Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 18
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18
Nú er það svo að þeir sem
setja fjárlög sem stofn-
anir ríkisins eiga að fara
eftir eru aðrir en þeir sem
framfylgja ákvörðuninni.
Aftur á móti er það stað-
reynd að þeir sem setja
fjárlög ákveða einnig
verkefni stofnana, stund-
um er rammi verkefna
hafður fljótandi á meðan
hann er skýrt markaður í
annan tíma.
Orðræða minnir á kalda stríðið
Í ár, eins og oft áður, segja þing-
menn að ástæða þess að fjárlög
riðlast séu starfsmenn ríkisins.
Ástæðan er starfsumhverfi og
lög og reglur sem gilda um opin-
bera starfsmenn og forstöðumenn
stofnana. Forstöðumenn valda
ekki starfi sínu og ættu að fá sér
annað sem þeir ráða við. Dregnir
eru upp draugar sem minna um
margt á orðræðu ára sem kennd
eru við kalt stríð. Opinberir starfs-
menn eru æviráðnir er lífseigur
draugur og rangt með öllu. Þeir
sem halda því fram eru vísvitandi
að halda í umræðunni veruleika
fyrir setningu laga nr. 70/1996 um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. Við verðum einnig að
hafa í huga að það er munur á að
vera embættismaður eða almenn-
ur opinber starfsmaður. Embættis-
menn, sem eru örfáir, eru settir til
fimm ára en almennir starfsmenn
flestir ráðnir ótímabundið eftir
reynslutíma sem getur verið allt
að einu ári.
Vafasamar fullyrðingar
Hér á landi sem og í þeim lönd-
um sem við berum okkur saman
við gilda lög um ríkisstarfsmenn.
Lögin eru tilkomin vegna hagsmuna
almennings og ríkisvaldsins en ekki
hagsmuna starfsmannanna sjálfra.
Verið er að vernda ríkisstarfs-
menn gegn pólitískum þrýstingi
eða afskiptum stjórnmálamanna
og reynt að tryggja óhæði
starfsmannanna.
Það er forkastanlegt
þegar þingmenn fleygja
fram vafasömum fullyrð-
ingum sem gripnar eru
sem heilagur sannleikur.
Það er að verða árvisst að
formaður fjárlaganefndar
komi með gífuryrði um
embættismenn og aðra
opinbera starfsmenn. Gert
í lok sumars rétt áður en
fjárlög eru lögð fram. Ég
vek athygli á að í apríl 2012 var
lögð fram skýrsla starfshóps, sem
skipaður var af fjármálaráðherra,
um stöðu, starfsskilyrði og kjör
forstöðumanna.
Tillögur starfshópsins taka bæði
á ytri og innri þáttum í starfsum-
hverfi forstöðumanna. Hvað ytri
þættina varðar gerir hópurinn það
að tillögu sinni að sjálfstæði og
ábyrgð stjórnenda á stefnumörk-
un og rekstri sinna stofnana verði
skilgreind með skýrum hætti.
Jafnframt verði tryggt að ráð-
herra og þing hafi skýrt mótaðar
leiðir til að kalla viðkomandi for-
stöðumann til ábyrgðar. Þá legg-
ur starfshópurinn til að sett verði
í gang endurskoðun bæði á starfs-
mannalögum og fjárreiðulögum
sem og fjárlagaferlinu í heild þar
sem horft verði til sjónarmiða,
tillagna og ábendinga forstöðu-
manna.
Lítilmannlegt
Markmiðið með öllum þessum
breytingum verði að auðvelda for-
stöðumönnum að sinna þeim fjöl-
þættu hlutverkum sem þeim er
ætlað að sinna við rekstur sinna
stofnana. http://www.fjarmalarad-
uneyti.is/media/utgafa/Tillogur_
starfshops_042012.pdf.
Hvað hefur verið gert í þessu?
Hvað hefur verið unnið af því
sem Ríkisendurskoðun bendir á í
skýrslu um mannauðsmál ríkisins
frá janúar 2011? Http://www.rikis-
endurskodun.is/fileadmin/media/
skyrslur/mannaudur_starfslok.pdf.
