Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 38
FÓLK|HEIMILI ■ GÓÐ RÁÐ Er rafmagnsreikningurinn hár? Það er hægt að draga úr notk- un heimilisins á rafmagni með smá forsjálni. Ef þú sýður vatn í katli tekur það mun styttri tíma en að hita vatn í potti. Þess vegna er sparn- aður í því að sjóða vatnið í katlinum, til dæmis fyrir pasta, og hella því síðan yfir í pott. Sama má gera þegar egg eða grænmeti er soðið. Stór sjónvörp eyða meira rafmagni en þau minni. Ekki hafa kveikt á sjónvarpinu ef enginn er að horfa. Ekki er nóg að slökkva bara á fjarstýring- unni. Skiptu yfir í sparperur, það lækkar rafmagnsreikning- inn. Það er ódýrara að hengja þvottinn á snúru, inni eða úti, en að nota þurrkara. Einnig ætti alltaf að fylla þvottavélina og nota sparnaðarhnappinn. Sama á við um uppþvottavél- ina. Ýmislegt má gera til að spara rafmagn. Hægt er að slökkva á smáforritum í snjallsímum og stilla símann á þráðlaust net svo ekki þurfi að hlaða hann daglega. RAFMAGNIÐ SPARAÐ ● HÖNNUN Stóll úr smiðju Charles Pollock, 657 Sling-back Lounge, hefur verið endurframleiddur. Er það gert til að heiðra minningu hönnuðarins sem lést í elds- voða í New York á síðasta ári, 83 ára að aldri. Pollock hannaði stólinn árið 1960 og var hann framleiddur af Knoll á árunum 1964 til 1979. Stóllinn er með krómaða stálfætur sem tengjast álörm- um sem málaðir eru svartir. Sætið er úr leðri. Hugmyndin að stólnum vaknaði þegar Pollock var að prófa sig áfram í að búa til húsgögn úr pípulögnum sem hann fann í yfirgefnum kjallara. Hann mætti með þessar frum- gerðir á skrifstofu Knoll án þess að panta tíma. Heppnin var með honum og úr varð afar farsælt samstarf Pollock og Knoll. Meðal annars framleiddi Knoll „Executive chair“, skrif- borðsstólinn sem þykir endur- spegla skrifstofumenningu frá miðri tuttugustu öld. ENDURGERA STÓL EFTIR POLLOCK AFSLÁTTUR RAFTÆKJAÚRVAL 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. friform.is ELDAVÉLAR OFNAR HELLUBORÐ VIFTUR & HÁFAR UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPAR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. 25% AFSLÁT TUR AF ÖLL UM ELDHÚS INNRÉTTING UM ÚT JÚLÍ 25 ■ SNIÐUGT Margir hversdagslegir hlutir sem finnast innan veggja heimilisins hafa skýrt og afmarkað hlutverk. Þeir geta hins vegar leynt á sér. Hugmyndaríkt fólk hefur eflaust sjálft fundið margar nýjar leiðir til að nota hlutina sem við notum daglega í ákveðin verk. Fyrir okkur hin eru hér örfáar hugmyndir til að nota hluti á nýjan máta. Pillubox fyrir eyrnalokkana. Auðvelt er að finna eyrnalokka þegar búið er að para þá niður í hólfin í boxinu. Sleikjó sem drykkjarhræra. Segir sig sjálft. Gefur drykknum lit og bragð auk þess að blanda hann. Gulir minnismiðar sem lyklaborðshreinsari. Notið límhliðina á minnismiðanum (post-it) til að komast á milli takkanna á lyklaborðinu. Þannig festist mylsna og ló á miðanum og auðvelt er að ná henni burt. EYRNALOKKAR Í PILLUBOX Venjulega hluti má nota á óvenjulegan máta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.