Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 36
KYNNING − AUGLÝSINGBílrúður MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 20144
Við leggjum mesta áherslu á framrúðuviðgerðir. Við sjáum líka um framrúðu-
skipti en aðaláherslan er lögð á
viðgerðirnar,“ segir Sigurður Ei-
ríksson, eigandi Glerpró. Hjá fyrir-
tækinu starfa menn með mikla
reynslu en Sigurður sjálfur hóf
störf við framrúðuviðgerðir árið
1994. „Þá var ég bara einn í þessu.
Ég hóf störf á Sauðárkróki og var
þar þangað til fyrir fjórum árum
þegar við fluttum í bæinn.“
Fyrirtækið er nú staðsett á
Hyrjar höfða 2 .
Viðgerð á kostnað trygginga
Sigurður segir almenning ekki
átta sig á hversu mikinn hluta af
rúðuskemmdum sé hægt að gera
við. „Það má segja að það sé hægt
að gera við bróðurpart af skemmd-
um sem koma í rúður. Þótt það
komi steinn í rúðuna sem myndar
smásprungu þá er í flestum tilfell-
um hægt að laga það,“ segir hann
og bætir við að viðgerðin sé bíl-
eigandanum að kostnaðarlausu.
„Þetta er alfarið í boði trygginga-
félaganna. Það er annað sem al-
menningur veit oft ekki heldur
og margir bíða því með að koma
með bílinn í viðgerð þar til rúðan
springur, en þá þarf að skipta um
rúðu.“
Best að koma strax
Sigurður segir því best að koma
sem fyrst með bílinn í viðgerð ef
sprunga kemur í rúðuna. Hann
bætir þó við að vel sé hægt að gera
við eldri sprungur. „Það er betra
að fá þetta sem fyrst en við getum
alveg gert við gamlar skemmdir
líka. Þá er hins vegar hætta á að
það hafi komist vatn eða óhrein-
indi í skemmdina og því náum
við aldrei alveg úr.“ Hann ítrek-
ar að best sé að viðgerðin eigi sér
stað áður en nokkur raki kemst
í sprunguna. Í rúðunum er tvö-
falt gler og á milli glerjanna ör-
yggisfilma. Komist raki í hana
getur hún gránað og þá verður
grár blettur eftir í rúðunni. „Slíkt
næst ekki úr, það er komið til að
vera.“ Hægt er að setja svokallað-
an rúðuplástur á skemmdina til
að hindra að vatn og óhreinindi
komist í hana. Einnig þola rúðu-
skemmdir illa hitabreytingar og
algengt er að rúðan springi út frá
skemmdinni.
Glerpró þjónustar bíla af öllum
stærðum og gerðum en helstu
viðfangsefnin eru rútur og stór-
ir bílar. Sigurður telur aðalástæð-
una fyrir því vera að hinn almenni
bíleigandi gerir sér oft ekki grein
fyrir annars vegar að hægt sé að
gera við skemmdir í rúðum og
hins vegar að það kosti hann ekki
neitt.
Mikilvægt er að engar skemmd-
ir séu í sjónlínu ökumanns og oft
þarf að skipta út rúðunni ef slík er
raunin. Sigurður segir það þó ekki
algilt. „Það fer eftir eðli skemmd-
arinnar. Sumar skemmdir eru
þess eðlis að þær hverfa algjör-
lega eftir viðgerðina.“
Hröð þjónusta
Sigurður segir framrúðuviðgerð-
ir vandaverk en Glerpró leggur
metnað í að vinna hratt og örugg-
lega. „Yfirleitt erum við ekki leng-
ur en klukkutíma frá því að bíllinn
kemur inn til okkar og þangað til
hann er tilbúinn. Eigandinn getur
jafnvel bara sest inn og fengið sér
kaffi hjá okkur á meðan,“ segir
Sigurður brosandi.
Á heimasíðu Glerpró, glerpro.
is, er pöntunarkerfi fyrir bílrúðu-
viðgerðir. Þar er tengill þar sem
fólk skráir bílnúmer og símanúm-
er og í framhaldi hefur fyrir tækið
samband við viðkomandi. Einn-
ig er hægt að hringja og panta
tíma í síma 776 8600 eða hafa
samband með tölvupósti á póst-
fangið glerpro@gmail.com. „Svo
getur fólk einfaldlega rennt við
hjá okkur. Yfirleitt getum við farið
strax í verkið,“ segir Sigurður og
hvetur fólk til að líta við á Hyrjar-
höfða 2.
Hægt að gera við flestar skemmdir
Glerpró ehf. er ungt fyrirtæki byggt á gömlum grunni, sem hefur sérhæft sig í framrúðu- og bílljósaviðgerðum frá árinu 1994. Sigurður
Eiríksson, eigandi fyrirtækisins, segir almenning ekki gera sér grein fyrir hve stóran hluta af rúðuskemmdum sé hægt að gera við.
Komist raki í rúðuskemmdina er hætta
á að grár blettur myndist í rúðunni
sem ómögulegt er að ná úr. Best er
því að koma með bílinn í viðgerð sem
fyrst. Sérstakan rúðuplástur má líma á
skemmdina til að verja fyrir raka í milli-
tíðinni.
Rúðuviðgerðir eru vandasamt verk en starfsmenn Glerpró einsetja sér að vinna bæði
hratt og vel.
„Margir bíða með að koma með bílinn í viðgerð þar til rúðan springur en þá þarf að skipta um rúðu,“ segir Sigurður Eiríksson, eigandi Glerpró. MYNDIR/GVA