Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 16

Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 16
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Bændasamtökin, með dyggum stuðn- ingi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár. Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kinda- bændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bænda- ráðuneytis. Ef sól skín á grill lands- manna gufar allt kindakjöt á markaðn- um upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kinda- kjötsfjöll. Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beik- on upp af markaðnum. Vegna bein- greiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni. Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurfram- leiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bænda- málastjórar, ekki meir, ekki meir? Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir ➜ Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll. LANDBÚNAÐUR Þórólfur Matthíasson prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands Bara fyrir suma Birgitta Jónsdóttir og vinir hennar í þingflokki Pírata greindu frá því um helgina að flokkurinn hygðist flytja tillögu á Alþingi um vantraust á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra vegna lekamálsins. Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, bendir á það á vefsíðu sinni að flokkurinn er stofnaður á grundvelli þeirrar hugsjónar að menn séu ekki sóttir til saka fyrir að miðla upplýsingum til almennings á netinu hvort sem það er talið löglegt eða ekki. Þetta var nú einhvern tímann kallað að hitta naglann á höfuðið. Það virðist nefnilega vera lykilatriði fyrir Pírata hverjir deila upplýs- ingunum og hvaða upplýsingar það eru. Frjálst upplýsingaflæði verði því bara fyrir suma. Sóttist víða eftir starfi Árni Þór Sigurðsson greindi félögum sínum í þingflokki VG frá því í gær að hann hefði sagt af sér þingmennsku. Það kom svo sem ekki á óvart, því greint hafði verið frá því að Árni hefði verið skipaður sendiherra. Í bréfi til félaga sinna, sem einnig var birt í fjölmiðlum, segir Árni frá því að til greina hafi komið að hann færi að vinna hjá ÖSE áður en hann var skipaður sendiherra. En eftir stendur óútskýrt hvers vegna Árni Þór hefur leitað logandi ljósi að nýju starfi einungis ári eftir að hann var endurkjörinn á þing. Breyttar aðstæður Aðstæður í VG hafa að vísu breyst verulega frá því fyrir síðustu þing- kosningar og starf þingmanns VG ekki nærri því eins spennandi eins og það var. Þingflokkurinn minnkaði um helming, flokkurinn fór úr meirihluta í minnihluta og Árni Þór missti sæti sitt sem formaður utanríkismála- nefndar. Í slíkum aðstæðum getur verið gott fyrir þreytta stjórnmála- menn að halla sér að ráðandi öflum í von um að sam- trygging stjórnmálamanna sé ekki bara einhver mýta. jonhakon@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU F ramhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameist- arafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Péturs- son, rektor MR, segir í Frétta- blaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nem- endum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu sam- ræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kapp- kostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera væn- legur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé sam- þykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Stytting náms getur líka þýtt styttri grunnskóla: Ekki ein ríkisleið að styttra námi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.