Fréttablaðið - 19.08.2014, Síða 12
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
MENNTAMÁL Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands, telur að
bætt atvinnuástand og inntökupróf
í lagadeild og fleiri greinar eigi
stóran þátt í fækkun nemenda við
háskólann en eins og kom fram í
Fréttablaðinu í gær hefur nemend-
um fækkað nokkuð.
Kristín telur að þegar öll kurl
verða komin til grafar nemi fækk-
unin um 500 nemendum.
Mesta fækkun nemenda er í hug-
og félagsvísindagreinum.
Kristín segir fjölgunina hafa
verið mesta í þeim greinum eftir
hrun en nú sé nemendum að fækka
aftur í þessum greinum. Á sama
tíma fjölgi nemendum í tækni- og
raungreinum.
Þá segir hún að nemendum sem
taka eitt eða tvö námskeið fari
fækkandi frá fyrra skólaári.
„Við sjáum að fleiri nemendur
taka sér leyfi eftir stúdentspróf.
Vinna á haustin og fara utan á vor-
misseri.“
Kristín segir aðra skýringu á
fækkun nemenda geta verið hækk-
un á innritunargjöldum, en þau
hækkuðu úr 60 þúsund krónum í 75
þúsund á ár.
Einnig verður fækkun nemenda
í framhaldsskólum landsins, sam-
kvæmt svörum frá menntamála-
ráðuneytinu. Hluti skýringarinnar
er minni árgangur nýnema en einn-
ig telja stjórnendur nokkurra fram-
haldsskóla sem Fréttablaðið ræddi
við að minnkandi atvinnuleysi sé
skýringin.
Berglind Halla Jónsdóttir,
áfangastjóri Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, segir til að mynda ekki
eins marga fullorðna skrá sig í nám
í dagskóla. Mikil fjölgun eldri nem-
enda varð í skólanum eftir hrun
enda var Vinnumálastofnun með
átak í gangi þar sem atvinnulausir
gátu farið í framhaldsskóla án þess
að missa bæturnar. Því átaki er nú
lokið.
Atvinnuleysi var 3,1 prósent í
júlímánuði og hafa atvinnulausir
á höfuðborgarsvæðinu ekki verið
færri frá því í nóvember 2008.
Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarfor-
stjóri Vinnumálastofnunar, segir
ekki koma sér á óvart að það fækki
í skólum um leið og atvinnuástand-
ið batni.
„Það fækkaði í skólum í góðær-
inu. Svo fjölgaði í kreppunni og nú
hefur atvinnuleysi minnkað aftur
þannig að það kemur ekki á óvart
að færri fari í nám,“ segir Unnur og
bætir við að þegar þjóðir fari upp
úr kreppu þá fjölgi störfum fyrst
hjá ófaglærðum, til dæmis í bygg-
ingariðnaði og ferðamannaiðnaði.
Því séu fleiri störf nú fyrir skóla-
krakka.
erla@frettabladid.is/johanna@frettabladid.is
Við
sjáum að
fleiri nem-
endur taka
sér leyfi eftir
stúdentspróf.
Vinna á
haustin og fara utan á
vormisseri.
Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands
Færri í skóla og fleiri að vinna
Nemendum í framhaldsskólum landsins og Háskóla Íslands fækkar í vetur. Dæmigerð þróun er að færri fari í
skóla þegar atvinnuástand batnar. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna á höfuðborgarsvæðinu í sex ár.
HÁSKÓLI ÍSLANDS Rektor skólans telur bætt atvinnuástand og hækkun
innritunar gjalda útskýra fækkun nemenda.
Metfjöldi umsókna barst Háskólanum í Reykjavík í ár og var rúmlega 11
prósenta fjölgun frá því í fyrra.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá HR, segir fjölgunina
skýrast meðal annars af nýju þverfaglegu námi og framúrskarandi aðsókn í
meistaranám. Hún segir skólann í góðri tengingu við atvinnulífið og að nýjar
námsleiðir séu svar skólans við nýrri þörf.
„Við erum að bregðast við þörf í atvinnulífinu með því að bjóða upp á
viðskiptafræði með lögfræði og viðskiptafræði með tölvunarfræði. Þróun á
vinnumarkaði er sú að fólk þarf að sérhæfa sig enn frekar. Við höfum líka ein-
beitt okkur undanfarin ár að því að fjölga umsóknum í tölvunarfræði og aðrar
tæknigreinar og sjáum áframhaldandi aukningu þar.“
➜ Nemum fjölgar í Háskólanum í Reykjavík
ÚKRAÍNA, AP Úkraínustjórn segir
uppreisnarmenn hafa skotið
sprengjum og flugskeytum á bíla-
lest almennra borgara, sem voru
á flótta vegna átaka í borginni
Luhansk í austanverðu landinu.
Nærri 350 þúsund manns hafa
nú flúið átökin í austanverðri
Úkraínu. Nærri 190 þúsund
þeirra hafa flúið yfir landamærin
til Rússlands.
Ástandið í Luhansk er einna
verst og segja Sameinuðu þjóð-
irnar þörfina þar fyrir aðstoð
vera brýnasta. - gb
Hörð átök í Úkraínu:
Árásir gerðar
á flóttafólk
RÚSSNESKI HERINN Á fleygiferð
skammt frá landamærum Úkraínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI IFS greining gerir ráð
fyrir að hagnaður Vodafone á
Íslandi sé 250 milljónir króna á
öðrum ársfjórðungi eftir skatta
og að EBITDA verði 800 millj-
ónir króna. Fyrir árið er spá IFS
nú um 13,5 milljarða króna velta,
3,2 milljarða króna EBITDA og
um 960 milljóna króna nettó-
hagnaður. Skipt var um forstjóra
á öðrum fjórðungi, þegar Stefán
Sigurðsson tók við af Ómari Svav-
arssyni, og félagið hefur nú feng-
ið alþjóðlega ISO-vottun um upp-
lýsingaöryggi. Uppgjör Vodafone
verður birt á miðvikudaginn. - jhh
Afkomuspá fyrir Vodafone:
Hagnaður verði
250 milljónir