljós að heimili kvennanna voru orðin yfirfull af gersemum, annað heimilisfólk farið að hrasa um gullmolana á ótrúlegustu stöðum og eitthvað varð til bragðs að taka. Þá varð Skrautmunasala Blómfríðar á Ytri-Brennihóli í Glæsibæjar- hreppi hinum forna til. Í Kven- félaginu eru auðvitað lista- og handverkskonur og bjóða þær einnig verk sín til sölu í Skraut- munasölunni. „Aðalverkefnið er þó umfram allt að njóta lífsins og skapa huggulega stemmingu í sveitinni. Bjóða jafnvel upp á lifandi tónlist eða hvaðeina annað sem okkur dettur í hug,“ segja Kvenfélagskonur og brosa blítt. Upplýsingar um opnunartíma, sem eru ekki fastir, má sjá inn á Facebook-síðu Fröken Blómfríðar. LEKKERT OG ELEGANT FALLEGIR MUNIR Blómfríður er sveitakona á óræðum aldri sem elskar lífið og tilveruna. Hún opnaði á dögunum litla skrautmunasölu rétt norðan Akureyrar. KVENFÉLAGSKONUR Kvenfélagskonurnar Áslaug Hildur Harðardóttir og Ásrún Aðal- steinsdóttir reka skrautmunasölu Blómfríðar á Ytri-Brennihóli í Glæsibæjahreppi hinum forna. MYNDIR ÚR EINKASAFNI SKRAUTMUNIR Margt fallegt má finna í skrautmunasölu Blómfríðar. DÝRMÆTT Gullmolarnir leynast víða hjá Blómfríði og Kvenfélagskonunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.