Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 2
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Ólafur Jóhann, ertu
atkvæðamikill prestur?
„Ég kýs fremur að vera það, já.“
Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson fékk
tæplega 97 prósenta kosningu til sóknar-
prests í Seljakirkju um helgina.
SKOTLAND Bilið milli þeirra, sem ætla að greiða atkvæði með sjálf-
stæði Skotlands, og hinna sem ætla að greiða atkvæði á móti hefur
mjókkað nokkuð, samkvæmt skoðanakönnunum um helgina.
Enn vantar þó töluvert upp á að sjálfstæði hafi meirihlutastuðn-
ing meðal Skota, en þeir ganga til kosninga um málið eftir mánuð,
fimmtudaginn 18. september.
Samkvæmt skoðanakönnun ICM fyrir blaðið Scotland on Sunday eru
38 prósent fylgjandi sjálfstæði, en 47 á móti. Samkvæmt skoðanakönn-
un sem Panelbase gerði fyrir hreyfingu sjálfstæðissinna, Yes Scot-
land, eru 42 prósent fylgjandi en 46 prósent á móti. - gb
Óðum styttist í kosningar um sjálfstæði Skotlands:
Sjálfstæðissinnum fjölgar eilítið
Á LANDAMÆRUNUM Á mörkum Skotlands og Englands stendur þessi pylsuvagn,
The Borderer, þar sem ferðalangar geta fengið sér pylsur og hamborgara.
NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL „Hanna Birna Kristjánsdóttir er ennþá starfandi
innanríkisráðherra og þar með dómsmálaráðherra,“ segir Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í samtali við
fréttastofu. Hann segir að Hanna Birna hafi beðist undan að
sinna skyldum dómsmálaráðherra og þá sé næsta skrefið að
finna út úr því hver taki við málaflokknum.
Sigmundur Davíð segir að hann og Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra hafi rætt þá stöðu sem upp er komin og beðið um
upplýsingar frá stjórnsýslunni; menn séu að meta hvernig best
sé að gera þetta.
Forsætisráðherra segir að gert sé ráð fyrir því að einhver
ráðherra ríkisstjórnarinnar taki við dómsmálunum.
Sigmundur Davíð segir að það hafi verið rætt áður að nýr
ráðherra frá Framsóknarflokknum kæmi inn í ríkisstjórn
og báðir ríkisstjórnarflokkarnir hefðu fimm ráðherra. Hann
segir að sú umræða sé hins vegar ótengd máli Hönnu Birnu.
Hann segir jafnframt að menn hafi rætt uppskipti á ráðuneyt-
um sem þyki of stór, þeirra á meðal sé innanríkisráðuneytið.
Sigmundur Davíð telur að ráðherrann hafi höndlað lekamálið
vel. „Ég tel ekki að mál Hönnu Birnu hafi skaðað ríkisstjórn-
ina,“ segir Sigmundur Davíð en bætir við að það sé hins vegar
óheppilegt að mikill tími fari í mál sem snúast ekki um lands-
ins gagn og nauðsynjar og uppbyggingu í landinu. - gag, jme
Forsætisráðherra telur að mál Hönnu Birnu hafi ekki skaðað ríkisstjórnina:
Er ennþá dómsmálaráðherra
Ég tel ekki að mál
Hönnu Birnu hafi skaðað
ríkisstjórnina.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra
BRUNI Minniháttar bruni varð
í ruslagámi við Varmárskóla í
Mosfellsbæ síðdegis í gær og var
slökkvilið ræst út. Talið er að
eldur hafi kviknað út frá grilli
sem stóð við eitt af anddyrum
skólans. Mikinn svartan reyk
lagði frá eldinum sem tók ekki
langan tíma að slökkva.
Greinileg ummerki mátti sjá
eftir reykinn en tröppur upp á aðra
hæð skólans voru svartar af sóti.
Skólastarf hefst í næstu viku en
skólasetning er á mánudag. - nej
Slökkvilið kallað á vettvang:
Eldur kviknaði
í Varmárskóla
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta hefur
aldrei verið vandamál. Á tuttugu
ára tímabili hefur þetta eina tilvik
komið upp,“ segir Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
bráðasviðs Landspítalans. Frétta-
blaðið sagði frá því í gær að fórn-
arlamb nauðgunar á Selfossi, sem
var ekið á bráðamóttöku, hefði
þurft að snúa heim án skoðunar
vegna þess að of löng bið var eftir
lækni.
„Við getum verið stolt af þessari
þjónustu. Þó er alltaf gott að taka
hlutina til endurskoðunar og sjá
hvað við getum gert betur,“ segir
Guðlaug. Hún hyggst því taka
málið upp innanhúss og funda með
Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnastjóra
neyðarmóttöku.
„Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að fá þessa umræðu af stað.
Neyðarmóttakan, rétt eins og
önnur starfsemi spítalans, er ekki
hafin yfir gagnrýni,“ segir Guð-
laug. „En ég hef ekki heyrt fólk
kvarta mikið undan þessari þjón-
ustu heldur hef ég frekar heyrt að
hún sé öflug.“
Guðlaug segir að alltaf sé hjúkr-
unarfræðingur á vakt sem setið
hefur námskeið í að taka á móti
fórnarlömbum kynferðisofbeld-
is. Hún leggur áherslu á að þeir
sem valist hafa til þeirra starfa
sinni þeim af miklum myndugleik,
umhyggju og fagmennsku.
