Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 21
Compeed eru einstakir plástrar sem eru sérhannaðir fyrir blöðrur og nuddsár. Plástrana má bæði nota fyrirbyggjandi til að forðast sár og blöðr- ur og einnig eftir að blaðra eða sár hefur myndast til að draga úr sársauka, vernda sárið og flýta fyrir að það grói. Að sögn Jódísar Brynjarsdóttur, markaðstengils hjá Vistor, virkar plásturinn eins og gervi- skinn og helst hann fastur í marga daga. „Compeed-blöðruplástrarnir draga úr sársauka, verja húðina, bægja frá óhrein- indum, vatni og sýklum og skapa húðinni kjörumhverfi til að gróa.“ Jódís segir plástrana byggja á vatns- kvoðutækni þar sem innra lag plástursins er byggt upp af kvoðukenndu efni sem inniheldur rakadrægar agnir. „Þær draga í sig raka úr sárinu og breytast við það í gel sem verndar sárið og styrkir viðgerð- arferli húðarinnar. Ytra byrði plástursins kemur í veg fyrir að vatn, óhreinindi og bakteríur komist í sárið en „andar“ og viðheldur rakajafnvægi, líkt og gerist í húðinni sjálfri.“ Þegar Compeed-blöðruplástur er not- aður er gott að hita hann í höndunum í 1-2 mínútur áður en hann er settur á húð- ina. „Síðan er plástrinum þrýst á húðina og haldið í smá stund svo hann festist vel. Sé hann vel settur á helst hann fastur í marga daga, jafnvel þótt farið sé í sturtu eða sund.“ Compeed Medium er hinn hefðbundni hælsærisplástur en Compeed Extreme er hins vegar öflugri plástur sem þolir meira álag. Compeed Extreme er því sérlega hentugur fyrir fjallgöngur og lengri hlaup. Einnig fást litlir plástrar og plástrar fyrir tær ásamt stifti með áburði til að bera fyrirbyggjandi á núningsfleti. Jódís mælir með að plástrarnir séu notaðir fyrirbyggjandi á helstu núnings- fleti á fætinum, til dæmis fyrir hlaup, fjallgöngur eða þegar farið er í nýja skó. „Annars ber að nota Compeed um leið og þú finnur að blaðra eða núningssár er að myndast og sársaukinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Því er alltaf gott að vera viðbúinn og hafa Compeed í töskunni.“ PLÁSTRAR SEM DRAGA ÚR SÁRSAUKA VISTOR KYNNIR Compeed hælsæris- og blöðruplástrar draga strax úr sárs- auka og flýta fyrir að sárið grói. Þeir henta vel sem fyrirbyggjandi aðgerð. FYRIRBYGGJANDI „Því er alltaf gott að vera viðbúinn og hafa Compeed í töskunni,“ segir Jódís Brynjars- dóttir, markaðstengill hjá Vistor. MYND/GVA GÓÐIR Í TÖSKUNA Compeed-blöðruplástr- ar fást meðal annars í Lyfjum og heilsu og í Apótekaranum. BOLUNGARVÍK 40 ÁRA Í tilefni af kaupstaðarafmæli Bolungarvíkur verður haldin hátíð í bænum um helgina. Markaðsdagurinn er blanda af öflugu markaðstorgi og yfirgripsmikilli tón- listar- og fjölskylduskemmtun, auk fjölbreyttra leik- tækja fyrir krakka á öllum aldri. VÆNGIR OG RIF VÆNGIR OG RIF 1990kr. MIÐAÐ VIÐ TVO EÐA FLEIRI HOT AND STICKY SVÍNARIF / THAI KJÚKLINGAVÆNGIR STEIKT HRÍSGRJÓN / HRÁSALAT / SWEET CHILLI SÓSA Hringdu nú na! Sæktu eða f áðu matinn send an heim 588 9899 Á M A N N Laugavegi 63 • S: 551 4422 laxdal.is Vertu vinur á Facebook Skoðið Yfirhafnir STÓRÚTSALA SUMARYFIRHAFNIR – VATNSVARÐAR REGNKÁPUR SVARTAR LAKK THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.