Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.06.2014, Blaðsíða 46
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 ÁVAXTASKOT SEM HITTIR Í MARK Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleika- ferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjö- unda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmti- staðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljóm- sveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóð- færum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýska- lands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breið- skífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádrama- tískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassa- leikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evr- ópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægur- tónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Sound- cloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum. fridrikab@frettabladid.is Dramatík og ást með Bollywood-ívafi Nýtt lag frá kammerpoppsveitinni Útidúr kemur út á næstu dögum og um svipað leyti leggur hljómsveitin í átta tónleika tónleikaferð um Þýskaland. ÚTIDÚR Í DAG „Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. MYND/ ÚR EINKASAFNIFjórðu tónleikarnir á tónlistar- hátíðinni Þriðjudagskvöld í Þing- vallakirkju verða haldnir í kirkj- unni annað kvöld. Þá munu hjónin Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari og Ármann Helgason klarín- ettuleikari töfra fram tóna úr hljóðfærum sínum út í sumarnótt- ina í þjóðgarðinum. Þau munu leika tónlist allt frá barokkdönsum til frumsaminna verka sem samin voru fyrir flytj- endur kvöldsins af þeim Björgu Brjánsdóttur og Elínu Gunnlaugs- dóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er ókeypis inn. Gestir eru að venju beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá eða á Valhall- arreit og ganga til kirkju. - fsb Flauta og klarínetta í Þingvallakirkju Hallfríður Ólafsdóttir og Ármann Helgason leika á Þriðjudagskvöldi í Þingvallakirkju annað kvöld. FLAUTULEIKARINN Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautuna sína á Þingvöllum annað kvöld. með henni leikur eiginmaður hennar, Ármann Helgason klarínettu- leikari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.