Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 56
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
Opið alla helgina
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
1 „Ég hef því miður ekki góðar fréttir“
2 Eldur við Grettisgötu: „Maður beið
bara eft ir þessu“
3 Stökk út um glugga á annarri hæð:
„Ég fer ekkert að láta kveikja í mér
í dag“
4 Myndasyrpa: Æðarkolla reyndi að
drekkja kríuunga
Beggi og Pacas
í það heilaga
Stjörnuparið Guðbergur Garðarsson
og Inácio Pacas da Silva Filho, betur
þekktir sem Beggi og Pacas, gengu
í það heilaga um síðustu helgi. Séra
Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðar-
prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, gaf
þá saman við fallega athöfn en að-
eins nánustu ættingjar og vinir voru
viðstaddir. Hjörtur bar regnbogalitan
blómsveig um hálsinn en brúðhjónin
klæddust skotapilsum. Þá setti Pacas
punktinn yfir i-ið með vígalegum
pípuhatti. Beggi og Pacas hafa verið
saman um árabil en Íslendingar
kynntust þeim vel árið 2008 í sjón-
varpsþáttunum Hæðin þar sem þeir
fóru með sigur af hólmi.
Þá eru þeir annál-
aðir smekkmenn og
matgæðingar og
hafa til að mynda
tekið að sér að
kokka dýrindis
kræsingar fyrir
veislur
af ýmsu
tagi
síðustu
ár.
- l kg
Áður keppinautar, nú par
Selma Björnsdóttir, söngkona og
leikstjóri, er í ástarsambandi við Elmar
Gilbertsson tenór. Hann vakti verð-
skuldaða athygli fyrir frammistöðu sína
í óperunni Ragnheiði og hlaut meðal
annars Grímuna sem söngvari ársins.
Það sem færri hafa áttað sig á er að
einn þeirra söngvara sem tilnefndir
voru í flokknum var einmitt Selma sjálf.
Eins og gefur að skilja fór hún tómhent
heim það kvöldið en hún hafði verið til-
nefnd fyrir söngleikinn Spamalot. - nej
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja