Fréttablaðið - 04.07.2014, Side 44
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 28
leika sér í tækjunum og sjá karakter-
arnir um að segja þeim hvenær sá tími
er útrunninn.
„Spjaldtölvan er orðin eins og
nútímabarnapía. Aðalkarakterarnir í
sögunni okkar gefa börnum til kynna
hvenær þau eiga lítinn tíma eftir í tækj-
unum og kynna þau fyrir skemmtileg-
um útileikjum eða gefa þeim hugmynd-
ir að einhverju öðru sem tengist ekki
tölvunni og þau geta gert þegar tíminn
er liðinn. Þetta er síðan hægt að stilla
eftir tíma dags, aldri barnsins og jafn-
vel veðri,“ segir Kristinn. Hann vill
vekja máls á tölvufíkn barna og ung-
menna á Íslandi og takast á við vand-
ann.
„Þetta er vandamál og getur haft
alvarlegar afleiðingar ef við bregð-
umst ekki við,“ segir hann en bókin og
smáforritið eru væntanleg á markað
snemma næsta árs. liljakatrin@frettabladid.is
TÍST
VIKUNNAR
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
„Ég held satt best að segja að það sé
enginn hraðari á Íslandi en ég. Ég hef
allavega ekki hitt þann einstakling,“
segir forritarinn Mikael Fängström.
Mikael er ekki aðeins flinkur fyrir
framan tölvuskjáinn heldur einnig skot-
fljótur að leysa svokallaðan töfratening,
eða Rubik’s cube eins og hann heitir á
ensku. Metið hans að leysa þrautina er
8,55 sekúndur og var það eitt sinn fjórði
besti staðfesti tíminn í heimalandi hans,
Svíþjóð.
„Ég veit ekki hvort ég held enn þá
fjórða sætinu en ég er allavega ofarlega
á listanum,“ segir Mikael sem hefur æft
sig á teningnum síðan hann var sextán
ára, í tæp sjö ár. Hann veit ekki hvort
hann gæti bætt metið.
„Ég þyrfti þá að æfa mig miklu
meira. Ef ég gerði það gæti ég hugsan-
lega bætt metið,“ segir Mikael sem for-
ritar með teninginn í annarri hendinni
á hverjum degi. En hvað er það sem
heillar við teninginn?
„Þetta er mjög afslappandi. Ég byrj-
aði á þessu því ég vildi geta leyst hann
eins og allir aðrir. Fyrr en varði gat ég
leyst hann á innan við mínútu. Þá hugs-
aði ég með mér að ég væri orðinn frek-
ar góður og byrjaði að æfa mig meira
og meira.“
Mikael vinnur sem forritari hjá
íslenska fyrirtækinu Ecomals sem
vinnur að þróun sögubókar og smáfor-
rits hjá Startup Reykjavík.
„Tilgangurinn er að efla umhverfis-
vitund hjá börnum. Í fyrsta fasa erum
við að hanna, þróa og útbúa sögubók
og karaktera í kringum hana en einnig
smáforrit sem passar upp á tímanotk-
un barna í farsímum og spjaldtölvum,“
segir Kristinn Jón Ólafsson, upphafs-
maður EcoMals. Hann skipar kjarna
fyrirtækisins ásamt Gunnari Helga-
syni, rithöfundi og leikara, og Einari
Karli Birgissyni. Smáforritið er stillt
þannig að börn fá vissan tíma til að
Mikael leysir töfra teninginn
á aðeins 8,55 sekúndum
Sænski forritarinn Mikael Fängström er líklega sá fl jótasti á landinu að leysa töfrateninginn. Hann for rit ar
með teninginn í hendinni á hverjum einasta degi. Hann efast um að hann geti bætt tímann enn frekar.
Ég held satt
best að segja að
það sé enginn
hraðari á Íslandi en
ég. Ég hef allavega
ekki hitt þann
einstakling.
Mikael Fängström.
TÖFRAR ÞETTA FRAM ÚR ERMINNI Mikael vekur mikla lukku á skrifstofunni þegar hann leysir teninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ragnar
Eythorsson
@raggiey
3. júlí
Hápunktur vikunnar: Virkja
‚Out of office reply‘ á póst-
inum. Kominn í eff-err-íí... #FRÍ
#jibbí
Stefán Máni
@StefnMni
3. júlí
Ég er að semja djók
um regnsumarið, bíðið að-
eins … „það haustar snemma
í ár“, var búið að segja það? Er
það? OK, bíðið aðeins lengur …
Jón Jónsson
@jonjonssonmusic
30. júní
Hvernig má það
vera að nú kl. 10.08 er ég
búinn að sjá Ástu (og Kela)
úr Stundinni okkar tvisvar
sinnum á förnum vegi bara í
dag …? #steikt
Heiða Kristín
@heidabest
3. júlí
Kann ekki
nákvæma skýringu á því,
en lífið er auðveldara þegar
maður er tanaður.
