Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 16
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR HELGADÓTTIR lést 14. júní á dvalarheimilinu Grund. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 30. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Helgi B. Thoroddsen Sigrún B. Bergmundsdóttir Bergmundur Bolli og Jóhannes Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEFANÍA INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR lést fimmtudaginn 26. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Páll Bragi Kristjónsson Jórunn Pálsdóttir Þórarinn Stefánsson Þórður Pálsson Kristín Markúsdóttir Rakel Pálsdóttir Óskar Sigurðsson Kristján L. Loðmfjörð Pálsson Tinna Guðmundsdóttir og barnabörn. Sápuóperan Leiðarljós eða „Guiding Light“ er Íslendingum að góðu kunn. Vanessa Chamberlain, Billy Lewis, Reva Shayne og Ross Marler eru þekkt nöfn í hugum margra. Samkvæmt Heims- metabók Guinness er Leiðarljós sú sápuópera sem var lengst í framleiðslu og er lífseigasti dramaþáttur sjónvarps- sögunnar. Leiðarljós gerist í Springfield í Bandaríkjunum. Í þáttunum er fjallað um ástir, hatur, átök og sættir á milli fjölskyldna og vina. Höfundur Leiðarljóss er Irna Phillips og byggði hún þættina á eigin lífsreynslu. Leiðarljós byrjaði sem útvarpsþáttaröð árið 1937 áður en hún færðist yfir í sjón- varpið 30. júní 1952. Titillinn „Guiding Light“ á nafn sitt að rekja til lampa í lesstofu dr. John Ruthledge sem var ein af aðalpersónunum í þáttaröðinni þegar hún hóf göngu sína árið 1937. Leiðarljós var einstaklega vinsæl sápu- ópera og hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum langa ferli. Þættirnir voru á dag- skrá RÚV frá árinu 1995 til 2012 og átti tryggan hóp áhorfenda enda voru sýndir rúmlega 4.200 þættir allt í allt hérlendis. Leiðarljós er sú leikna þáttaröð sem hefur verið sýnd lengst í sjónvarpi í heim- inum, eða í 57 ár, en áhorf fór dvínandi á nýju árþúsundi og árið 2012 var fram- leiðslunni hætt. ÞETTA GERÐIST 30. JÚNÍ 1952 Leiðarljós byrjar í sjónvarpi MERKISATBURÐIR 1232 Antoníus frá Padúa, verndardýrlingur týndra hluta, er tek- inn í heilagra manna tölu. 1564 Stóridómur samþykktur á Alþingi. 1579 Í Bæ á Rauðasandi er mannrán framið er erlendir hval- veiðimenn ræna Eggerti Hannessyni sýslumanni og heimta fyrir hann lausnargjald. 1594 Morðbréfamálið: Fjögur bréf sem hermdu morð upp á Jón Sigmundsson lögmann eru dæmd fölsuð á Alþingi. 1742 Sunnefumál: Hans Wium sýslumaður dæmir systkinin Sun- nefu Jónsdóttur og Jón Jónsson Sunnefubróður til dauða fyrir sifjaspell. 1856 Jerome Napóleon prins, bróðursonur Napóleons Frakka- keisara, kemur til Íslands á herskipi með fylgdarliði. 1862 Eldgos hefst vestan Vatnajökuls og stendur í tvö ár. Eld- stöðin heitir Toppgígar og hraunið sem rann heitir Tröllahraun. 1874 Skólapiltar Lærða skólans mótmæla latneskum stílum með því að halda brennu vestur á Melum. 1910 Laufey Valdi- marsdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að ljúka stúdents- prófi frá Lærða skól- anum í Reykjavík. 1934 Nótt hinna löngu hnífa í Þýska- landi. Blóðugar hreins- anir innan nasista- flokksins. 1968 Kristján Eldjárn er kjörinn forseti Íslands. 1990 Kvennahlaup ÍSÍ haldið í fyrsta sinn og er hlaupið á sex stöð- um. 1994 Kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, er frumsýnd. 2005 Spánn heimil- ar hjónabönd samkyn- hneigðra. „Við köllum þetta Reykjavík Safari, sem er árleg ganga þar sem gengið er um miðbæinn og menningarstofnanir Reykjavíkurborgar kynntar á ýmsum tungumálum,“ segir Bergsveinn Þórs- son, verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, spurður um menningar- gönguna sem fram fer á fimmtudags- kvöldið, 3. júlí. „Við erum að reyna að ná til íbúa höfuðborgarsvæðisins af erlendum uppruna og kynna þeim hvað stendur til boða hjá þessum stofnunum. Við komum við á Listasafni Reykjavík- ur, Landnámssýningunni, göngum um Lækjargötuna og stoppum hjá Stjórn- arráðinu, það er komið við hjá Hörpu og talað um hana. Það er sem sagt bæði verið að segja frá sögulegum húsum og stöðum og svo þessum menningarstofn- unum.“ Gangan skiptist í sex hópa eftir tungumálum og í ár fara kynning- arnar fram á íslensku, ensku, pólsku, arabísku, víetnömsku og frönsku. „Við reynum að breyta því hvaða tungu- mál eru í boði á hverju ári og í ár bjóðum við til dæmis í fyrsta skipti upp á kynningu á arab- ísku,“ segir Bergsveinn. „Gang- an hefst við Grófarhús, aðalsafn Borgarbókasafnsins, Tryggva- götu 15 klukkan 20. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri mun að þessu sinni leiða Reykjavík Safarí af stað. Það leggja sem sagt allir af stað í einu en síðan skiptist hópurinn upp eftir tungumálum og sameinast síðan við Gróf- arhúsið eftir um það bil klukkustund. Þar verð- ur boðið upp á hressingu og skemmtun frá Sirkus Íslands. Fimleikadúett leikur listir sínar og býður þeim sem þora að taka þátt.“ Þetta er sjöunda sumarið sem boðið er upp á göngur af þessu tagi en þær eru hluti af kvöldgöngu- dagskrá menningarstofnana Reykjavíkurborgar undir heitinu Kvöldgöngur. Bergsveinn segir þátttökuna yfirleitt hafa verið góða og almenna ánægju hafa ríkt með framtakið. Að þessari göngu standa Borgarbóka- safn, Listasafn og Borg- arsögusafn Reykjavíkur svo og Reykjavík – Bók- menntaborg UNESCO. fridrikab@frettabladid.is Menningarstofnanir borgarinnar kynntar Menningarlífi ð í miðborginni verður kynnt á íslensku, ensku, pólsku, víetnömsku, arabísku og frönsku í kvöldgöngu sem nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, leiðir. KYNNA MENNINGUNA Meðal þeirra stofnana sem staldrað er við er tónlistarhúsið Harpa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BORGARSTJÓRINN LEIÐIR Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri mun leiða gönguna fyrsta spölinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.