Starfsmenn ríkisins eru um
21 þúsund eða um 12% starfandi
fólks í landinu. Fáir ríkisstarfs-
menn vinna störf sem eru líkt og
afgreiðsla yfir búðarborð. For-
stöðumanni er óheimilt, svo dæmi
sé tekið, að hætta að ryðja vegi
eða borga lífeyri af þeirri ástæðu
einni saman að rammi fjárlaga
er þrengri en reyndin. Það er lít-
ilmannlegt, svo ekki sé fastar að
orði kveðið, þegar þingmenn segja
að það sé forstöðumanna að halda
rekstri innan fjárlaga en hafa um
leið engar lausnir til að taka á
vandanum.
Þurfa að tala af þekkingu
Það er afspyrnuvont þegar
sex mánaða uppgjör byggist á
útgjaldadreifingu samkvæmt
formúlunni fjárlög/12x6. Ávallt
á að skoða stöðu stofnana miðað
við greiðsluáætlun og dreifa
fjárlögum miðað við útgjöld per
mánuð. Hins vegar á að færa til
tekjur reglulega yfir árið og for-
stöðumenn eiga að muna að ríkis-
sjóður á sem sjaldnast að brúa bil
útgjalda og sértekna vegna verk-
efna. Það verður að vera kristal-
tært og heimild fyrir því þegar
það kemur til.
Við frábiðjum okkur að heyra
fréttir um stöðu ríkisstofnana sem
eru jafn illa ígrundaðar og þær
sem fjárlaganefnd Alþingis lagði
fram nú í ágúst.
Við eigum rétt á að þingmenn
tali af þekkingu um málefni starfs-
manna ríkisins.
Árinni kennir illur ræðari
Árið 1974 hófst formlegt
samstarf á sviði jafnrétt-
ismála á vettvangi Nor-
rænu ráðherranefndar-
innar. Ákvörðun þessi
hefur án efa átt sinn
þátt í að kynjajafnrétti
mælist hvergi meira
en á Norðurlöndunum.
Samstarfið hefur aukið
þekkingu okkar, samráð
og samvinnu sem hefur
skilað árangri og fært
okkur nær markmiðinu
um norræn samfélög réttlætis og
lýðræðis.
Ráðstefna í Hörpu
Ísland fer í ár með formennsku
í starfi norrænu ráðherranefnd-
arinnar og það kemur í okkar
hlut að boða til hátíðarráðstefnu
í tilefni afmælisins. Ráðstefnan
verður haldin í Hörpu þann 26.
ágúst næstkomandi og er mark-
mið hennar að fjalla um árangur
og framtíðarmarkmið samstarfs-
ins. Þar verður meðal annars
lögð áhersla á jafnrétti á vinnu-
markaði, menntun og aukna þátt-
töku karla og drengja í jafnrétt-
isstarfi. Um þessar mundir er
fagnað aldarafmæli kosningarétt-
ar kvenna á Norðurlöndum og af
því tilefni verður hugað að stöðu
lýðræðis með hliðsjón af stjórn-
málaþátttöku kvenna. Ráðstefnan
er öllum opin.
Miklar breytingar orðið
Á þeim 40 árum sem liðin eru frá
upphafi norræns samstarfs hafa
miklar breytingar átt sér stað.
Menntun og atvinnuþátttaka
kvenna hefur aukist gríðarlega,
konum hefur fjölgað verulega á
þjóðþingum, í ríkisstjórnum og
í sveitarstjórnarmálum
þar sem karlar voru áður
allsráðandi. Innan fjöl-
skyldna hafa orðið breyt-
ingar á verkaskiptingu,
ekki síst hefur feðrahlut-
verkið breyst með aukn-
um réttindum feðra til
fæðingar- og foreldraor-
lofs. Á þessum tíma hafa
Norðurlöndin tekið for-
ystu í alþjóðlegum saman-
burði og skipað sér í efstu
sæti lista Alþjóðaefnahags-
ráðsins sem árlega mælir árang-
ur ríkja á sviði jafnréttismála.
Ný mál hafa verið sett á dagskrá
stjórnmálanna ekki síst baráttan
gegn kynbundnu ofbeldi, sam-
starf við Eystrasaltslöndin eftir
hrun járntjaldsins og nú síðast
þær áskoranir sem felast í loft-
lagsbreytingum og þeim vaxandi
áhuga sem beinist að norðurslóð-
um. Mikilvægt er að hafa kynja-
sjónarmið í huga við stefnumótun
og framkvæmdir í þessum málum
því þau hafa mismunandi áhrif á
líf kvenna og karla.
