Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaþjónusta ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 20142
Að ýmsu þarf að huga þegar fyrirtæki er stofnað, sérstaklega í fyrsta sinn. Miklu máli skiptir að undirbúningur sé góður
og leitað sé til réttra aðila varðandi góð ráð.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ), sem
heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið og iðnaðarráðherra, hefur meðal
annars það hlutverk að veita frumkvöðlum og
fyrirtækjum öfluga stuðningsþjónustu. Sig-
urður Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá NMÍ,
segir afar mikilvægt að afla sér góðra upplýs-
ingar áður en lagt er af stað með stofnun fyr-
irtækis. „Við hjá NMÍ veitum fjölbreyttar upp-
lýsingar varðandi undirbúning, stofnun og
rekstur fyrirtækja og veitum þá þjónustu án
endurgjalds. Einnig má benda á að rekstrar-
ráðgjafar, lögfræðingar, endurskoðendur og
margir fleiri geta veitt gagnlegar upplýsingar.“
Ólík rekstrarform
Í upphafi þarf meðal annars að skoða rekstr-
arform fyrirtækis að sögn Sigurðar. „Það er
mjög breytilegt eftir eðli og umfangi starf-
seminnar hvaða form er heppilegast. Einnig
hvort það er einn eða fleiri einstaklingar eða
lögaðilar sem vilja stofna fyrirtæki. Um leið er
mikilvægt að skoða hversu mikil áhætta fylgir
rekstrinum.“ Hann nefnir sem dæmi ef ein-
staklingur er að hefja rekstur þar sem áhætta
er lítil og laun eru aðalkostnaðarliðurinn.
„Þar gæti verið athugandi að reka þetta fyrir-
tæki á eigin kennitölu. Ef fleiri en einn koma
að stofnun fyrirtækis eða ef áhættan er mikil
væri hægt að takmarka ábyrgð viðkomandi
með stofnun einkahlutafélags.“
Skattar eru mismunandi eftir félagsform-
um. Þannig er lægsta skattprósentan nú á
einkahlutafélög og hlutafélög, eða 20% af
hagnaði fyrir skatt. Ef arður er tekinn út úr
þessum félögum er hann skattlagður sér-
staklega. „Hins vegar getur hæsti skatturinn
verið á rekstur á eigin kennitölu. Þar verður
skattlagning á hagnað hæst 46,22% eða jöfn
hæsta þrepi í staðgreiðslu, til dæmis ef við-
komandi hefur nýtt lægri skattþrep að fullu
vegna reiknaðs endurgjalds í eigin rekstri.“
Þegar form fyrirtækis er ákveðið ber að skrá
það hjá Ríkisskattstjóra en á vef embættisins
er að finna góðar upplýsingar fyrir þá sem eru
að hefja rekstur. „Þar má til dæmis finna finna
eyðublöð og upplýsingar um skráningu fyr-
irtækja og sýnishorn af samþykktum félaga
sem hægt er að nota sem grunn fyrir sam-
þykktir nýs félags.“ Hann minnir á nauðsyn
þess að kanna vel hvort nafn á nýju félagi sé í
notkun eða verndað sem hluti af vörumerki.
„Starfsmenn Fyrirtækjaskrár veita upplýsing-
ar um hvort unnt er að nota tiltekið nafn eða
ekki. Til að byrja með er hægt að fletta nafni
upp í þjóðskrá fyrirtækja. Eyðublöð þarf að
fylla vandlega út samkvæmt leiðbeiningum
og tryggja að rithandarsýnishorn og undir-
skriftir séu á réttum stöðum.“
Vefur skiptir máli
Algengt er að útvista ýmsum þáttum rekstr-
ar þótt það fari vissulega eftir þekkingu,
hæfni, styrkleikum og tíma þess eða þeirra
sem stofna fyrirtækið. „Ef stofnendur hafa
þekkingu og tíma til að sinna þessum þátt-
um innan fyrirtækisins þá er það bara hið
besta mál. Það er hins vegar algengt að fólk
útvisti bókhaldi og hluta af markaðsmálum,
til dæmis hönnun á markaðsefni. Sumir velja
þá leið að fá með sér fólk í stjórn félagsins sem
hefur góða þekkingu á tilteknum sviðum, til
dæmis sviðum sem það hefur sjálft takmark-
aða þekkingu á.“
Að lokum nefnir Sigurður mikilvægi þess
að huga vel að vefmálum fyrirtækisins og
sýnileika þess á vefnum. „Eigendur þurfa
strax í upphafi að huga að tilgangi vefsíð-
unnar. Á vefurinn að vera sölusíða, kynning-
arsíða eða til upplýsingar. Mikilvægt er að at-
huga hvort viðkomandi lén sé laust en það má
til dæmis kanna á isnic.is. Einnig er hægt að
kanna með leitarvélum hvort nafn fyrirtæk-
isins sé í notkun hér á landi eða annars stað-
ar. Síðan er rétt að ítreka að vinnu við heima-
síðuna er ekki lokið þegar hún er komin upp
heldur þarf að viðhalda henni reglulega.
Heimasíða sem ekki er uppfærð reglulega
getur snúist upp í andhverfu þess sem til var
ætlast í upphafi.“
Undirbúningur skiptir miklu máli
Þegar fyrirtæki er stofnað þarf að huga að mörgum þáttum. Miklu máli skiptir að undirbúa sig vel og leita til fagaðila. Meðal þátta sem
þarf að huga að er form fyrirtækisins, skráning þess, hvaða þáttum ber að útvista og hvers konar vefsíðu fyrirtækið ætlar að hafa.
„Eigendur þurfa strax í upphafi að huga að tilgangi vefsíðunnar,“ segir Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri
hjá NMÍ. MYND/AUÐUNN
Ferskar vatnslausnir
fyrir vinnustaðinn!
Kynntu þér úrvalið á www.kaffi.is
eða hafðu samband við sölufulltrúa okkar í síma 585 8585
www.kaffi.is
INNNES ehf.
Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sími 585 8585 • www.kaffi.is
INNNES býður fjölbreytt úrval drykkjarlausna fyrir alla vinnustaði.
Rekstrarvöru
- vinna með þér
r