Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 8
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR LEKAMÁLIÐ | 8
PI
PA
R\
TB
W
A
A
BW
A
R\
TB
IP
A
R
PI
••
SÍ
A
SÍ
A
S
•
14
2
3
8
5
8
5
4
2
3
8
1
4
Skeifunni 11B • Reykjavík • Sími 519 7550 • promennt@promennt.is • promennt.is
TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR
BYRJENDUR OG 60+
Sími 519 7550
Námskeið sérsniðið fyrir byrjendur og lítt vana tölvunotendur. Hæg yfirferð með
reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Í lok
námskeiðs eiga þátttakendur að vera færir um að skrifa texta í Word ritvinnslu-
forritinu, setja hann snyrtilega upp og prenta, nýta sér internetið og meðhöndla
tölvupóst. Einnig er kennt á ýmsa samskiptamiðla eins og Facebook.
VIÐFANGSEFNI
• Windows – Grunnatriði tölvunnar
• Æfingar í að skrifa texta í tölvu og prenta út (ritvinnsla í Word)
• Internetið til gagns og gamans
• Upplýsingaleit og vinnsla á internetinu
• Tölvupóstur. Æfingar í að senda og taka á móti tölvupósti (viðhengi o.fl.)
• Facebook og Skype fyri þá sem vilja og hafa áhuga
Hefst: 9. sept. • Lýkur: 30. sept. • Kennt: þri. og fim. (sjö skipti) kl. 13–16
Verð: 34.900 kr. Kennsluhefti á íslensku innifalið.
Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem
almennir notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla
mynda í heimilistölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar,
myndir prentaðar og sendar í tölvupósti.
Hefst: 2. okt. • Lýkur: 14. okt. • Kennt: þri. og fim. (fjögur skipti) kl. 13–16
Verð: 24.900 kr. Kennsluhefti á íslensku innifalið.
TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR OG 60+
STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR OG TÖLVAN 60+
Formenn stjórnarflokkanna, þeir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
og Bjarni Benediktsson, bera enn
traust til Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur. Þeir vilja ekki taka afstöðu
til þess hvort eðlilegt hafi verið að
innanríkisráðherra hafi hlutast til
um rannsókn lögreglu á ráðuneyti
sínu.
Sigmundur Davíð segist enn bera
traust til Hönnu Birnu meðan hún
gegni embætti innanríkisráðherra.
„Hún hefur einnig gefið það út að
hún sjálf sé að kanna stöðu sína sem
ráðherra og hún hefur fullt ráðrúm
til að meta það.“
Bjarni Benediktsson telur málið
erfitt fyrir Hönnu Birnu en átelur
þau vinnubrögð umboðsmanns
Alþingis að gera bréf sitt til innan-
ríkisráðherra opinbert. „Það er
ekki venjan að umboðsmaður deili
bréfum sínum til stofnana með fjöl-
miðlum, það er langt frá því að vera
vanalegt.“ Spurður hvort Hanna
Birna hafi glatað trausti almenn-
ings segir hann: „Það dylst engum
að þetta mál hefur verið ráðherr-
anum erfitt en ég get að öðru leyti
ekki tjáð mig um álit almennings
enda veit það enginn.“ - sa
Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja Hönnu Birnu þurfa að segja af sér:
Faglegri stjórnsýslu ábótavant
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
Formenn stjórnarflokkanna, þeir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
og Bjarni Benediktsson, bera enn
traust til Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur. Þeir vilja ekki taka afstöðu
til þess hvort eðlilegt hafi verið að
innanríkisráðherra hafi hlutast til
um rannsókn lögreglu á ráðuneyti
sínu.
Sigmundur Davíð segist bera
traust til Hönnu Birnu meðan hún
gegni embætti innanríkisráðherra.
„Hún hefur einnig gefið það út
að hún sjálf sé að kanna stöðu sína
sem ráðherra og hún hefur fullt
ráðrúm til að meta það,“ segir for-
sætisráðherra.
