Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 30.06.2014, Qupperneq 38
FÓLK|HEIMILI ■ GÓÐ RÁÐ Er rafmagnsreikningurinn hár? Það er hægt að draga úr notk- un heimilisins á rafmagni með smá forsjálni. Ef þú sýður vatn í katli tekur það mun styttri tíma en að hita vatn í potti. Þess vegna er sparn- aður í því að sjóða vatnið í katlinum, til dæmis fyrir pasta, og hella því síðan yfir í pott. Sama má gera þegar egg eða grænmeti er soðið. Stór sjónvörp eyða meira rafmagni en þau minni. Ekki hafa kveikt á sjónvarpinu ef enginn er að horfa. Ekki er nóg að slökkva bara á fjarstýring- unni. Skiptu yfir í sparperur, það lækkar rafmagnsreikning- inn. Það er ódýrara að hengja þvottinn á snúru, inni eða úti, en að nota þurrkara. Einnig ætti alltaf að fylla þvottavélina og nota sparnaðarhnappinn. Sama á við um uppþvottavél- ina. Ýmislegt má gera til að spara rafmagn. Hægt er að slökkva á smáforritum í snjallsímum og stilla símann á þráðlaust net svo ekki þurfi að hlaða hann daglega. RAFMAGNIÐ SPARAÐ ● HÖNNUN Stóll úr smiðju Charles Pollock, 657 Sling-back Lounge, hefur verið endurframleiddur. Er það gert til að heiðra minningu hönnuðarins sem lést í elds- voða í New York á síðasta ári, 83 ára að aldri. Pollock hannaði stólinn árið 1960 og var hann framleiddur af Knoll á árunum 1964 til 1979. Stóllinn er með krómaða stálfætur sem tengjast álörm- um sem málaðir eru svartir. Sætið er úr leðri. Hugmyndin að stólnum vaknaði þegar Pollock var að prófa sig áfram í að búa til húsgögn úr pípulögnum sem hann fann í yfirgefnum kjallara. Hann mætti með þessar frum- gerðir á skrifstofu Knoll án þess að panta tíma. Heppnin var með honum og úr varð afar farsælt samstarf Pollock og Knoll. Meðal annars framleiddi Knoll „Executive chair“, skrif- borðsstólinn sem þykir endur- spegla skrifstofumenningu frá miðri tuttugustu öld. ENDURGERA STÓL EFTIR POLLOCK AFSLÁTTUR RAFTÆKJAÚRVAL 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. friform.is ELDAVÉLAR OFNAR HELLUBORÐ VIFTUR & HÁFAR UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPAR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. 25% AFSLÁT TUR AF ÖLL UM ELDHÚS INNRÉTTING UM ÚT JÚLÍ 25 ■ SNIÐUGT Margir hversdagslegir hlutir sem finnast innan veggja heimilisins hafa skýrt og afmarkað hlutverk. Þeir geta hins vegar leynt á sér. Hugmyndaríkt fólk hefur eflaust sjálft fundið margar nýjar leiðir til að nota hlutina sem við notum daglega í ákveðin verk. Fyrir okkur hin eru hér örfáar hugmyndir til að nota hluti á nýjan máta. Pillubox fyrir eyrnalokkana. Auðvelt er að finna eyrnalokka þegar búið er að para þá niður í hólfin í boxinu. Sleikjó sem drykkjarhræra. Segir sig sjálft. Gefur drykknum lit og bragð auk þess að blanda hann. Gulir minnismiðar sem lyklaborðshreinsari. Notið límhliðina á minnismiðanum (post-it) til að komast á milli takkanna á lyklaborðinu. Þannig festist mylsna og ló á miðanum og auðvelt er að ná henni burt. EYRNALOKKAR Í PILLUBOX Venjulega hluti má nota á óvenjulegan máta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.