Fréttablaðið - 19.08.2014, Qupperneq 24
HEILSAFÓLK |
Útsölustaðir:
Hagkaup lífræna deildin, Fjarðarkaup - Fræið heilsuhornið, Heilsuhúsið,
Blómaval – heilsuhornið, Lifandi markaður Borgartúni
www.icecare.is - Netverslun
Pana Chocolate
Súkkulaði sem er gott fyrir þig…
• Náttúruleg ofurfæða
• Enginn unninn sykur!
• Framleitt við lágan hita til að viðhalda
miklu magni næringaefna
• Inniheldur hrá lífræn- og náttúruleg
innihaldsefni
Allt okkar súkkulaði er bæði
hand- gert og innpakkað
Inniheldur lífrænt kakó sem er með mikið magn
af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.
GLERAUGU ERU SKART
Við kaup á margskiptum gleraugum færðu
margskipt sólgler í þinum styrk í kaupæti.
Við kaup á gleraugum nær/fjær færðu
sólgler í þinum styrk í kaupæti.
40-50 %
afsláttur
af völdum umgjörðum
til 28/8 2014
Gul poloroid sólgler í þínum
styrk á góðu verði
Sjón- og linsumælingar
hjá Birni Óskari s: 463-1455
Gleraugnasalan-Geisli-ehf
Holl og góð næring er nauðsynlegt eldsneyti þegar keyra á líkamann að þolmörkum. Maraþonhlauparar ættu ekki að borða eitt-
hvað sem þeir eru ekki vanir að borða daginn fyrir
hlaup og alls ekki sama dag og hlaupið fer fram. Í
raun þarf að skipuleggja mataræðið samhliða æf-
ingaprógramminu vikum fyrir stóra hlaupið.
Fáir gætu leikið eftir árangur hlauparans Grete
Waitz, en hún vann New York-maraþonið árið 1978
eftir að hafa skóflað í sig rækjukokkteil, nautasteik,
ís og rauðvíni kvöldið áður. Reyndar þreif Grete af
sér hlaupaskóna þegar hún kom í mark, henti þeim
í mann sinn og gargaði að þetta ætlaði hún aldrei
að gera aftur, enda líklegt að henni hafi ekki liðið
vel í maganum.
Á heimasíðunni womensrunning.competitor.com
er mælt með eftirfarandi matseðli fyrir þá sem ætla
að hlaupa heilt maraþon:
HÁDEGISMATUR 20 TÍMUM FYRIR HLAUP
Kalkúnaborgari í heilhveitibrauði
Salat
Saltkringlur
Límonaði og vatn
NASL 16 TÍMUM FYRIR HLAUP
Grísk jógúrt og jarðarber
Vatn
KVÖLDMATUR 12 TÍMUM FYRIR HLAUP
Bakaður fiskur
Gufusoðið zucchini
Brún hrísgrjón
Banani
NASL 10 TÍMUM FYRIR HLAUP
Frosin jógúrt með jarðarberjum og smá hunangi
MORGUNMATUR 2 TÍMUM FYRIR HLAUP
Heilhveitibeygla með hnetusmjöri og sultu
230 ml vatn eða léttur orkudrykkur
NASL 90 MÍNÚTUM FYRIR HLAUP
Banani
230 ml orkudrykkur
NASL 45 MÍNÚTUM FYRIR HLAUP
1 gel
118 ml orkudrykkur
EINFÖLD UPPSKRIFT AÐ LAXI MEÐ SPÍNATI OG
BRÚNUM HRÍSGRJÓNUM
2 msk. ólívuolía
¼ bolli skorinn laukur
½ bolli brún hrísgrjón
1 bolli vatn
1 bolli spínat
4 laxafillet
1 tsk. sítrónusafi
Hitið olíu í potti. Bætið lauk út í og hrærið þar til
hann er orðinn mjúkur en ekki brúnn. Bætið hrís-
grjónum og hrærið vel. Bætið svo vatninu út í
og látið suðuna koma upp. Látið malla undir loki
þar til vatnið er að mestu gufað upp, eða um 15
mínútur. Leggið þá spínatið og laxinn ofan á hrís-
grjónin og setjið lokið á, og eldið áfram þar til
laxinn losnar auðveldlega sundur eða um það bil í
tíu mínútur.
Uppskrift fengin af food.com.
MAGINN Í MARAÞONI
HEILSA Góð næring er nauðsynleg fyrir mikil líkamleg átök. Þeir sem
hyggja á heilt maraþon um næstu helgi ættu að passa upp á matseðilinn
síðustu dagana fyrir hlaupið.
TVEIMUR TÍMUM FYRIR HLAUP Gróft brauð eða beygla með
hnetusmjöri og sultu er fyrirtaks morgunmatur á hlaupadaginn.
TÍU TÍMUM FYRIR HLAUP Frosin jógúrt með jarðarberjum
og smá hunangi er góð kvöldið fyrir hlaup.
TÓLF TÍMUM FYRIR HLAUP Kvöldið fyrir hlaupið er gott að
borða, fisk, hrísgrjón og grænmeti.
GÓÐ NÆRING NAUÐSYNLEG Þegar keyra á líkamann upp að þolmörkum verður að borða vel. MYND/ NORDIC PHOTOS GETTY
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín