Fréttablaðið - 04.07.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 04.07.2014, Síða 4
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 TRÚMÁL Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar mun funda á morgun um kröfu íbúa í Seljahverfi um að fram fari prestkosningar. Staðan hefur tvisv- ar verið auglýst. Í fyrra skiptið rann frestur til að sækja um út þann 15. apríl síðastliðinn. Val- nefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipa ætti Ólaf Jóhann Borgþórsson, prest í Seljakirkju, í embættið. „Eftir að fyrra ferlinu lauk var niðurstaða valnefndar á þá leið að biskup ákvað að aug- lýsa aftur. Það er þrennt í stöðunni sem biskup getur gert. Að staðfesta niðurstöðu valnefndar, framlengja umsóknarfrest eða auglýsa embætt- ið að nýju,“ segir Þorvaldur Víðisson biskups- ritari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ástæða ákvörðunar biskups sú að í hópi umsækjenda var kona sem gegnt hefur prests- embætti á Akureyri um árabil. Agnes M. Sig- urðardóttir, biskup Íslands, hafi því óttast að ráðning Ólafs Jóhanns í stöðu sóknarprests yrði kærð á grundvelli jafnréttislaga. Sóknarbörn í Seljakirkju vildu ekki una við þessa niðurstöðu. Því var fundað um málið og ákveðið að krafist yrði almennra prestkosninga. Umsóknarfrestur eftir að auglýst var í seinna skiptið rann út fyrsta júlí. Ráðgert er að birta nöfn umsækjenda í dag. „Stjórnin mun fara yfir stöðu með tilliti til starfsreglna sem varða val á prestum,“ segir Hjördís Stefánsdóttir, formað- ur kjörstjórnar. - jhh Biskup Íslands ákvað að hunsa tillögu valnefndar og auglýsa starf sóknarprests Seljakirkju að nýju: Kjörstjórn ræðir kröfu sóknarbarnanna AUGLÝSTI AFTUR Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, féllst ekki á niðurstöðu valnefndar. Tekið skal fram að mynd af kennara og nemendum sem birtist með frétt um undirbúning íslenskra kennara í Fréttablaðinu í gær tengist ekki með nokkrum hætti efni fréttarinnar. ÁRÉTTING 90.000 hillumetrar af skjölum voru varðveittir á Þjóðskjalasafni árið 2013. Skjalamagnið í safninu hefur átt- faldast frá um 1980. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá GÓÐUR REGNGALLI OG HEITT KAKÓ verður staðalbúnaður helgarinnar. Allhvass vindur V-til en lægir síðdegis á morgun. Talsverð úrkoma N-lands á morgun en dregur úr á sunnudag, þurrt að mestu SV-lands. Hiti 6 -15 stig, svalast fyrir norðan. 6° 10 m/s 9° 11 m/s 12° 11 m/s 11° 5 m/s 8-18 m/s V-til, annars hægari Víða 5-10 m/s Gildistími korta er um hádegi 24° 32° 21° 25° 20° 21° 29° 23° 23° 25° 26° 30° 31° 28° 24° 29° 25° 29° 13° 4 m/s 12° 6 m/s 12° 5 m/s 8° 7 m/s 9° 4 m/s 10° 9 m/s 6° 9 m/s 10° 11° 6° 7° 12° 12° 10° 11° 9° 9° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN Skógarhlíð 18 • S ími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir v u ar a um p re m vi l nt vi llu r. lu H ei m sf er ði fe r r á sk ilj a rrér r sé r r ét t t ét il le ét ið ré t g a tin g a tin g á á tttttttttstttstststtttttststststsss ey s ey s ey sysey s ey s ey sysysysysyyyyyyyyyeyyeyeyeyeyeyeyeyeee án f án fnnánáááááááá rir virv yr irv yr irvrv ar a.ra .. ar ara slsls á s á . . . ku .u..uukukuík ukí A th . th .h.h. . th A th . h. h. A th .h.h.hthhhhhthhhhhhhhthhthhtht A t AA veeve ð veveve að v eeeeeveveve að vvvvvvvvð v ð vvvv ð v að vð v ð v ð v ð v ð v ð vvv að vvð v að vvð ð ð ððaððððððaaaaaaaaaaaaa rð g e rð g e rð g e rð g e g eeeee rð g e rð g e g eeeeeee ð g e rð g e ð g eeeeee g e g eeee g e g e g eee g eee g e g e g e g eee g e g e g e g e g e g e g e g e gggggggggggggg ð rð rð rð ððððððððrðð bbbbrbur bbb ur bbbb tu r bur bbbbrur r r urrrtu ruruuuutuututututtutututututtttttttttttttttttttt rereerereereerereerrrr Frá kr. 135.900 með allt innifalið 17. júlí í 11 nætur Griego Mar Kr. 135.900 - með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi kr. 154.900. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Griego Mar. Önnur gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Costa del Sol MENNTAMÁL Á árunum 2009-2012 voru sjötíu prósent grunnskóla- kennara aldrei metin af skólayfir- völdum. Námsmatsstofnun sinnir ytra mati fyrir mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið og eru sex skólar metnir árlega af um 200 grunnskólum landsins. Í langflest- um tilfellum eru skólarnir metnir eftir að skólastjórnendurnir hafa sjálfir sóst eftir því. Þetta kemur fram í megind- legri rannsókn Arnars Ævars- sonar sem hann lagði fyrir 225 kennara í 77 grunnskólum. Rann- sóknin var lokaverkefni í námi hans í skilvirkni og stefnumótun í kennslufræði. