Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 10
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Við hvetjum þá viðskiptavini Íslandsbanka sem eru með
húsnæðislán hjá okkur eða öðrum lánastofnunum til
að sækja um höfuðstólsleiðréttingu vegna verðtryggðra
húsnæðislána.
Þú getur sótt um leiðréttinguna með einföldum hætti
á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Fresturinn
rennur út 1. september.
Til að vera viss um að þú fullnýtir séreignarsparnaðinn
þinn til að greiða inn á lán þarf einnig að sækja um það
sérstaklega fyrir 1. september á vef ríkisskattstjóra,
www.leidretting.is
Íslandsbanki bendir viðskiptavinum sínum á að kynna
sér leiðréttinguna vel á islandsbanki.is/leidretting
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Munið að sækja um
fyrir 1. september
Leiðréttingin
FORNLEIFAR Fornleifafræðingar- og
nemar grófu niður á elsta bygging-
arstig verbúðarinnar á Gufuskál-
um við Hellissand í sumar og kom
í ljós að um er að ræða mun stærri
og flóknari byggingu en síðar varð.
Ekki náðist að ljúka við að grafa
upp minjarnar að þessu sinni en
vonast er til að hægt verði að halda
áfram á næsta ári. Komið var niður
á a.m.k. fimm hús eða herbergi og
liggja tvenn göng í allri bygging-
unni að húsunum.
„Stærð og fjöldi húsanna kom
mjög á óvart en ef litið er til allra
þeirra mannvirkja sem eru við
ströndina og teljast til verbúðar-
minja og þeirra gríðarmiklu mann-
vistarlaga sem er að finna á Gufu-
skálum stemmir stærð húsanna
vel við þann fjölda fólks sem hefur
væntanlega þurft að hýsa á meðan
á vertíð stóð,“ segir stjórnandi verk-
efnisins, Lilja Björk Pálsdóttir, forn-
leifafræðingur hjá Fornleifastofnun
Íslands.
Ýmsir gripir fundust við upp-
gröftinn, þar á meðal nokkrir tafl-
menn auk hnífa með fagurlega
skreyttum skeftum úr beini. Að
sögn Lilju er óljóst um áframhald-
andi rannsóknir á Gufuskálum en
þær upplýsingar sem þegar hafa
fengist við rannsóknina segir hún
vera ómetanlegar heimildir um
umhverfisbreytingar og viðbrögð
við þeim, en þó aðallega sjósókn
og stækkandi hlutverk útgerðar á
Íslandi á 15. öld.
Útvegsminjarnar á Gufuskálum
eru friðlýstar og það má í raun ekki
grafa í þær. Fornleifavernd ríkisins,
nú Minjastofnun Íslands, veitti und-
anþágu til þessara rannsókna vegna
þess að sjórinn er að brjóta landið
við verbúðarústirnar. Þá er einnig
tjón af völdum uppblásturs en nýjar
minjar eru sífellt að koma í ljós á
svæðinu. Frá því mælingar hófust í
tengslum við rannsóknina árið 2008
hafa þrír metrar brotnað framan af
því svæði sem minjarnar standa á
og hafa grjóthleðslur og mannvist-
arlög glatast við það. Fornleifarann-
sóknirnar á Gufuskálum hafa því
verið stundaðar í kapp við tímann.
Í fimm sumur hafa fornleifa-
fræðingar og -nemar rannsakað
útvegsminjar við Gufuskála á Snæ-
fellsnesi. Rannsóknin er á vegum
Fornleifastofnunar Íslands (FSÍ) og
samstarfsaðila frá Bandaríkjunum
og Bretlandi. freyr@frettabladid.is
Uppgröfturinn í kapp við tímann
Stærð og fjöldi húsanna sem voru grafin upp á Gufuskálum í sumar kom á óvart. Uppgröfturinn hefur staðið yfir undanfarin fimm ár
og fer fram í kapp við tímann. Ýmsir munir hafa fundist, meðal annars taflmenn og hnífar með fagurlega skreyttum skeftum úr beini.
ÞRÍR METRAR BROTNAÐ Sjórinn brýtur landið við verbúðarústirnar og því fara rannsóknir fram í kapp við tímann.
TAFLMAÐUR Einn taflmannanna sem
fundust við uppgröftinn.
Saga Gufuskála nær að minnsta kosti allt aftur til 1274. Á Gufuskálum var lengi tvíbýli; kirkjan á Staðarstað átti
annan helminginn en konungur hinn. Þurrabúðir voru á báðum helmingum og hafa þær verið allt að átta. Á 15.
öld voru á Gufuskálum allt að fjórtán búðir og mátti hver hafa eitt skip. Lendingarnar þóttu ætíð hættulegar vegna
brims og hefur það hugsanlega átt sinn þátt í að lendingin í Gufuskálavör hefur lagst af eins og hinar þrjár og Rif
tekið við. Síðasti ábúandi var Elínborg Magnúsdóttir en hún bjó á Gufuskálum til 1948 og komst þá jörðin í eigu
ríkissjóðs. Árið 1959 var byggð lóran-fjarskiptastöð sem var rekin af Pósti & síma fyrir bandarísku strandgæsluna og
Nató en um 1950 var byggður flugvöllur á Gufuskálamóðum. Hann er nú aflagður. Slysavarnafélag Íslands og Lands-
björg fengu Gufuskála til afnota fyrir þjálfunarbúðir árið 1997. Þar er nú starfræktur slysavarnaskóli. Gufuskálar eru
nú innan landamerkja Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem var stofnaður 28. júní 2001.
SAGA GUFUSKÁLA NÆR AFTUR TIL 1274
Freyr
Bjarnason
freyr@frettabladid.is