Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 2

Fréttablaðið - 19.07.2014, Side 2
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Þetta var mjög strembin og erfið keppni. Tók virkilega á geðheilsu og líkam- lega heilsu manna. En var algjörlega þess virði,“ segir Ragnheiður Björk Halldórs- dóttir, liðsmaður í rúmlega þrjátíu manna liði verkfræðinema úr Háskóla Íslands sem hélt út til Englands síðastliðna helgi til þess að taka þátt í keppninni Formula Student. Keppnin snýst um að nemar setji saman eins manns rafknúinn kappakstursbíl. Íslenska liðið, Team Spark, náði undra- verðum árangri og fékk verðlaun sem besti nýliðinn í keppninni í fyrsta flokki. 103 bílar úr rúmlega 130 liðum alls frá 38 lönd- um tóku þátt. Þar af voru tuttugu til þrjátíu nýliðar að sögn Ragnheiðar. Liðin kepp- ast um að klára lokaáfanga keppninnar en þar fær bíllinn að aka á kappakstursbraut. Fyrst þurfa bílarnir að standast ströng öryggispróf. „Það eru tæplega 50 prósent liða sem komast í gegnum öryggis próf,“ segir Ragn- heiður. „Þessi próf eru svo óbærilega flókin og nákvæm.“ Aðeins 25 prósent liða kom- ast síðan í lokaáfangann. Íslenska liðið var aðeins hársbreidd frá því að ná á þennan lokahluta en stóðst nær öll öryggisprófin. „Við féllum á tíma en við komumst engu að síður miklu lengra en við þorðum að gera ráð fyrir.“ Gríðarleg vinna liggur á bak við góðan árangur liðsins. Liðsmenn vöknuðu klukkan sex að morgni alla daga keppninn- ar, unnu í bílnum allan daginn þangað til þeim var hent út úr bílskúrnum klukkan ell- efu að kvöldi. Hópurinn vakti athygli í kynningum á bílnum. „Við vorum sérstaklega nefnd í verðlaunaafhendingunni fyrir óvænta en skemmtilega nálgun á sjálfbærni.“ Aukin áhersla hefur verið lögð á sjálf- bærni í keppninni á undanförnum árum. „Við vorum eina liðið í ár sem fékk fullt hús stiga fyrir sjálfbærni,“ útskýrir Ragn- heiður. „Íslenskt samfélag er þekkt fyrir endurnýjanlega orku og þaðan kemur þessi hugsun hjá okkur með sjálfbærnina.“ Hún segir að hópurinn sé þegar farinn að huga að næsta ári. nanna@frettabladid.is Formúluliðið frá HÍ var valið besti nýliðinn í ár Rúmlega þrjátíu nemar í verkfræði við Háskóla Íslands héldu utan um síðustu helgi til að keppa í smíði besta kappakstursbílsins. Liðsmaður segir góðan árangur liðsins uppskeru mikillar vinnu. DUGNAÐUR Atorkusemi skilaði nemunum góðum dómum í keppninni. „Dómarar sögðu að bíllinn okkar væri einn af tutt- ugu flottustu í keppninni,“ segir Ragnheiður Björk, liðsmaður Team Spark. MYND/JÓHANN ODDUR Smalaði hundrað hrossum á flugvél Magnúsi Víkingi Grímssyni tókst að smala úr lofti um hundrað hrossum, sem sloppið höfðu úr gerði í óbyggðum fyrir rúmum tveimur vikum, inn í gerði á Svínárnesi. Magnús kvaðst hafa verið feginn að vera einn á ferð í flugvélinni því hver sem er hefði orðið flugveikur eftir hringbunurnar sem hann fór. Sagðist hann sjálfur hafa verið orðinn ringlaður. FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM ÍSLENDINGAR UMBURÐARLYNDIRGLEÐIFRÉTTIN VIKAN 11.7.–18.7.2014 Íslenskt samfélag er þekkt fyrir endurnýjanlega orku og þaðan kemur þessi hugsun hjá okkur með sjálfbærnina. Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, verkfræðinemi við Háskóla Íslands. Fulltrúar í minnihlutanum í Árborg segja að mánaðar- laun Ástu Stefánsdóttur bæjarstjóra nemi 1,6 millj- ónum á mánuði. Þeir segja launin taktlaus. Tónlistarkonan Elín Ey segir að Íslendingar séu alltaf að verða umburðarlyndari. Íslendingar standi framar- lega í málefnum samkyn- hneigðra. