Fréttablaðið - 19.08.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 19.08.2014, Síða 46
19. ágúst 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 BAKÞANKAR Söru McMahon ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ EXPENDABLES EXPENDABLES LÚXUS FLUGVÉLAR 2 ÍSL TAL2D FLUGVÉLAR 2 ÍSL TAL3D LUCY SEX TAPE DAWN _PLANET OF THE APES 3D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL.. 5 - 8 - 10.40 KL. 5 - 8 - 10.40 KL. 3.40 - 5.50 KL. 3.40 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 EXPENDABLES NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN_PLANET OF THE APES 3D VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.45 - 8 KL. 5.40 - 8 - 10.15 KL. 10.45 KL. 5.20 KL. 8 - 10.10 THE EXPENDABLES 3 5, 8, 10:35(P) LUCY 6, 8, 10 NIKULÁS LITLI 3:5O AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 8 THE PURGE: ANARCHY 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK HITFIX WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 12 ÁGÚST: 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Aðdáendur heiðruðu kónginn Aðdáendaklúbbur Elvis Presley á Íslandi kom saman á Gullöldinni í Grafarvogi um helgina þar sem sann- kölluð Elvis-stemning réð ríkjum. Fjöldi fólks lét sjá sig enda á kóngurinn fj ölda aðdáenda hér á landi. Jósef „Presley“ Ólason tók lagið enda ein fremsta Elvis-eft irherma landsins. Þá var karókívélin vel nýtt og fólk söng lög kóngsins, ásamt því að gæða sér á gómsætum pítsum og sérútbúnum Elvis-samlokum. Í GÓÐUM GÍR Grétar Þór Grétarsson er alvanur því að syngja lög kóngsins og sveik engan með frábærri frammistöðu. ALLIR Í STUÐI Fjöldi fólks lagði leið sín upp á svið og söng lög kóngsins. KÓNGAR Jósef „Presley“ Ólason, ein fremsta Elvis-eft- irherma landsins, tók að sjálfsögðu lagið. Guðmundur mundar saxinn af stakri prýði. MYNDIR/BRAGI RÚNAR SVEINSSON SYNGJA SAMAN Magnús Paul Korntop, einn mesti Elvis-aðdáandi landsins, tók lagið ásamt vinkonu sinni. FLOTT FLÚR Hér sjáum við glæsilegt Elvis-flúr sem einn aðdáandinn skartaði. Undanfarnar vikur hafa þrír vinir mínir flutt búferlum ásamt fjölskyld- um sínum og hafið nýtt líf í nýju landi. Reyndar er sú þriðja og síðasta ófarin enn – hún flyst vestur um haf á morgun. Ég og hún eigum okkur litla sunnudags- hefð: að hittast í kaffi á Eymundsson, fara yfir liðna viku og blaða í gegn- um tímarit. Það var því við hæfi að kveðjustundin ætti sér stað með hefðbundnu sunnudagssniði. AÐ kaffispjallinu loknu var komið að hinni eiginlegu kveðjustund. Vesturfarinn vildi þó ómögulega hafa augnablik- ið of tilfinningaþrungið og tók fram að við mundum auð- vitað halda áfram að eiga okkar vikulega spjall. Og það munum við gera – með aðstoð nýjust tækni og vís- inda. ÉG var sautján ára gömul þegar ég flutti fyrst frá Íslandi. Ég fór að vísu ekki langt, rétt yfir hafið til Írlands þar sem ég fékk að búa hjá föður- bróður mínum og fjölskyldu hans. En í þá daga var allt eitthvað svo „gammeldags“: Mamma mín var sú eina sem ég þekkti sem hafði aðgang að tölvupósti og sjálf var ég ekki nettengd nema einu sinni í viku þegar ég sótti sérstaka tölvutíma í skólanum. Öll mín samskipti við vini voru í formi handskrifaðra bréfa. ÉG flutti svo til Austurríkis á því herr- ans ári 2000. Tækninni hafði fleygt töluvert fram á ekki nema þremur árum og ég var komin með Nokia GSM-síma og flestir vinirnir voru skráðir á MSN- spjallforritið. Ég gat meira að segja fylgst með skemmtanalífinu heima í Reykjavík í gegnum alls kyns netsíður sem sérhæfðu sig í birtingu „djamm- mynda“. Fjórtán árum seinna hafa Facebook, Skype og Instagram bæst við flóruna og gert heiminn enn minni en áður. ÉG mun vissulega sakna sunnudagssam- verunnar með Vesturfaranum en það er huggun harmi gegn að vita af því að hún er ekki nema „one Skype-call away“. Ertu þá farin? Farin frá mér? Justin Bieber @justinbieber 17. ágúst :) Lena Dunham @lenadunham 17. ÁGÚST „Mig langar að búa í smábæ þar sem allir eru daprir ef einhver deyr og við megum öll klappa nýja hestinum í bænum.“– 10 ára snillingur, vinur minn Piers Morgan @piersmorgan 17. ÁGÚST Ég ætla að taka mér vikufrí á Twitter. Tísthreinsun. Reynið að sakna mín ekki of mikið. Mwah x STJÖRNURNAR Á TWITTER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.