Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 17

Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2014 | SKOÐUN | 17 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórn- endur við slíkt og eiga í mismikl- um vandræðum með að sam- ræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kuln- un og álag í starfi, undirmönnun saman ber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í við- líka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjöl- skyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja. Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði ein- hver, og er það eflaust rétt, hlut- verk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunn- ist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varð- andi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki tak- ist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hag- kvæmt að fara slíka leið. Sérstak- lega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bret- landi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hér- lendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri. Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfs- menn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunn- ingja gæti aukist. Meiri tími skap- aðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnu- tíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki fram- leiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slík- ar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinn- ur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýska- landi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðal- vinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífur- leg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdóms- valdandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað feng- ið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að ein- hverju leyti má rekja til umhverf- isþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúk- dómar, krabbamein, offita, sykur- sýki og hvers konar aðrir sjúkdóm- ar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljóm- grunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtíma- veikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raun- hæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 millj- arðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mik- ils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti. Aukin framleiðni, meiri hamingja, minna stress Í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri. CRÉATIVE TECHNOLOGIE Citroën Nemo er með lægsta verðmiðann á markaðnum. Gerðu samanburð og veldu hagkvæman og lipran sendibíl sem uppfyllir allar þínar kröfur. Nemo er vel búinn og sparneytinn, hvort sem þú velur bensín eða dísil. Hliðarhurðir beggja vegna auðvelda hleðslu og hægt er að flytja lengri hluti með því að fella niður skilrúmið. Kauptu hagkvæman Citroën Nemo, við aðstoðum þig með fjármögnun. Komdu í reynsluakstur. CITROËN NEMO ER HAGKVÆMASTI KOSTURINN citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. • LÆGSTA VERÐIÐ • HLIÐARHURÐIR BEGGJA VEGNA • FELLANLEGT SKILRÚM• SPARNEYTINN • CITROËN NEMO VAN 6 HURÐA VERÐ FRÁ: 1.984.063 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.490.000 KR. MEÐ VSK HAGKVÆMASTI KOSTURINN Undanfarin misseri hefur deilan um landareign og meðferð þess lands blossað upp og er mjög hávær um þessar mund- ir þar sem „eigendur“ lands vilja ráðskast með landið eftir eigin höfði og telja sig eigendur þess, og vísa þá gjarnan í stjórn- arskrárvarinn heilagan rétt! Hugtökum ruglað saman Eignarrétturinn er svo sannarlega varinn í stjórnarskránni, en hvað er eign? Er ekki eign afurð fram- kvæmda einstaklinga eða hóps ein- staklinga sem lagt hefur hugsun og vinnu í sköpun eignar sem þá er stjórnarskrárvarin, og tryggir við- komandi umráð yfir þeirri sköpun? Eignarréttur er hugtak, nytjaréttur er annað hugtak, en oft hef ég á til- finningunni að þessum tveim hug- tökum sé ruglað saman, meðvitað eða ómeðvitað. Auðlindir eign þjóðarinnar Nytjaréttur er þegar einstakling- ar eða hópur þeirra notar gæði í umhverfinu sem enginn einstak- lingur eða hópur einstaklinga hefur skapað, heldur er fyrir í umhverfinu og kallast því AUÐ- LIND. Helstu auðlindir eru; LOFT, VATN og LAND auk allra þeirra gæða sem í þeim felast. Auðlindir í náttúru Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Eng- inn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eign- ar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Auðlindir Íslands markast af auð- lindalögsögu landsins í samræmi við alþjóðlega samninga þar um. Utan lögsögunnar tekur við sam- eiginleg auðlind mankynsins alls í umsjá hinna sameinuðu þjóða heimsins. Vatnalög og þjóðlenda Í tilraunum okkar til að setja lands- mönnum nýja stjórnarskrá, hefur þokast í rétta átt með skilgrein- ingu á mismuni nytja og eignar á auðlindum, má þar nefna til hugtök- in „vatnalög“ og „þjóðlenda“. Einfalda má þessi hugtök í stjórnarskrá með því að skilgreina í eitt skipti fyrir öll að: Allt land frá fjallatoppum ásamt sjávarbotni að auðlindalögsögu er „ÞJÓÐLENDA“. Og allt vatn í hvaða formi sem er, er auðlind í umsjón þjóðarinnar, loftið yfir auðlindalögsögunni allri í þá hæð sem alþjóðalög skilgreina er auðlind í umsjón og ábyrgð þjóð- arinnar. Hver á landið mitt Ísland? NÁTTÚRA Björn Jóhannsson tæknifræð- ingur ➜ Eignarréttur er hugtak, nytjaréttur er annað hugtak, en oft hef ég á tilfi nningunni að þessum tveim hugtökum sé ruglað saman, meðvitað eða ómeðvitað. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.