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati stýrir nefnd sem á að móta tillögur um rétt- indi vímuefnaneytenda í stað þess að refsa þeim. H alldór S. Guð- bergsson segir að heilbrigðisráðherra hafi hækkað álögur á veikt fólk í skjóli sumarfría. ➜ Það kom Ragnheiði Elínu Árnadóttur ekki á óvart að sýslumaðurinn á Húsavík skyldi sam- þykkja lögbannskröfu á gjaldtöku við Kröflu og við hverina aust- an Námaskarðs. LAUGARDAGUR Mega ekki kynna íþróttir Fram- kvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur vill fá að kynna íþróttir í skólum en það hefur verið bannað. SUNNUDAGUR Þjóðverjar heimsins bestir Þjóð- verjar urðu heimsmeistarar í fótbolta í fjórða sinn eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu. MÁNUDAGUR Fleiri afpláni heima Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir góða reynslu af því að leyfa fólki að afplána heima. Hann vill frekari rýmkun úrræðisins. ÞRIÐJUDAGUR Eldur í bílum Að kvöldi þriðjudags kviknaði í bílum við Hamraborg í Kópavogi. Svartan reyk og lykt af brennandi gúmmíi lagði yfir Hamraborgina. MIÐVIKUDAGUR Stutt vopnahlé milli Ísraels og Palestínu Báðir aðilar í átökum Ísraels og Palestínu féll- ust á 5 stunda vopnahlé til að koma mætti nauðþurftum til íbúa á Gasasvæðinu. Þá höfðu nær 230 Palestínumenn látið lífið. FIMMTUDAGUR Gamla bíó verður sem fyrr Guðvarður „Guffi“ Gíslason fer fyrir viðamiklum fram- kvæmdum í Gamla bíói. Til stendur að færa húsið í upp- runalega mynd. FÖSTUDAGUR Til í sam eigin legt guðshús „Ég held að það yrði alveg frábært. Það er góð leið til að kynnast og eyða fordómum.“ Salmann Tamimi, forstöðu- maður Félags múslima á Íslandi, tekur vel í hugmyndir um sameiginlegt guðshús kristinna manna, gyðinga og múslima. SÍÐA 6 VIÐSKIPTI Stjórnendur trygginga- fyrirtækisins Friends Provident, sem þúsundir Íslendinga eru í við- skiptum við, hafa íhugað að rifta öllum lífeyristryggingasamning- um gerðum eftir 28. nóvember 2008 og endurgreiða iðgjöld, vegna ákvörðunar Seðlabankans um að stöðva sparnað á grundvelli samn- inganna. Sem kunnugt er hefur Seðla- bankinn stöðvað sparnað Íslend- inga í erlendum gjaldeyri hjá fyr- irtækjum eins og Allianz, Friends Provident og Bayern-Versicherung þar sem bankinn telur að samning- ar um sparnaðinn gangi í berhögg við gjaldeyrishöftin. Fulltrúar frá tryggingafyrir- tækinu Friends Provident eru á Íslandi og funduðu í dag með starfsmönnum Seðlabankans vegna lífeyristryggingasamninga sem Seðlabankinn telur ólöglega. Milljarðahagsmunir eru í húfi fyrir fyrirtækið vegna viðskipta- vina þess hér á landi sem munu ekki geta greitt inn á samningana vegna túlkunar Seðlabankans á lögum um gjaldeyrismál. Óánægja tryggingamiðlara og hinna erlendu fyrirtækja, Allianz, Friends Provident og Bayern-Ver- sicherung, er ekki síst til komin vegna upplýsinga sem þau fengu frá Seðlabankanum á fyrri stigum. Starfsmaður gjaldeyriseftir- lits Seðlabankans hafði áður sagt að greiðslur vegna eingreiðslu- líftrygginga væru undanþegnar gjaldeyrishöftum. - þþ Fulltrúar erlends lífeyristryggingafyrirtækis íhuga stöðu sína vegna haftanna: Skoða að rifta samningum MÁR GUÐMUNDS- SON Seðlabanka- stjóri segir að Seðlabankinn vinni að lausn sem eigi að tryggja hagsmuni allra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ora grillsósur fást í næstu verslun! Lúxus Bernaisesósa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.