Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Íslenskar snyrtivörur. Líf ið mælir með. Tinna Rún opnar fataskápinn. Sissa ljósmyndari. Geggjuð gúmmístígvél. Snyrtibuddan. Bloggarinn. 2 • LÍFIÐ 4. JÚLÍ 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Sigríður Ella Förðun: Margrét Ásta Lífi ð www.visir.is/lifid HVER ER? Nafn? Katrín Helga Andrésdóttir Aldur? 21 árs Starf? Kaffibarþjónn á daginn, rappari á nóttunni. Maki? Selma Reynisdóttir kemst næst því. Stjörnumerki? Krabbi. Morgunmatur? Hverjum er ekki sama? Uppáhaldsstaður? Balí. Hreyfing? Að hlaupa á eftir strætó. Uppáhaldslistamaður? Jarvis Cocker, söngvari Pulp, hefur átt hug minn og hjarta síðan ég var þrettán ára. Uppáhaldsmynd? Mannen som elsket Yngve. A- eða B-manneskja? Stundum A, stundum B. „Það má alveg kalla þetta yngingarlyf úr fiskroði, náttúrulegt og íslenskt beint úr hafinu,“ segir Hrönn Margrét Magn- úsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra, nýs fyrirtækis sem býr til íslensk fæðubót- arefni og snyrtivörur úr kollageni sem framleitt er úr fiskroði undir heitinu Feel Iceland og Frost Iceland. Um er að ræða fæðubótarefni úr kollageni sem viðheldur teygjanleika og raka húðarinnar og minnkar verki í liðum svo eitthvað er nefnt. Marg- ir tengja eflaust efnið kollagen við yngingarefnið bótox. „Efnið er ekk- ert sérstaklega þekkt hér á landi en það hefur svipuð áhrif og bótox, fyll- ir upp í hrukkur nema kollagenið sem við búum til er alveg náttúrulegt. Þetta er í raun eins og vítamín. Það eru engin aukefni og það hefur sýnt sig og sannað að það gefur betri virkni að taka efnið beint inn,“ segir Hrönn, sem er við- skiptafræðingur að mennt. Fyrirtækið var stofnað í fyrra af þeim Hrönn, Kristínu Ýri Pétursdóttur, sem er grafískur hönnuður, og Ásu Maríu Þórhallsdóttur snyrtifræðingi. Svo fengu þær til liðs við sig Biljönu Ilievska sem er efnafræðingur. Fyrirtækið er til húsa í Sjávarklasanum á Granda, sem er að- setur fyrir frumkvöðlafyrirtæki með áherslu á haftengda starfsemi. Auk fæðubótarefnisins er verið að þróa krem og töflur úr kollageninu. Næst á dagskrá hjá fyrirtækinu unga er að koma vörunni út fyrir landsteinana og er stefnan tekin á Asíu. „Þetta er í raun ákveðinn draum- ur að rætast hjá okkur öllum, að búa til okkar eigið. Við erum í viðræðum um að koma okkur út og og þá helst til Asíu þar sem við keyrum á íslenska vöru- merkið. Kollagenið er til dæmis mjög þekkt og vinsælt efni í Japan.“ alfrun@frettabladid.is SNYRTIVARA NÁTTÚRULEGT YNGINGARLYF ÚR FISKROÐI Hrönn, Kristín og Ása stefna með íslenskt kollagen í fæðubótarformi út í heim. Keira Knightley var einstaklega sumarleg í partíi Serpentine Gallerys í London í vikunni. Hún stal senunni í litríkum kjól frá Chanel, sem var óvanalegur að því leytinu til að pilsið var úr hvítu tjulli svo rétt sást í gylltu skóna. Frjálslegir lokkar og lítil förðun settu svo punktinn yfir i-ið hjá leikkonunni. AUGNA- BLIKIÐ Þær Hrönn, Kristín Ýr og Ása María létu drauminn rætast og búa nú til snyrtivörur úr fiskroði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hvað er kollagen? KOLLAGEN er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og er oft kallað límið sem heldur líkaman- um saman. KOLLAGEN finnst til að mynda í liðum, liðböndum, beinum, húð, hári og nöglum. KOLLAGEN byggist upp á einstakri samsetningu amínósýra og eru það am- ínósýrurnar glýsín, prólín og hýdrox- ýprólín sem gera kollagenið sérstakt og eru þessar amínósýrur sjaldgæfar í fæðubótarefnum. KOLLAGEN er nauðsynlegt til að viðhalda unglegri húð og fyrirbyggja hrukkur, það er einn- ig nauðsynlegt fyrir teygjanleika bandvefja húðar- innar. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á kollageni að meðaltali um 1,5 prósent á ári frá 25 ára aldri. Þá verður húðin þynnri, hrukkur byrja að myndast og liðir og liðbönd verða stirðari. SAGT ER að kollagen sé sterkara en stál- vír og því á sér stað lítil upptaka líkamans á kollageni þegar við borðum til dæmis fisk og kjöt. SAGT ER að með inntöku á kollageni sé bæði verið að auka kollagenforða líkamans og einnig hraða endurnýjun kollagens. Ekki er búið að bæta neinum aukefnum út í Amino Collagen og er það alveg laust við fiskbragð. Sniðugt er að blanda því út í búst eða hafragraut- Það er margt og mikið að ske um helgina og um að gera að láta veðr- ið ekki draga úr góða skapinu. Lífið kíkti á nokkra at- burði sem vert er að gefa gaum um helgina. Rauðisandur festival: Tónlist- arhátíð fyrir vest- an. Sökum veð- urs hefur hátíðin hins vegar verið færð frá Rauðasandi til Patreksfjarð- ar en það á ekki að skemma neitt enda margir af bestu tónlistarmönnum landsins sem koma fram á hátíðinni. Amaba Dama, Emilíana Torrini, Lay Low og My Bubba svo eitt- hvað sé nefnt. Dragðu fram gúmmístíg- vélin og lopapeys- una og af stað. Hlustunarpartí Gus Gus á Boston í kvöld. Hefst klukk- an 19.00. Ein- stakt tækifæri fyrir aðdáend- ur til að hlusta á nýja plötu rafsveitarinn- ar, Mexico, en sveitin mun einnig stíga á svið og taka nokkur lög fyrir viðstadda. Kántrífestival á Kex. Það verður bandarísk stemning á Kexi í kvöld í tilefni af þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna. Mr. Silla og Snorri Helgason eru á meðal þeirra sem taka lagið. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ … Tónlistarhátíð, hlustunarpartí og kántrífestival Síðastliðið föstudagskvöld var Eldborgar- salnum í Hörpu breytt í leðurblökuhelli, þegar Friðrik Ómar og félagar settu upp fágaða og flotta tónleika til heiðurs Meat Loaf. Þar var Bat Out of Hell-plat- an leikin í gegn og tók salurinn vel undir. Mátti þar sjá marga þekkta einstak- linga og ber þar helst að nefna hjón- in Jónínu Benediktsdóttur og Gunn- ar Þorsteinsson, áður kenndan við Krossinn, og söng- og leikkonuna Selmu Björnsdóttur í góðum gír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.