Fréttablaðið - 19.08.2014, Síða 42
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR26
„Mér finnst alltaf jafn skemmti-
legt að sjá hvaða karaktera fólk
sér úr printinu sem vekja barnið
innra með þeim og auðvitað brosið
sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn
Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá
sér nýja línu, I Don’t Want to Grow
Up, sem er innblásin af gömlum
leikföngum.
„Innblásturinn að mynstrinu
kemur upphaflega frá gömlum
leikföngum sem ég fékk æði fyrir
og fór á flest öll dótasöfn í Lond-
on og fékk að gramsa í kössum hjá
alls konar söfnurum og á mörkuð-
um. Ég notaði svo gamalt, franskt
veggfóður sem ég fann í einum af
þessum leiðöngrum sem grunn
til að byggja upp printið svo það
flæðir í samhverfu yfir flíkina og
til að búa til heildarmynd. Þegar
rýnt er í mynstrið má finna alls
konar skemmtilega karaktera,
hluti og munstur,“ segir Rakel.
„Karakterarnir í mynstrinu
koma alls staðar að úr minni æsku,
æsku vina minna og kunningja og
barna þeirra. Frá fólki á öllum
aldri. Karakterarnir eiga það allir
sameiginlegt að kalla fram nost-
algíu, gleði og bros,“ bætir Rakel
við og segist hafa fengið gríðar-
lega góðar viðtökur við línunni.
Rakel hefur verið búsett í Lond-
on síðan hún útskrifaðist sem fata-
hönnuður árið 2012 og líkar borgin
vel. Hún útilokar þó ekki frekari
landvinninga.
„Ég er alltaf með augun opin
fyrir nýjum löndum og tækifær-
um svo það er aldrei að vita hvert
stefnan verður tekin í framtíð-
inni,“ segir hún brosandi. Varð-
andi framtíðina er nóg í pípunum
hjá fagurkeranum.
„Ég er að vinna með öðrum
listamönnum og það verður gaman
að sjá hvað kemur út úr því. Svo er
ég að fara að selja í nokkrum pop-
up-búðum hér í London en hugur-
inn er auðvitað kominn af stað í að
undirbúa næstu línu sem verður
spennandi vinna.“
liljakatrin@frettabladid.is
Ofurfyrirsætan Cara
Delevingne hannar fyrir
tískurisann DKNY
Línan CaraD4DKNY kemur í verslanir í
október en nú er búið að afh júpa klæðn-
aðinn sem ofurfyrirsætan Cara Delev-
ingne hefur hannað fyrir tískumerkið
DKNY. Línan er afar fj ölbreytt og tónar við
þann stíl sem Cara hefur tileinkað sér.
CARA DELEVINGNE. NORDICPHOTOS/GETTY
Meinhollar
pönnukökur
Breyttu til og byrjaðu morguninn á þessu lostæti.
FLIPPUÐ Hönnun Rakelar er ávallt mjög litrík og skemmtileg.
FYRIR STRÁKA OG STELPUR Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og
buxur.
NOSTALGÍAN Í HÁMARKI Í mynstrinu má finna
ýmsar fígúrur.
Fatalína innblásin af
gömlum leikföngum
Fatahönnuðurinn Rakel Blom hefur sent frá sér fatalínuna I Don’t Want To
Grow Up. Rakel segir fatnaðinn vekja barnið sem býr innra með okkur.
Bananakókospönnukökur með bláberjum og kotasælu – fyrir einn
1 meðalstór, þroskaður
banani
1 msk. kókosmjöl
2 msk. kotasæla (einnig
hægt að nota rjómaost
eða gríska jógúrt)
1 msk. heilhveiti
1 egg
smá salt
handfylli bláber
1 tsk. olía
Maukið banana
og blandið honum
saman við kókosmjöl,
kotasælu, hveiti, egg
og salt. Bætið síðan
bláberjunum saman við.
Hitið olíuna á pönnu og
steikið pönnukökurnar
í 1–2 mínútur á hvorri
hlið. Ljúffengt að bera
fram með bláberjum og
kókosmjöli ofan á.
Fengið af síðunni
aspoon fulof photo-
graphy.blogspot.de
Spínatpönnukökur – fyrir fjóra
1 2/3 b ollar h aframjöl
1 meðalstór banani
1 bolli spínat
1 bolli vanillumöndlu-
mjólk (einnig hægt að
nota vatn)
Setjið 1 og 1/3 bolla
haframjöl í matvinnslu-
vél og vinnið þangað til
það líkist hveiti. Bætið
maukuðum banana,
spínati og mjólk í
matvinnsluvélina og
blandið vel saman.
Takið síðan afganginn
af haframjölinu og
blandið í nokkrar sek-
úndur. Hitið olíu eða
smjör á pönnu og setjið
¼ af deiginu á hana
þegar hún er orðin heit.
Steikið í um það bil 2
mínútur á hvorri hlið.
Fengið af síðunni
wholelivinglauren.com
Hindberjapönnukökur – fyrir tvo
2 tsk. ólífuolía
1 bolli möndlumjöl
2 egg
1 3 bolli kókosmjólk
¼ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. sítrónusafi
1 tsk. kókoshveiti
1 tsk. kókosolía
1 tsk. hunang
10 hindber
Blandið möndlumjöli,
eggjum, kókosmjólk,
salti, lyftidufti, sítrónu-
safa, kókoshveiti,
kókosolíu og hunangi
saman í stórri skál.
Hellið olíunni á pönnu
og hitið yfir miðlungs-
hita. Skiptið deiginu
í tvo hluta og hellið
öðrum hlutanum á
pönnuna. Setjið 5
hindber ofan á pönnu-
kökuna og steikið í 4
mínútur. Snúið henni
við og steikið í 2 mín-
útur á hinni hliðinni.
Endurtakið með hinn
helminginn af deiginu.
Fengið af síðunni
perchancetocook.com
LÍFIÐ