Ari Eldjárn
@arieldjarn
1. júlí
Óska eftir að
kynnast miðaldra karlmanni í
þvottahúsi. Áhugamál: húðflúr
og Gevalia-kaffi. #hmruv
5,55 sekúndur
Hollendingurinn Mats Valk
setti heimsmet í að leysa
töfrateninginn á Zonhoven-
mótinu í mars í fyrra.
9,03 sekúndur
Feliks Zemdegs á metið
í að leysa teninginn með
annarri hendi. Það gerði
hann í fyrra.
27,93 sekúndur
Fakhri Raihaan leysti
teninginn með fótunum
árið 2012.
23,80 sekúndur
Pólverjinn Marcin Zalewski
leysti teninginn með
bundið fyrir augun á
móti í Póllandi í fyrra.
ÞREMUR SEKÚNDUM FRÁ HEIMSMETI
Ég ber blendnar tilfinningar til
hormónatengdra getnaðarvarna.
Ég skil mikilvægi þeirra og kann
að meta þægindin en samt nagar
eitthvað mig varðandi þetta mál.
Nýlega féll dómur í Hæstarétti
Bandaríkjanna um að sjúkratrygg-
ingar fyrirtækja þurfi ekki lengur
að greiða pilluna fyrir kvenkyns
starfsmenn sína. Fyrir okkur
kann þetta að hljóma ómerkilega.
Í Bandaríkjunum er þetta stórmál
því heilbrigðisþjónusta þar er mjög
dýr og flókin. Þessi niðurstaða
dómsins er því tvær langatangir
framan í bandarískar konur (og
karlkyns bólfélaga þeirra).
Sögu getnaðarvarna má rekja
margar aldir aftur í tímann. Fólk
hefur alltaf reynt að koma í veg
fyrir getnað, hvort sem það var
með krókódílaskít, svampi og hun-
angi eða vömb á lambi. Saga horm-
ónapillunnar er hins vegar aðeins
fimm áratuga gömul. Pillan færði
konum mikið frelsi. Þær gátu
stjórnað barneignum og þar með
eigin lífi og kynhegðun. Hún er því
mjög mikilvægur liður í femín-
ískri baráttu. Í dag getur pillan
(og aðrar hormónagetnaðarvarn-
ir) haft ýmsa heilsufarslega kosti
en einnig aukaverkanir. Sumar
konur upplifa þyngdaraukningu,
bólur, höfuðverki, bjúgmyndun
og minni kynlöngun. Kvensjúk-
dómalæknirinn minn sagði einu
sinni að það virtist vera að þegar
konur kæmust á ákveðinn aldur
(lesist, barneignaraldurinn um 25
ára) þá fengju þær ógeð á pillunni.
Þær höfðu margar hverjar verið
í áskrift í rúm tíu ár en fannst nú
vera komið nóg. Þær nenntu ekki
lengur að lifa eins og Lísa í Undra-
landi þar sem þú veist aldrei hver
áhrifin verða af næstu pillu. (Ég
myndi kalla þetta að hlusta á lík-
amann.)
Það sem pirrar mig í tengslum
við hormónaverjur er hversu sjálf-
sagt það þykir að stelpur „fari á
pilluna“. Eins og þetta sé bara Pez
í ljótum staut, einhver sykurpilla
sem þýði ekkert annað en að sæðið
þitt komist ekki að egginu mínu.
Það er ákveðið frelsi að geta treyst
því að litlu sáðfrumurnar leki bara
samviskusamlega út úr leggöng-
unum á meðan maður knúsast
undir hlýrri sæng. Þetta er auð-
vitað mín ábyrgð, minn líkami,
mitt barn eða bíddu, þitt sæði?
Hvar er ábyrgð drengja í þessu
máli? Af hverju eru karlmönnum
ekki kenndar rofnar samfarir og
agi sem fylgir því að stjórna sáð-
láti? Karlmenn ættu að gera rík-
ari kröfu um notkun smokksins.
Vildu þeir ekki annars samfarir án
afleiðinga, rétt eins og við? Ég vil
breyttar áherslur í samræðum um
getnaðarvarnir, það er meira en að
segja það að „taka bara pilluna“.
Reyndu að selja karlmanni pillu
sem hindrar getnað en getur um
leið drepið kynlöngun. Segir þetta
sig ekki sjálft?
Blendnar tilfi nningar til hormónatengdra getnaðarvarna