Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.07.2014, Qupperneq 6
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ BOZZ sturtuklefi 80x80cm 43.900 11.990 AGI-167 hitastýrð blöndunar tæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút. Rósetturog hjámiðjur fylgja. Fást einnig í 90x90cm á kr. 45.900. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 45.900 Sturtustöng og -brúsa fylgja. GÆÐAVARA Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290 Sjóðurinn styrkir börn sem á þurfa að halda um æfingagjöld, æfingafatnað, ferðakostnað og ýmsan annan kostnað sem íþróttaiðkunn kann að hafa í för með sér. Vinsamlega sendið umsóknir til Fjölskylduhjálpar Íslands á netfangið fjolskylduhjalp@simnet.is eða hringið í síma 892-9603 Minningarsjóður Ölla Tökum á móti umsóknum um íþróttastyrki úr Minningarsjóði Ölla SLYS Lík konu sem fannst síðast- liðinn þriðjudag í Bleiksárgljúfri er af Ástu Stefánsdóttur, sem leit- að hafði verið frá 10. júní síðast- liðnum. Þetta staðfesti kennsla- nefnd ríkislögreglustjóra í gær. Ásta og sambýliskona hennar, Pino Becerra Bolanos, týnd- ust í sumarbústaðaferð í Fljóts- hlíð um hvítasunnuhelgina en lík Pino fannst í gljúfrinu fljótlega eftir að leit hófst. Réttarkrufning hefur farið fram en niðurstöðu hennar er beðið. - bá Báðar konurnar fundnar: Staðfest að líkið er af Ástu TRÚMÁL Salmann Tamimi, for- stöðumaður Félags múslima á Íslandi, getur vel hugsað sér sam- eiginlegt guðshús mismunandi trúfélaga á Íslandi eins og fyrir- hugað er í Nacka utan við Stokk- hólm í Svíþjóð. Þar er ráðgert að reisa sameiginlegt guðshús fyrir mótmælendur, kaþólikka og mús- lima. Reisa á þar kirkju og mosku með tengibyggingu á milli. „Ég held að það yrði alveg frá- bært. Það er góð leið til að kynn- ast og eyða fordómum. Í slíku hús- næði gæti líka verið sýnagóga fyrir gyðinga. Við viðurkennum bæði kristindóm og gyðingdóm og ég bendi á að það er moska við hlið heilögustu kirkju kristinna manna í Jerúsalem, það er Graf- arkirkjunnar.“ Salmann kveðst hafa feng- ið upphringingu fyrir nokkrum árum frá almennum borgara sem stakk upp á að moska yrði tengd kirkju hér á landi. „Mér fannst það stórsniðugt. En það væri líka hægt að reisa sameiginlegt guðs- hús á þeirri lóð sem við höfum fengið úthlutað. Svæðið er stórt.“ Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, telur ef til vill heppi- legra að byggja sameiginlegt guðshús frá grunni í stað þess að moska verði viðbót við einhverja sóknarkirkjuna. Hún tekur hins vegar fram að slík framkvæmd spretti ekki upp án undirbúnings og samtals. „Samtal er alltaf gagnlegt og benda má á að undanfarin átta ár eða svo hefur verið starfandi samráðsvettvangur trúarbragð- anna hvar í eiga sæti fulltrúar margra trúarbragða hér á landi. Þjóðkirkjan á tvo fulltrúa í þeim Líst vel á sameiginlegt guðshús á moskulóð Frábært að hafa kirkju, mosku og sýnagógu undir sama þaki. Byggingin gæti risið á moskulóðinni, segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslíma. Biskup segir umræðu þörf á samráðsvettvangi trúarbragðanna áður en framkvæmt yrði. TRÚARRIT KRISTINNA Biskup tekur vel í að byggt verði sameiginlegt guðshús. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AGNES M. SIG- URÐARDÓTTIR SALMANN TAMIMI MENNING Alþjóðlega kvik- myndahátíðin í Reykjavík (RIFF) hefur hlotið styrk frá Evrópu- sambandinu sem nemur tæplega tuttugu milljónum króna. RIFF var í hópi 38 evrópskra kvik- myndahátíða sem hlutu styrki að þessu sinni. - bá ESB heiðrar íslenska hátíð: RIFF fær styrk MIKIL VIÐURKENNING Hrönn Marínós- dóttir er stjórnandi RIFF. