Fréttablaðið - 19.07.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 19.07.2014, Síða 12
19. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 12 Gunnar Lárus Hjálmarsson, Doktor Gunni, tónlistarmaður Hangi líklega í rigningunni í bænum „Ég hangi nú líklega bara í bænum í rigningunni nema ég skreppi í bíltúr, t.d. til meistaranna í Sólheimum, sem alltaf er æðislega gaman að heimsækja.“ Mér finnst það mjög skemmtilegur máti til að tjá sig að klæða sig í eitt-hvað flippað eða skemmtilegt,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söng- kona Sometime sem er ein þeirra hljómsveita sem koma fram á tón- leikunum Kexport Block Party í dag. „Það verður líka að vera skemmtilegt fyrir augað að vera á tónleikum. Ég er einmitt á fullu núna að púsla saman átfitti fyrir Kexport-tónleikana.“ Rósa segir þó tímann sem fari í að velja klæðnað á tónleika hafa minnkað með árunum. „Þegar ég var að byrja þá var ég oft í brjál- uðu stressi vikuna fyrir tónleika að reyna að redda einhverju til að vera í, fá vini til að hjálpa mér að sauma og svona. Núna er ég komin með góðan grunn af skemmtilegum hlutum og bún- ingum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin svo þetta er orðið minna stress. Það má þó alls ekki nota sama búninginn of oft, þá hættir þetta að vera spennandi.“ Rósa er í sumarfríi eins og er en í haust taka við spenn- andi hlutir sem hana hefur lengi dreymt um að koma í fram- kvæmd. „Ég ætla að skella mér í flugnám,“ segir hún skælbros- andi. „Ég byrja á að læra einka- Vonandi mætir sólin líka Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona hljómsveitarinnar Sometime, er þekkt fyrir frumlegan klæðnað á tónleikum. Sometime kemur fram á Kexport Block Party í dag en í haust ætlar Rósa að skella sér í fl ugnám. RAUÐHETTA Rósa leggur mikið upp úr flippuðum og skemmtilegum búningum á tónleikum og er alltaf að þróa stíl sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● 1860 ● Atónal blús ● DIMMA ● Dj Flugvél & Geimskip ● Ghostigital ● kimono ● Kött Grá Pje ● Low Roar ● Mr. Silla ● Pétur Ben ● Reykjavíkurdætur ● Sometime Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel, hefjast klukkan 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. ➜ Þessir koma fram á Kexporti VW Passat Variant Highl.TDI. Árgerð 2011, dísil Ekinn 97.000 km, sjálfsk. VW Tiguan Track&Style 2,0 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 42.000 km, sjálfsk. Ásett verð 4.190.000,- Land Rover Freelander II Árgerð 2008, dísil Ekinn 142.000 km, sjálfsk. Toyota Land Cruiser 150 GX. Árgerð 2012, dísil Ekinn 44.000 km, sjálfsk. Ásett verð 2.990.000,- Ásett verð 5.890.000,- Ásett verð 8.480.000,- Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 VW Touareg V6 TDI 245 hö. Árgerð 2013, dísil Ekinn 31.000 km, sjálfsk. Ásett verð 9.890.000,- GOTT ÚRVAL AF NÝLEGUM GÆÐINGUM Opið í dag frá kl. 12-16 flugmanninn og svo tek ég von- andi atvinnuflugmanninn í kjölfarið. Það er gamall draum- ur sem ég er að láta rætast núna. Kannski verð ég í framtíðinni eins og Bruce Dickinson í Iron Maiden og flýg túrvélinni sjálf þegar ég fer á langa túra.“ Spurð hvað hafi valdið því að hana lang- aði að fljúga segir Rósa: „Ég er dálítill adrenalínfíkill og ég held að það sé mikið kikk að stjórna flugvél. Ég hlakka æðislega til.“ Sometime vinnur nú að sinni þriðju plötu og á tónleikunum í dag fá áheyrendur að heyra lög af henni. „Við erum nýbúin að gefa út „single“ og erum á fullu í stúdíói að vinna plötuna,“ útskýrir Rósa. Hún segist ekki vita nákvæmlega hvenær Sometime stígur á svið í dag en tónleikarnir standa frá klukkan tólf á hádegi til miðnætt- is og hljómsveitirnar tólf koma fram með klukkutíma millibili. „Ég held samt að við séum frekar snemma svo ég hvet áhorfendur til að vera ekkert að hangsa við að drífa sig niður í Kexport. Von- andi mætir sólin líka.“ REYKJAVÍKURDÆTUR M YN D /A N TO N ÍA B ER G ÞÓ RS D Ó TT IR HELGIN 19. júlí 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Á TÓNLISTARHÁTÍÐINA Engla og menn í Strandarkirkju í Selvogi klukkan 14.30 í dag. Fram koma feðgarnir Bragi Bergþórs- son og Bergþór Pálsson ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Á PLÖTU Grísalappa- lísu, Rökrétt framhald. Eitt það ferskasta í íslenskri samtímatónlist. Bætir hressir og kætir í rigningunni. Á THE CALL á Stöð 2 klukkan 22.25 í kvöld. Spennumynd frá 2013 með Halle Berry og Abigail Breslin í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Brad Anderson. SKÁLDSÖGUNA Bragð af ást, hörkuspennandi og tilfinninga- þrungna sögu frá Dorothy Koomson í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Matur, morð og ást hafa sjaldan blandast betur saman. Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukona Ánægjustundir í Eyjum „Ég verð á árgangsmóti í Vestmannaeyjum um helgina. Í dag fer ég í ratleik og svo verður líklega hitað upp fyrir Þjóðhátíð. Það gæti líka verið að maður finni sér pláss fyrir Þjóðhátíð, fyrst maður er staddur í Eyjum.“ Salka Sól Eyfeld, söng- og dagskrárgerðarkona MC-ast á Paloma „Í dag er ég að fara í mynda- töku fyrir plötuumslagið hjá Amaba Dama og í kvöld er ég að syngja með RVK Sound system á Paloma svona MC-ast eins og það kallast. Sunnudagurinn verður bara tekinn rólega.“ Helgi Seljan, dagskrárgerðarmaður Nýtur leiðsagnar dótturinnar „Helginni ætla ég að eyða á hestbaki og njóta leiðsagnar dóttur minnar, stórknapans. Og hugsa í leiðinni sterkt til Bjössa míns og Hrefnu hans, sem ætla að láta pússa sig saman í dag í fjarveru minni. Sem verður jú einhver veislan maður.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.