Þjónustan við fórnarlömb kyn-
ferðisofbeldis sem leita sér hjálp-
ar á neyðarmóttöku sé endurskoð-
uð með reglubundnum hætti en að
hennar mati sé málefnum móttök-
unnar vel fyrir komið.
Þó er það staðreynd að þegar
fórnarlamb kynferðisofbeldis
kemur á neyð-
armóttöku þarf
að kalla út sér-
fræðilækni og
bið eftir honum
er alla jafna
nokkrar klukku-
stundir.
Guðrún Jóns-
dóttir, talskona
Stígamóta, er
þeirrar skoðunar að styrkja þurfi
þjónustu neyðarmóttökunnar til
muna. „Ég veit vel að það þarf að
kalla út teymi og það getur tekið
nokkra klukkutíma. En það vita
ekki konurnar og karlarnir sem
sækja sér hjálp. Hver klukkutími
í þessum bráðafasa getur verið
erfiður.“
Styrkja þurfi þjónustuna, sér í
lagi ef litið er til þess hversu ört
brotum hefur fjölgað í þessum
málaflokki.
Hún nefnir hugmyndir sem
uppi hafa verið um að færa neyð-
armóttökuna af bráðamóttökunni
og skipuleggja hana á svipað-
an hátt og starfsemi Barnahúss.
nanna@frettabladid.is
Stolt af þjónustu við
þolendur nauðgana
Framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala segir þjónustu við þolendur kynferðis-
brota á neyðarmóttöku góða. Þó bið sé eftir sérfræðilækni séu þjálfaðir hjúkrunar-
fræðingar á vakt. Talskona Stígamóta segir hins vegar þurfa að bæta þjónustuna.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
SAMI STAÐUR Þolendur kynferðisofbeldis sækja sér aðstoð á Neyðarmóttöku sem
deilir húsnæði með bráðamóttöku Landspítala. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BRUNI Íbúar á Grettisgötu sluppu
naumlega þegar eldur kviknaði í
húsi þeirra um hálf tíu í gærmorgun.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað
út og greiðlega gekk að slökkva eld-
inn. Húsið var reykræst í kjölfarið
en mikinn reyk lagði upp af hús-
inu og sjá mátti reykjarmökk yfir
Reykjavík úr mikilli fjarlægð.
Guðmundur Árnason, einn íbúa
hússins, sagðist í samtali við Vísi
hafa stokkið út um glugga á annarri
hæð þegar hann varð eldsins var.
„Ég vaknaði við reykský og brothljóð
og ég vakti strákana og sagði þeim
að það væri kviknað í,“ sagði hann.
Auk hans voru í húsinu tveir aðrir
karlmenn en þeir vöknuðu einnig
við eldinn og engum varð meint af.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu
hefur hústökufólk dvalist þar löngum
og verið af því stöðugt ónæði. Maður
sem býr í nágrenni hússins, sem
er á horni Grettisgötu og Baróns-
stígs, sagði að augljóst hefði verið að
stefndi í óefni, aðeins hefði verið um
tímaspursmál að ræða.
Eldsupptök eru ókunn. - nej
Slökkvilið kallað út vegna eldsvoða í húsi á horni Grettisgötu og Barónsstígs:
Vaknaði við reyk og brothljóð
REYKMÖKKUR Húsið skemmdist mikið
í eldinum en reyk lagði frá því sem sjá
mátti úr órafjarlægð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég held að það sé
mjög mikilvægt að fá
þessa umræðu af stað.
Neyðarmóttakan, rétt eins
og önnur starfsemi spítal-
ans, er ekki hafin
yfir gagnrýni.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri bráðasviðs Landspítalans
LÖGREGLUMÁL Mennirnir fimm,
sem Hæstiréttur úrskurðaði
í gæsluvarðhald vegna grófr-
ar líkamsárásar í heimahúsi í
Vogum á Vatnsleysuströnd þann
6. ágúst síðastliðinn, eru sagðir
hafa haldið fórnarlambi sínu í sex
til átta klukkustundir á meðan
þeir gengu harkalega í skrokk á
honum. Þurfti hann meðal annars
að drekka smjörsýru og sleikja
frunsu manns. Pilturinn sem
haldið var er aðeins átján ára
gamall.
Verði mennirnir sakfelldir gætu
þeir hlotið allt að 16 ára dóm. - sój
Alvarleg líkamsárás í Vogum:
Piltinum haldið
í 6 til 8 tíma
ÍRAK Fjöldi kristinna Assýr-
inga í borginni Mosul í Írak var
umskorinn án deyfingar af með-
limum Íslamska ríkisins sem nú
ræður lögum og lofum á stórum
hluta landsvæðisins fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Nákvæmur fjöldi þeirra sem
umskorinn var er óljós að því
er greinir í dagblaðinu Tunisia
Daily en fullyrt er að um fjölda-
umskurð hafi verið að ræða. Þar
segir einnig að IS-liðar hafi selt
700 jasídískar konur í þrældóm á
liðnum vikum á uppboði í Mosul á
150 dollara. - sój
Umskurður án deyfingar:
Limlesta karla
og selja konur
SPURNING DAGSINS
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA