Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 18
| 2 27. ágúst 2014 | miðvikudagur
EFNAHAGSMÁL
Jón Hákon Halldórsson | jonhakon@frettabladid.is
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Miðvikudagur 27. ágúst
➜ Hagstofan – Vísitala neyslu-
verðs í ágúst 2014
➜ Reginn – Uppgjör 2. ársfjórð-
ungs
➜ Arion banki – Uppgjör 2. árs-
fjórðungs
Fimmtudagur 28. ágúst
➜ N1 – Uppgjör 2. ársfjórðungs
➜ Hampiðjan – Sex mánaða upp-
gjör
➜ Reykjavíkurborg – Árshluta-
reikningur birtur
➜ TM – Uppgjör 2. ársfjórðungs
➜ Hagstofan – Nýskráningar og
gjaldþrot fyrirtækja
➜ Eimskip – Uppgjör 2. ársfjórð-
ungs
➜ Skipti – Sex mánaða uppgjör
Föstudagur 29. ágúst
➜ Hagstofan - Vísitala fram-
leiðsluverðs í júlí 2014
➜ Spölur – Sex mánaða uppgjör
➜ Hagstofan – Fjármál ríkissjóðs
á greiðslugrunni
Mánudagur 1. september
➜ Hagstofan - Þjónustuviðskipti
við útlönd
Þriðjudagur 2. september
➜ Seðlabanki Íslands - Greiðslu-
jöfnuður
➜ Seðlabanki Íslands - Erlend
staða þjóðarbúsins og erlendar
skuldir
Miðvikudagur 3. september
➜ Þjóðskrá - Fasteignamarkaður-
inn í mánuðinum eftir lands-
hlutum
DAGATAL VIÐSKIPTALÍFSINS
Hagnaður af rekstri Vátrygg-
ingafélags Íslands hf. á fyrri
helmingi ársins dróst saman
um rúmlega helming frá því
í fyrra. Hagnaðurinn nam nú
451 milljón króna samanbor-
ið við 1.094 milljónir á sama
tímabili árið 2013. Hagnaður-
inn á öðrum ársfjórðungi nam
464,9 milljónum borið saman
við 383,4 milljónir á öðrum
ársfjórðungi á síðasta ári.
„Rekstur félagsins gekk
ágætlega á öðrum ársfjórð-
ungi. Iðgjaldatekjur jukust frá
fyrsta fjórðungi og voru litlu
minni en á sama fjórðungi í
fyrra. Tjónaþunginn var nokk-
uð minni en á fyrsta fjórð-
ungi,“ segir Sigrún Ragna
Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.
Sigrún segir þróun á fjár-
málamörkuðum á tímabilinu
hafa leitt af sér að ávöxtun
af fjárfestingasafni félagsins
á fyrri helmingi ársins hafi
verið undir væntingum stjórn-
enda og verulega lakari en árið
2013.
„Þann 6. júlí síðastliðinn varð
stór bruni í Skeifunni í Reykja-
vík sem olli miklu eignatjóni.
Áætlað er að áhrif þessa tjóns
á eigin tjónakostnað VÍS verði
um 250 milljónir króna eða sem
nemur um tveimur prósentum
af eigin tjónakostnaði ársins
2013,“ segir Ragna. - fbj
Bruninn í Skeifunni nemur tveimur prósentum af tjónakostnaði ársins 2013:
Hagnaður VÍS dregst saman
BRUNINN
HAFÐI ÁHRIF
Hagnaður
VÍS dróst
saman um
helming
á fyrri árs-
fjórðungi
frá því á
sama tíma í
fyrra. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t
ok
tó
be
r–
de
se
m
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 109,00 -16,2% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 222,50 -15,1% -1,3%
Fjarskipti (Vodafone) 32,50 19,3% -2,3%
Hagar 44,40 15,6% 2,5%
Icelandair Group 17,45 -4,1% -6,9%
Marel 102,50 -22,9% 0,0%
N1 16,70 -11,6% 0,3%
Nýherji 4,75 30,1% 10,5%
Reginn 15,65 0,6% 1,0%
Tryggingamiðstöðin* 24,00 -25,1% 0,0%
Vátryggingafélag Íslands** 8,23 -23,7% -1,4%
Össur 325,00 41,9% 1,2%
HB Grandi 30,00 8,3% 0,0%
Sjóvá 11,95 -11,5% 1,8%
Úrvalsvísitalan OMXI6 1.135,29 -9,9% -1,8%
First North Iceland
Century Aluminum 1. 150,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 20,90 57,7% 4,5%
Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0%
*fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR
41,9% frá áramótum
NÝHERJI
10,5% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
TRYGGINGA-
MIÐSTÖÐIN
-25,1% frá áramótum
ICELANDAIR GROUP
-6,9% í síðustu viku
6
4
4
EFTA dómstóllinn kveður upp
dóm sinn í máli Gunnars V. Engil-
bertssonar gegn Íslandsbanka
í dag. Ágreiningurinn snýst um
það hvort verðtryggingarákvæði
í skuldabréfi sem Glitnir, sem
Íslandsbanki er reistur á, gaf út
í maí 2007 vegna fasteignakaupa
Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur
verðtryggingarinnar var vísitala
neysluverðs og höfuðstóll lánsins
hækkar í hlutfalli við verðbólgu.