Bjarni Benediktsson telur málið
hafa verið erfitt fyrir Hönnu Birnu
og átelur þau vinnubrögð umboðs-
manns Alþingis að gera bréf sitt til
innanríkisráðherra opinbert. „Það
er ekki venjan að umboðsmaður
deili bréfum sínum til stofnana
með fjölmiðlum, það er langt frá
því að vera vanalegt.“
Þegar hann er spurður að því
hvort hún hafi glatað trausti
almennings „Það dylst engum að
þetta mál hefur verið ráðherran-
um erfitt en ég get að öðru leyti
ekki tjáð mig um álit almennings
enda veit það enginn.“
- sa
Formenn stjórnarflokkanna telja málið hafa skaðað Hönnu Birnu pólitískt:
Hanna Birna nýtur enn trausts
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON
Telur innanríkisráðherra njóta trausts.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra telur lekamálið
vera moldviðri og skoðar nú sína
pólitísku framtíð eftir að umboðs-
maður Alþingis sendi ráðherra
bréf, þriðja sinni, um embættis-
færslur ráðherrans í lekamálinu.
Umboðsmaður kannar nú hvort
stórvægileg mistök eða afbrot
stjórnvalds hafi átt sér stað hvað
varðar störf ráðu neytis innan-
ríkismála. Í kjölfar bréfs umboðs-
manns sendi Hanna Birna frá sér
yfirlýsingu þar sem hún gagnrýn-
ir harðlega störf umboðsmanns
Alþingis.
Í bréfi umboðsmanns Alþingis
er ítarlega farið yfir samskipti
innanríkisráðherra eða starfs-
manna ráðuneytisins við lögreglu-
yfirvöld þar sem hlutast er til um
rannsókn lögreglu á starfsemi
ráðuneytisins. Þar kemur fram að
Hanna Birna hafi tilkynnt Stefáni
Eiríkssyni lögreglustjóra að hún
vildi kanna þann möguleika hvort
ráðuneytið þyrfti að rannsaka
rannsókn lögreglu. Þetta segir
Hanna Birna vera alrangt í við-
tali við Gunnar Atla Gunnarsson
í þættinum Ísland í dag.
„Ég er þeirrar skoðunar að allt
þetta mál, líka hvernig stjórnkerf-
ið taki á máli af þessu tagi, þurfi
að skoða sérstaklega. Ég hef aldrei
hótað lögreglurannsókn heldur að
stjórnmálin þurfi að skoða þessi
mál. Rannsókn þýðir það að við
sem erum í Stjórnarráðinu þurfum
að vinna með það þegar ráðuneyti
og ráðherrar eru kærðir.“
Hanna Birna ítrekar að ríkis-
saksóknari hafi talið rannsókn
lögreglu vera faglega og hafna
yfir vafa miðað við aðstæður.
„Það liggur fyrir að það fór fram
ákveðin rannsókn. Það liggur fyrir
að ríkissaksóknari hefur ákveðið
að ákæra í málinu. Það eitt segir
okkur að ríkissaksóknari taldi
rannsóknina fullkomlega eðlilega,
frambærilega og góða eins og hún
átti að vera,“ segir Hanna Birna.
„Mér finnst í þessu máli ítrek-
að verið að fella dóma án þess að
dómar liggi fyrir.“
Innanríkisráðherra ítrekaði
í þættinum að hún hefði ekki á
nokkurn hátt haft bein afskipti af
rannsókn málsins. Þrátt fyrir þau
orð innanríkisráðherra er farið
ítarlega yfir það í bréfi umboðs-
manns að samskipti innanríkis-
ráðuneytisins eða starfsmanna
þess hafi verið nokkuð fjölbreytt
meðan á rannsókn málsins stóð.
Þar er haft eftir lögreglustjóra að
ráðherra hafi oft gagnrýnt fram-
vindu rannsóknar lögreglustjóra.
Hanna Birna telur að hún eigi
fullt erindi í íslensk stjórnmál.
„Það er auðvitað þannig að stjórn-
málamaður veltir fyrir sér að
segja af sér embætti ef hann hefur
ekki gert neitt rangt. Ég hef ekki
brotið af mér með neinum hætti.
Ég hef ekki gert neitt sem sam-
viskan mín segir mér að ég hafi
gert rangt.“
„Ég mun ekki segja af mér
embætti fyrir eitthvað moldviðri
í kringum mál sem er sannarlega
óheppilegt“, sagði Hanna Birna.
sveinn@frettabladid.is
Finnst lekamálið
pólitískt moldviðri
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra metur nú framtíð sína í stjórn-
málum í kjölfar bréfs umboðsmanns Alþingis. Í bréfinu er ítarlega greint frá sam-
skiptum lögreglustjóra og innanríkisráðherra meðan á rannsókn lekamálsins stóð.
Mér finnst í þessu
máli ítrekað verið að fella
dóma án þess að dómar
liggi fyrir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra
ALVARLEGAR ÁSAKANIR Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði fyrir samskipti sín
við Stefán Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI