Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 12
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
ÍSRAEL, AP Hundruð félagsmanna Hamas-sam-
takanna hafa verið handtekin á Vesturbakk-
anum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða
þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks
drengs, sem fullyrt er að hafi verið myrtur til
að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja, var
frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið.
Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu
daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum
og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði
Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist
af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum.
Ísraelski herinn hefur svarað með loftárás-
um og hafa í það minnsta tíu særst í þeim.
Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lög-
reglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Pal-
estínumenn hentu steinum í lögreglu, sem
svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og
táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínu-
manna særðust í átökunum.
Foreldrar Mohammeds Abu Khdeir, sex-
tán ára palestínsks drengs sem var numinn á
brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og
illa brunninn í skógi, halda því fram að hann
hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum.
Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-
samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísra-
elsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn
Hamas.
Ísraelski herinn flutti í gær hermenn og
skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður
hersins sagði að tilgangurinn væri að verja
Ísrael, en bætti því við að herinn væri tilbú-
inn að bregðast við frekari árásum Palest-
ínumanna.
Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram
að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk
að bera kennsl á lík hans þar sem það var
illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði
í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna
fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort
ástæðan tengdist þjóðerni drengsins eða
hvort um annars konar glæp hefði verið að
ræða.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra
Ísraels, sagðist í gær krefjast þess að rétt-
lætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu
„ámælisverða morðmáli“.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í
gær að það væri augljóst að öfgafullir ísra-
elskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir.
Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu
færðir fyrir dóm. brjann@frettabladid.is
Mikil spenna vegna morðs
á palestínskum unglingi
Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa
mótmælt á götum úti og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu.
SKEMMDIR Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert
manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er. NORDICPHOTOS/AFP
Í RÚST Palestínskur maður virðir fyrir sér skaðann sem loftárás Ísraelshers olli í Gasa-borg. Tíu Palestínumenn særðust
í loftárásunum, sem voru svar Ísraelshers við eldflauga- og sprengjuvörpuskotum Palestínumanna. NORDICPHOTOS/AFP
VEIÐI Æskilegt væri að Veiðifélag
Þingvallavatns setti svipaðar regl-
ur um veiði á urriða í öllu Þing-
vallavatni og gilda fyrir þjóðgarð-
inn, segir Sigurður Ingi Jóhannsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra, í
svari við fyrirspurn Össurar Skarp-
héðinssonar, þingmanns Samfylk-
ingarinnar, á Alþingi.
Samkvæmt reglum þjóðgarðsins
verða veiðimenn að sleppa öllum
urriða á tímabilinu 20. apríl til 1.
júní. Þá mega þeir aðeins veiða með
flugu og aldrei af báti.
Össur fagnar því að ráðherrann
vilji vernda stofninn. „Veikleikinn í
svarinu er hins vegar að ráðherrann
segir svart á hvítu að Veiðimála-
stofnun viti ekki nægilega mikið um
stofninn. Þá tel ég svartalágmark að
stjórnvöld beiti sér fyrir strangari
reglum, sem ættu meðal annars að
skylda stangveiðimenn til að sleppa
öllum stórurriða þangað til það mat
liggur fyrir. Urriðinn á að njóta vaf-
ans,“ segir Össur.
Hann segir það mat sérfræðinga
að hrygningarstofn hins svokallaða
ísaldarurriða sé hugsanlega undir
1.500 fiskum. „Það þarf ekki mikla
ofstopaveiði til að höggva stór skörð
í svo lítinn stofn fari menn ekki
ofurvarlega.“
Össur bendir á að ásókn í urr-
iðann sé að aukast. „Menn eru að
byrja að markaðssetja stórurriðann
erlendis og fiskisagan spyrst, enda
hvergi í heiminum hægt að veiða
jafn stóra urriða og hér á Íslandi,
þar sem menn hafa í vor verið að
veiða fiska sem líklega losa 30 pund
miðað við lengdarmælingar.“ - bj
Össur Skarphéðinsson vill að reglur um urriða í Þingvallavatni verði hertar:
Urriðinn fái að njóta vafans
22 PUND Össur Skarphéðinsson er sér-
fróður um ísaldarurriðann í Þingvalla-
vatni, og sést hér með 22 punda urriða
sem hann veiddi í Öxará.