Við rekstur málsins fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur hefur Gunn-
ar haldið því fram að verðtrygg-
ingarákvæðið sé óréttmætur
skilmáli og andstæður tilskipun
93/13/EBE í EES-samningnum.
Víkja eigi hinum óréttmæta skil-
mála til hliðar. Íslandsbanki vísar
hins vegar sjónarmiðum Gunnars
á bug. Bankinn telur verðtrygg-
inguna heimila samkvæmt lögum
og tilskipunin hafi verið rétti-
lega innleidd í landslög. Við með-
ferð málsins fyrir héraðsdómi
var ákveðið að fá ráðgefandi álit
EFTA-dómstólsins. Spurningarn-
ar snúast meðal annars um það
hvort verðtrygging sé ósanngjörn,
hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við
á Íslandi. Að síðustu hvort dóm-
stólar á Íslandi eigi að hafa val um
það að lýsa ósanngjarna skilmála
ógilda eða hvort þeim sé það skylt.
Þótt þetta tiltekna mál snúist
einungis um samning sem Gunnar
V. Engilbertsson gerði við Íslands-
banka vegna húsnæðiskaupa gætu
hagsmunirnir sem liggja að baki
verið mun meiri. Heildarupphæð
verðtryggðra lána á Íslandi er
um 1.500 milljarðar króna. Þar af
er langstærstur hlutinn, eða um
800-900 milljarðar lán sem tekin
eru hjá Íbúðalánasjóði og til við-
bótar 100-200 milljarðar lán sem
tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna. Stofnanir með ríkis-
ábyrgð eiga því um eða yfir 1.000
milljarða af þessum lánum. Á móti
kemur að þeir lánasamningar sem
verðtryggingamálið tekur til eru
samningar sem gerðir eru á árinu
2000-2013, en ný lög um neytenda-
lán tóku gildi eftir það.
Ekkert liggur fyrir um það
hvert fordæmisgildi dómsins sem
kveðinn verður upp í máli Gunn-
ars gegn Íslandsbanka kann að
vera. Þá er heldur ekki víst hvort
íslenskir dómstólar, Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur eða Hæstiréttur,
mun telja svör EFTA-dómstólsins
viðeigandi fyrir úrlausn málsins
þegar dómur verður kveðinn upp
hér. Þó eru engin fordæmi fyrir
því að íslenskir dómstólar dæmi
beinlínis þvert gegn ráðgefandi
áliti.
Hundraða milljarða
hagsmunir í húfi
EFTA-dómstóllinn kveður í dag upp dóm í máli lántakanda gegn
Íslandsbanka vegna láns frá 2007. Í málinu er tekist á um það
hvort verðtrygging fasteignalána sé lögmæt. Heildarupphæð
verðtryggðra lána á Íslandi eru 1.500 milljarðar króna.
Fjórir aðilar eru á markaðnum
sem hafa milligöngu um leigu á
bílum í eigu einstaklinga til ferða-
manna. Hugmyndin er fengin
erlendis frá en hún minnir nokk-
uð á leigusíður eins og Airbnb sem
hefur milligöngu um leigu íbúðar-
húsnæðis.
Þegar hefur verið greint frá vef-
síðunni CarRenters.is. VikingCars.
is er önnur sambærileg síðan en
Sölvi Melax heldur starfsemi úti á
þeirri vefsíðu. Sölvi segir að starf-
semin hafi farið
vel af stað. „Þetta
var mjög fróðlegt
til að byrja með
en þetta var bras.
En þetta hefur
rúllað vel af stað.
Sá bíll sem var
mest leigður var
leigður 26 daga í ágúst af fyrstu 28
dögunum. Þannig að það er gríðar-
lega mikill markaður fyrir þetta.
Og við leggjum áherslu á að eng-
inn bíll sé skráður á síðuna nema
að tryggingamálin séu algjörlega
í lagi,“ segir Sölvi í samtali við
Fréttablaðið.
Sölvi segir að helsti hagur sem
leigusalar hafi af jafningjaleig-
unni sé sá að þeir geti með þessu
aukið ráðstöfunartekjur og aukið
þar með líkur sínar á að geta keypt
nýrri bíl. Þeir geta þá leigt bíl-
inn út þegar eftirspurnin er hvað
mest og notað nýja bílinn á öðrum
tímum. - jhh
Vinsælasti bíllinn hjá jafningjabílaleigunni Viking Cars hefur verið nær stöðugt í útleigu í mánuðinum:
Fjórar jafningjaleigur á Íslandi
SÖLVI MELAX
DÓMUR Óskað var eftir áliti frá EFTA dómstólnum vegna máls sem er rekið fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN