Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 44

Fréttablaðið - 19.08.2014, Side 44
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 28 Söngkonan Madonna fagnaði 56 ára afmæli sínu um helgina. Þemað í veislunni var þriðji áratugurinn og létu helstu stjörnur tískuheims- ins sig ekki vanta. Fyrirsætan Kate Moss fór mikinn í veislunni og sat meðal annars fyrir á mörgum myndum með afmælisbarninu sjálfu. Einnig var þar að finna Mert Alas, Marcus Piggott, fatahönnuðinn og yfirhönnuð Givenchy Riccardo Tisci og Dean og Dan Caten hjá Dsquar ed. Börn Madonnu létu sig heldur ekki vanta en bæði Rocco og Mercy voru í búningi og fögnuðu með móður sinni. Madonna skemmti sér hið besta og má segja að partíið hefði alveg eins getað átt sér stað í bíó- myndinni The Great Gatsby. Stjörnum prýdd veisla Madonnu Söngkonan Madonna fagnaði 56 ára afmæli sínu.➜ Afmælið var haldið í franska strandbæn- um Cannes. ÁRINU ELDRI Madonna kann að halda góð partí. NORDICPHOTOS/GETTY SKEMMTI SÉR Kate Moss kann að halda uppi stuðinu. Söngkonan Christina Aguilera hefur nefnt nýfædda dóttur sína Summer Rain Rutler. Stúlkan litla kom í heiminn á laugardaginn og er annað barn söngkonunnar vinsælu. Fyrir á hún soninn Max, sem er að verða sex ára, með fyrr- verandi eiginmanni sínum Jordan Bratman. Unnusti hennar og faðir Summer Rain er Matt Rutler. Aguilera fór að fordæmi fleiri stjarna og notaði samskiptamið- ilinn Twitter til að koma nafninu áleiðis til aðdáenda sinna. Fæðing- in gekk vel en Summer Rain var tekin með keisaraskurði líkt og stóri bróðirinn. Nefnir dótturina SUMARREGN Christina Aguilera nefnir sitt annað barn Summer Rain. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarann Alexander Skarsgård dreymir um að leika á Broadway. Þessi vinsæli leikari er byrj- aður að leita að íbúðum í New York þrátt fyrir að vera ekki með neina vinnu í borginni. Skars- gård er þessa dagana að leika í sinni sjöundu seríu af True Blood en það vampíruævintýri er senn á enda og er því sænski sjarmör- inn farinn að kíkja í kringum sig. Einnig er hann með annan fótinn í London þar sem hann leikur í myndinni Tarsan sem er í tökum. „Ég er að skoða íbúðir í New York og planið er að flytja þang- að. Ég veit ekkert hvað ég geri, bíó, sjónvarp, leikhús. Það væri gaman að fara á svið, gera eitt- hvað allt öðru vísi.“ Langar á svið FLYTUR ALexander Skarsgård er tilbúinn að færa sig frá hvíta tjaldinu á svið. NORDICPHOTOS/GETTY STÖÐ 2 OG BYLGJAN KYNNA LAUGARDAGINN 13. SEPTEMBER KL. 20.00 Í HOFI ÁSAMT HLJÓMSVEIT TR OMMUR BENEDIKT BRYNLEIFSSON BASSI EIÐUR ARNARSSON GÍTAR GUÐMUNDUR PÉTURSSON GÍTAR JÓN ELVAR HAFSTEINSSON HLJÓMBORÐ ÞÓRIR ÚLFARSSON HAMMOND ÞÓRIR BALDURSSON GLÆSILEGT TÓNLEIKATILBOÐ Á HÓTEL KEA! TÓNLEIKATILBOÐ A TÓNLEIKATILBOÐ B 3JA RÉTTA KVÖLDVERÐUR, TÓNLEIKAR, GISTING OG MORGUNVERÐUR TÓNLEIKAR · 3JA RÉTTA KVÖLDVERÐUR Á MÚLABERGI 24.000 PR MANN Í TVEGGJA MANNA HERBERGI PR MANN Í EINS MANNS HERBERGI 29.500 ....................... PR MANN. 15.000 MIÐASALA Á MIÐI.IS, MENNINGARHUS.IS OG Í SÍMA 450 1000 AUKATÓNLEIKAR SAMA KVÖLD KL. 23:00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.