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta mál varð til þess að borgin ákvað að setja á laggirnar fagurfræðilega fagnefnd en hlutverk hennar verður að fara yfir teikningar af húsum og gefa álit sitt á þeim,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjavíkur. Endurgerð hússins að Laugavegi 66 sem hefur verið breytt úr versl- unarhúsnæði í hótel hefur vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir verslun á þeim hluta jarðhæðar hússins sem snýr að göt- unni, þar eru hins vegar skyggðir gluggar sem ekki sést í gegnum og engin verslun. Samkvæmt gild- andi deiliskipulagi eiga verslanir að vera á 70 prósentum jarðhæða á Laugavegi en önnur þjónusta, svo sem veitinga- og kaffihús, á 30 pró- sentum jarðhæða. Hjálmar segir að útlit og nýting Laugavegar 66 sé ekki sú sem lagt var upp með. Það sé því nauðsynlegt að sérstök fagnefnd starfi á vegum borgarinn- ar svo menn verði búnir að gera sér grein fyrir hvernig hús líti út áður en þau eru byggð. Hann segir að borgaryfirvöld eigi nú í viðræðum við þá sem end- urbyggðu Laugaveg 66. Menn vilji fá skýringar á því af hverju það var ekki farið eftir þeim skilmálum sem höfðu verið settir. Hjálmar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort borgin fari fram á að húsinu verði breytt aftur til samræmis við gildandi skipulag. - jme Endurgerð verslunarhússins að Laugarvegi 66 er ekki samkvæmt gildandi deiliskipulagi Reykjavíkur: Borgin skipar fagurfræðilega fagnefnd EKKI Í SAMRÆMI Á Laugavegi 66 ætti samkvæmt gildandi skipulagi að vera verslunarhúsnæði á jarðhæðinni en ekki skyggðir gluggar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STJÓRNSÝSLA „Þótt meginsjónarmiðið sé frjálsræði og gegnsæi telur nefndin að tilteknar takmarkanir á möguleikum erlendra aðila utan EES til að öðlast rétt- indi yfir jarðnæði hér á landi geti verið réttlætanlegar og nauðsynlegar,“ segir nefnd um eignar- og afnota- rétt fasteigna sem skilað hefur niðurstöðum til innan- ríkisráðherra. Kveikjan að starfi nefndarinnar er áhugi Kínverj- ans Huangs Nubo á að eignast Grímsstaði á Fjöllum eða leigja jörðina til næstu áratuga. Nefndin segir flest ef ekki öll lönd hafa takmarkanir gagnvart fjár- festingum frá þriðju ríkjum. „Að baki slíkum sjónarmiðum standa til dæmis við- horf um mikilvægi þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri fram- tíðar,“ segir í tillögum nefndarinnar sem vísar sér- staklega í vernd varðandi landbúnað og matvælafram- leiðslu og mikilvægi umhverfisverndar og verndun menningar. „Rætt var um það í nefndinni hvort þörf væri á og málefnalegt að setja almenna takmörkun, sem tæki til allra aðila óháð þjóðerni, á heimildum til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir miklu landflæmi. Væri til dæmis málefnalegt, með vísan til almannahags- muna, að setja almenn takmörk á eignarhald eins aðila (einstaklings eða lögaðila) yfir fleiri þúsundum hektara?“ segir nefndin einnig í tillögum sínum sem nú verða unnar áfram í innanríkisráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu áður en þær verða ræddar í ríkisstjórn. - gar Nefnd um eignar- og afnotarétt fasteigna og jarða á Íslandi skilar tillögum: Standa þarf vörð um fullveldið Á GRÍMS- STÖÐUM Bragi Bene- diktsson í Grímstungu á Gríms- stöðum tekur við gjöf úr hendi Huangs Nubo. Árið 1985 lét varnarliðið byggja Kapellu ljóssins þar sem aðstaða var fyrir mörg og ólík trúarbrögð. Kirkjulegir munir voru fjarlægðir þegar varnarliðið hélt á brott og kapellan afhelguð. Þjóðkirkjan keypti húsið af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar árið 2007. Til stóð að veita íbúum og öðrum kirkjulega þjónustu og tryggja aðstöðu fyrir trúarbragðastofnun. Hlutverk hennar átti að vera að vinna að rann- sóknum og fræðslu, ekki síst til að auka skilning á mismunandi trúar- brögðum. Keilir tók húsið á leigu en var leystur undan leigusamningi 2011 og hefur það staðið autt síðan. Kirkjuþing heimilaði sölu á húsinu árið 2010, að sögn Ragnhildar Benediktsdóttur, lögfræðings hjá Biskupsstofu. ➜ Varnarliðið reisti kapellu fyrir mörg og ólík trúarbrögð á Keflavíkurflugvelli hópi. Ég myndi telja að þar ætti umræðan að fara fram áður en til framkvæmda kæmi.“ Biskup bendir á að ein kirkja í Reykjavík hafi sérstöðu varðandi athafnir fleiri trúarbragða en kristinna. „Það er Fossvogskirkja en hún rúmar allar útfarir, hverr- ar trúar sem fólkið er eða jafnvel trúlausra.“ ibs@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.