Þurfum að halda vöku okkar
Norðurlöndin hafa farið mis-
munandi leiðir í jafnréttisstarfi
með mismunandi stofnanaupp-
byggingu og aðgerðum en það
sem mestu máli skiptir er að við
höfum öll náð árangri. Mikilvægt
er þó að hafa hugfast að þessi
árangur kom ekki af sjálfu sér
heldur er hann afrakstur mikill-
ar vinnu og baráttu kvennahreyf-
inga fyrir jafnrétti kynjanna. Við
þurfum að halda vöku okkar til að
ekki verði bakslag. Við stöndum
enn frammi fyrir miklum áskor-
unum og erfiðum verkefnum.
Við munum mæta þessum áskor-
unum og halda áfram að byggja
upp norræn samfélög jafnréttis
og lýðræðis. Samfélög þar sem
konur og karlar njóta sömu tæki-
færa og jafnrar stöðu á vinnu-
markaði og samfélög þar sem
allir leggjast á eitt um að vinna
gegn kynbundnu ofbeldi. Við
þurfum að auka þekkingu á því að
jafnrétti kynja er ekki eingöngu
réttlætis- og lýðræðismál heldur
er það einnig efnahagsleg nauð-
syn og grundvöllur norrænna vel-
ferðarsamfélaga.
Ryðja hindrunum úr vegi
Mikil atvinnuþátttaka kvenna
er einn af hornsteinum hagvaxt-
ar og velferðar og við eigum að
halda áfram að ryðja úr vegi
jafnt formlegum sem óformleg-
um hindrunum fyrir jafnri þátt-
töku kynjanna á öllum sviðum.
Jafnréttismál eru ekki afmarkað
svið heldur snerta þau líf okkar
allra. Upplýsingar og þekking á
stöðu mála eru undirstaða þess að
við getum haldið áfram að vinna
að markmiðum opinberrar jafn-
réttisstefnu. Norræn samvinna
stendur traustum fótum. Með
vináttu okkar, rótgrónu samstarfi
og sameiginlegum hugsjónum og
hagsmunum náum við árangri.
Megi afmælisárið og hátíðarráð-
stefnan verða okkur öllum hvatn-
ing til dáða og frekari samvinnu.
Norrænt samstarf um
jafnrétti kynjanna í 40 ár
JAFNRÉTTISMÁL
Eygló
Harðardóttir
félags- og hús-
næðismálaráðherra
➜ Við stöndum enn frammi
fyrir miklum áskorunum
og erfi ðum verkefnum.
Við munum mæta þessum
áskorunum og halda áfram
að byggja upp norræn sam-
félög jafnréttis og lýðræðis.
FJÁRLÖG
Eirný Valsdóttir
MPM og fyrrverandi
opinber starfs-
maður
➜ Dregnir eru upp draugar
sem minna um margt á
orðræðu ára sem kennd
eru við kalt stríð. Opinberir
starfsmenn eru æviráðnir er
lífseigur draugur og rangt
með öllu.
Hvert myndi askan fara?
Ritstjórinn var spurður að því í dag (sunnudaginn 17. ágúst)
hvert aska færi ef svo ólíklega vildi til að öskugos hæfist á
morgun (mánudaginn 18. ágúst) úr Bárðarbungu. Þótt hann
vissi reyndar að aðaláttin í háloftunum þessa dagana er úr
norðvestri kom samt smáhiksti– vissara að tékka á málinu.
trj.blog.is
Trausti Jónsson
Kranablaðamennska
Einstaklega aumingjalegt viðtal var við forstjóra Eimskipafélags
Íslands í fréttum Ríkissjónvarps á sunnudagskvöld (17.08.2014).
Forstjórinn var spurður hversvegna nýtt skip, Lagarfoss, væri
ekki skráð á Íslandi. Forstjórinn svaraði út og suður og við
vorum nákvæmlega engu nær. Kranablaðamennska.
esgesg.blog.is
Eiður Guðnason
AF NETINU