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar ríma við TAL- IS-rannsóknina sem Fréttablað- ið fjallaði um í gær, að sjaldgæft sé að starfsmat sé framkvæmt í íslenskum skólum. Enn fremur kemur fram í rannsókn Arnars að ytra eftirlit menntayfirvalda sé í lágmarki. „Ytra mat á Íslandi er á mjög lágu stigi. Mjög fáir skólar eru metnir og eftirfylgnin er lítil. Þetta er hálfgerð sýndarmennska enda óska skólastjórnendur eftir því sjálfir að vera metnir, sem er undarlegt fyrirkomulag þegar um eftirlit er að ræða. Þeir taka til og bjóða svo yfirvöldum í heimsókn. Það þarf mikið að ganga á í skól- unum til að úttekt sé framkvæmd að frumkvæði menntamálayfir- valda,“ segir Arnar. Í rannsókn Arnars kemur skýrt fram að kennararnir vilja meira mat og eftirlit með starfi sínu, bæði innan skólans og af skólayf- irvöldum. „Eftirlit bætir fagmennsku og kennarar vilja gera sitt besta. Þeir vilja fá ábendingar um hvað þeir geti gert betur og fá staðfestingu á því sem þeir eru að gera vel. Einn- ig er betra ytra eftirlit með skól- unum ákveðið aðhald fyrir skóla- stjórnendur.“ Arnar bætir við að kennarar geti upplifað skort á mati og eft- irliti sem ákveðið áhugaleysi yfir- valda. „En þetta er ekki endilega áhugaleysi heldur jafnvel ótti við umræðuna um skólamál eins og sést á umræðunni um Pisa. Það má ekkert ræða skilvirkni, þá fer skólaumhverfið á afturfæturna.“ Reykjavík er eina sveitarfé- lagið sem er með reglulegt ytra mat á eigin vegum og er þar til fyrirmyndar að mati Arnars. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru einungis metnir af Náms- matsstofnun. erlabjorg@frettabladid.is Eftirlit með starfi grunnskóla er lítið Á þriggja ára tímabili höfðu sjötíu prósent kennara aldrei verið metin af skólayfir- völdum. Samkvæmt megindlegri rannsókn óska kennarar eftir auknu eftirliti til að bæta fagmennsku. Yfirleitt óska skólastjórnendur eftir mati þegar þeim hentar. GRUNNSKÓLI Reykjavík er eina sveitarfélagið sem er með reglulegt ytra mat á eigin vegum. Önnur sveitarfélög reiða sig einungis á Námsmatsstofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta er hálfgerð sýndar- mennska enda óska skóla- stjórnendur eftir því sjálfir að vera metnir, sem er undarlegt fyrirkomulag þegar um eftirlit er að ræða. Arnar Ævarsson, sérfræðingur í skilvirkni og stefnumótun í kennslufræði. KJARAMÁL Samninganefnd flug- virkja sem starfa hjá Icelandair fundaði í fjórða sinn hjá Ríkis- sáttasemjara í gær en lítið miðar í kjaradeilu þeirra. Flugvirkjarnir boðuðu verk- fallsaðgerðir í byrjun júní en því var frestað þegar útlit var fyrir að lög yrðu sett á verkfallið. Samkvæmt heimildum frétta- stofu á að boða til félagsfundar í röðum flugvirkja á mánudag þar sem farið verður fram á endur- nýjun verkfallsheimildar. - bl / nej Munu boða til félagsfundar: Lítið miðar í deilu flugvirkja ÚR SKORÐUM Fari flugvirkjar Ice- landair í verkfall má búast við röskun á flugi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVÍÞJÓÐ Réttarhöldin yfir stofn- anda Wikileaks, Julian Assange, hefjast í Svíþjóð í þarnæstu viku. Assange er ákærður fyrir kyn- ferðisbrot gegn tveimur konum sem eiga að hafa átt sér stað árið 2010. Sænsk yfirvöld hafa neitað verjendum hans um aðgang að smáskilaboðum frá konunum tveimur sem verjendurnir segja að geti sannað sakleysi Assange. Assange dvelur nú í sendiráði Ekvadors í Bretlandi - ssb Réttarhöldin hefjast 16. júlí: Assange fyrir dóm í Svíþjóð STJÓRNSÝSLA Margar umsagnir og ábendingar vegna nýrra emb- ætta sýslumanna og lögreglu- stjóra hafa borist innanríkis- ráðuneytinu og hefur því verið ákveðið að framlengja frestinn til 14. júlí. Á vorþingi var samþykkt, eins og kunnugt er, að fækka embætt- um sýslumanna úr 24 í níu og lög- regluumdæmum úr 15 í níu. Umræðuskjöl um umdæma- mörk og starfsstöðvar nýrra embætta voru birt 4. júní en þau fela ekki í sér endanlega ákvörð- un ráðherra. - nej Umdæmamörk sýslumanna: Enn hægt að senda umsagnir ÖFLUG ÞJÓNUSTA Markmið breyting- anna er að tryggja öfluga þjónustu fyrir íbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEYTENDAMÁL Matvælafyrir- tækið Matfugl hefur innkallað kjúkling vegna gruns um salmon- ellusmit. Kjúklingurinn hefur pökkunar- dagsetningarnar 27. júní og 30. júní. Ekki hefur vaknað grunur um salmonellu hjá Matfugli síðan í nóvember árið 2011. Salmonella er bakteríusýking sem finna má í ýmiss konar mat- vöru. Einkenni salmonellu eru magaveiki og hiti sem yfirleitt gengur yfir á fjórum til fimm dögum. - ssb Innkalla kjúkling frá Matfugli: Grunur um salmonellusmit

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.