Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 6
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu gömul er reggíhljómsveitin Hjálmar? 2. Hvert á landið stendur til að fl ytja Fiskistofu? 3. Í hvaða tveimur hljómsveitum syngur söngkonan Salka Sól Eyfeld? SVÖR 1. Tíu ára 2. Akureyri 3. Amaba Dama og Reykjavíkurdætur ÍRAK, AP Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borg- inni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætis- ráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirn- ar í Tíkrit hefðu verið skipulagð- ar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stig- inu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernað- arráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri. - bj Hart barist um Tíkrit eftir að íraski stjórnarherinn hóf stórsókn til að ná borginni úr höndum ISIS: Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins FAGNA Íraskir hermenn halda á lofti herteknum fána ISIS um 60 kílómetra norður af Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Viðskiptavinir nokkurra íslenskra fyrirtækja urðu varir við það um helgina að gjaldfært var á greiðslukort þeirra vegna greiðslna sem tókust ekki. Um er að ræða greiðslur sem framkvæmdar voru á stuttu tíma- bili síðastliðinn laugardag. Meðal annars kom þetta niður á viðskipta- vinum Atlantsolíu, sem auglýst hafði sérstakt tilboð þennan dag. „Það komu upp truflanir í sam- skiptum milli aðila sem sjá um að þjónusta dælulykil Atlantsolíu og annarra sambærilegra aðila,“ segir Kristinn Wium, rekstr- arstjóri hjá fyrirtækinu Point, sem veitir þjónustu með posa og greiðslusöfnun. Hann segir að enn liggi ekki alveg ljóst fyrir hvað hafi gerst. „Þetta var tíu mínútna tímabil þar sem truflanir voru í heimilda- gjöfinni hvað þessa lykla varðar. Það er verið vinna í að greina hvað kom upp.“ Kristinn getur ekki sagt að svo stöddu hvaða fleiri fyrirtæki truflunin hafði áhrif á, né hversu marga viðskiptavini. Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri Atlantsolíu, segir að leitast verði við að koma til móts við þá viðskiptavini sem fengu ekki rétt- an afslátt vegna truflunarinnar. - bá Notendur dælulykla og greiðslukorta lentu í vandræðum um helgina: Óvart rukkaðir vegna truflana TÓKU BENSÍN Truflunin kom meðal annars niður á notendum dælulykils Atlantsolíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Öfgaflokkar frá Dan- mörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evr- ópskra íhaldsmanna og umbóta- sinna (AECR), samtaka sem Sjálf- stæðisflokkurinn er meðal annars aðili að. AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálf- stæðismenn hafa átt aðild að sam- tökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður aðild að EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópu- þingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mik- illi gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópu- pólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálf- stæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgang- ast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópu- þinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“ bjarkia@frettabladid.is Öfgaflokkar í félagi með Sjálfstæðisflokki Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að evrópskum samtökum íhaldsmanna. Þingflokkur samtakanna á Evrópuþinginu starfar nú með umdeildum þjóðernisflokkum en Ragnheiður Elín Árnadóttir segir sjálfstæðismenn engu ráða um samstarfið. Á EVRÓPU- ÞINGINU Þingflokkur AECR hefur mátt sæta gagnrýni fyrir samstarf sitt og þjóðernis- flokka frá Danmörku og Finnlandi. NORDICPHOTOS/AFP Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða. Ragnheiður Elín Árnadóttir, einn þriggja varaforseta AECR PAKISTAN, AP Foreldrar sautján ára stúlku sem giftist án leyfis þeirra myrtu dóttur sína og eig- inmann hennar á föstudagskvöld í Punjab-héraði í austurhluta Pak- istan. Muafia Bibi og eiginmaður hennar, hinn þrítugi Sajjad Ahmed, voru myrt í þorpinu Satrah síðastliðinn föstudag. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að foreldrar stúlkunnar, tveir frændur hennar og afi hafi ráðist að hjónunum og myrt þau. Þau voru myrt með kjöthníf. Meintir árásarmenn eru nú allir í haldi lögreglu. Asghar Ali, lögreglustjórinn á svæðinu, segir að hjónin hafi gengið í það heilaga 19. júní og að fjölskyldan hafi lokkað þau heim með því að segjast sátt við ráða- haginn. - bþ Giftust án samþykkis: Voru myrt af fjölskyldunni ÚKRAÍNA, AP Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, freistaði þess í gær að ná friðsamlegri lausn á átökum við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins með símafundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gær. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, og Francois Hollande, for- seti Frakklands, tóku einnig þátt í símafundinum, sem stóð í tvær klukkustundir. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa krafið Rússa og aðskilnaðar- sinna um aðgerðir til að tryggja frið í Úkraínu, og hafa hótað frekari refsiaðgerðum verði ekki brugðist við. Í yfirlýsingu frá Hollande um fundinn sagði að þar hefðu Rúss- ar og Úkraínumenn verið hvattir til að vinna að því sameiginlega að uppfylla skilyrði ESB. - bj ESB hótar harðari aðgerðum: Ræddu frið á símafundi VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.