STJÓRNSÝSLA Á 139. löggjafarþingi
var flutt tillaga til þingsályktun-
ar um flutning Landhelgisgæsl-
unnar til Reykjanesbæjar. Flutn-
ingsmenn tillögunnar voru allir
þingmenn Suðurkjördæmis. Þrír
núverandi ráðherrar voru flutn-
ingsmenn tillögunnar; Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, Sigurður Ingi
Jóhannsson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, og Eygló
Harðardóttir, félags- og húsnæð-
ismálaráðherra.
Að mati flutningsmanna fylgdu
fjölmargir kostir því að flytja starf-
semi Landhelgisgæslunnar á Suð-
urnesin. Atvinnuástand væri ekki
gott á svæðinu sem og að heppileg
aðstaða væri fyrir starfsemi stofn-
unarinnar, bæði húsnæði, flug-
brautir og góð hafnaraðstaða gerði
það að verkum að svæðið væri afar
vel í stakk búið til að taka á móti
stofnun sem þessari.
„Þá skiptir máli að á Suður-
nesjum fengi Landhelgisgæslan
aðstöðu til að sameina alla sína
starfsemi og koma sér fyrir til
framtíðar á einum stað. Nú er
stofnunin með starfsemina dreifða
í leiguhúsnæði á mörgum stöðum.
Aðstaða fyrir alla starfsemi gæsl-
unnar getur verið í byggingum
á varnarsvæðinu og þar er land-
svæði sem hægt er að laga að þörf-
um stofnunarinnar,“ segir í þings-
ályktunartillögunni.
Á þeim tíma var gerð athugun á
því hvort rekstrarkostnaður gæsl-
unnar myndi aukast við það að
flytja hana til Suðurnesja. Óháð
fyrirtæki var fengið til starfans
og kom í ljós að rekstrarkostnað-
ur Landhelgisgæslunnar myndi
aukast um nærri 700 milljónir
króna ef staðsetning gæslunnar
væri á Keflavíkurflugvelli. - sa
Þingmenn Suðurkjördæmis fluttu tillögu á síðasta kjörtímabili um flutning Landhelgisgæslunnar:
Ráðherrar vildu flytja Landhelgisgæsluna
SAMGÖNGUR Flutningaskipið UTA
liggur enn í höfn á Reyðarfirði en
sýslumaður kyrrsetti það þann
18. júní síðastliðinn vegna óupp-
gerðra krafna eiganda þess. Sam-
kvæmt upplýsingum frá bæjar-
yfirvöldum í Fjarðabyggð er
skipið í eigu fyrirtækisins MS
„Jop“ Schiffahrtsgesellschaft
mbH. & Co. Reederei KG sem er
með höfuðstöðvar sínar í Þýska-
landi en umboðsaðili leigutaka var
Thor Shipping.
Skipið átti að flytja 7.000 tonn af
áli frá Alcoa Fjarðaáli til Evrópu
en sá farmur er farinn þótt frakt-
skipið fari hvergi að sinni. Að sögn
sýslumannsins á Eskifirði er verið
að vinna að lausn málsins.
- jse
Skip enn í óskilum:
Unnið að lausn
UTA Í HÖFN Á REYÐARFIRÐI Unnið er að
lausn á málum eiganda skipsins sem legið
hefur í höfn frá 18. júní. MYND/ÞURÍÐUR LILLÝ
BREIÐAFJÖRÐUR Ákveðið hefur
verið að fresta Bátadögum á
Breiðafirði um eina viku vegna
slæmrar veðurspár, en djúp lægð
hefur verið yfir landinu að und-
anförnu.
Bátadagar áttu að vera nú um
helgina, þá fyrstu í júlí. Þeir
verða þess í stað þá næstu, dag-
ana 11.–13. júlí.
Hátíðin verður haldin í sjötta
sinn nú í ár. Helgin snýst um að
sýna báta, sigla þeim og sérstak-
lega kenna ungu kynslóðinni að
róa. - nej
Slæmt veður veldur frestun:
Bátadögum í ár
frestað um viku
VINSÆLT Hátíðin er vinsæl á meðal báta-
áhugamanna en háð því að veður sé gott.
VILDU FLUTNING Lagt var til að Gæsl-
an yrði flutt á Suðurnesin.
NEYTENDUR Lýsi fór á vörusýn-
ingu í Sjanghæ um síðastliðna
helgi. Þetta er í annað sinn sem
Lýsi fer á vörusýninguna en hún
er stór í sniðum og beinist fyrst
og fremst að markaðnum í Kína.
- nej
Gestir á vörumerkjasýningu:
Lýsi í Sjanghæ