Fréttablaðið - 27.08.2014, Page 30

Fréttablaðið - 27.08.2014, Page 30
 | 6 27. ágúst 2014 | miðvikudagur Sá eða sú sem upplifi r einelti á vinnustað er ekki ein/n þó svo að hann/hún kannski haldi það. Rannsóknir sýna okkur að einelti á vinnustöðum er staðreynd. Sá sem upplifi r einelti er þolandi ofbeldis (þá ofbeldis sem oft er vel falið), en áhrif ofbeldis á ein- staklinga eru vel þekkt. Þolendur ofbeldis upplifa oft mikla skömm. Þeir skammast sín fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum og gera sig ábyrga fyrir þeim. Þeir upplifa sektar- kennd og kvíða. Mörgum fi nnst t.d. erfi tt að mæta til vinnu á morgnana. Þeir sofa kannski illa og fi nna fyrir streitu, jafnvel þunglyndiseinkennum. Einnig geta verið til staðar líkamleg vandkvæði eins og höfuðverkir, magaverkir og hækkaður blóð- þrýstingur. Það er ljóst að ofangreind áhrif eineltis eru alvarleg og skerða mjög lífsgæði fólks. Að auki hefur einelti áhrif á einkalíf þol- enda, svo sem samskipti þeirra við vini, fjölskyldu og maka. Þolendur forðast að segja frá En hvað skýrir þá tilhneigingu þolenda að tala ekki um ofbeld- ið, fela það og jafnvel sætta sig við það svo mánuðum skiptir (sem oft er raunin)? Jú, það er eðli ofbeldisaðstæðna. Marg- ir búa t.d við heimilisofbeldi í mörg ár áður en nokkur verður þess var. Gerendur brjóta þol- endur sína niður smátt og smátt og þolendurnir vilja ekki að aðrir viti af ofbeldinu. Þolendur eineltis eru oft líka hræddir við að segja frá, t.d. vegna ótta við hvað gerand- inn muni gera og/eða að enginn muni trúa þeim. Þá vilja margir vinnustaðir ekki vita af einelti og hunsa mál sem koma upp. Það er því ekkert skrítið að þol- endur tali ekki um eineltið og er það í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að oftar en ekki er þolendum refsað (t.d. sagt upp) og gerendum jafnvel umbunað (t.d. með stöðuhækk- un). Hvað er til ráða? Mikilvægt er að sá eða sú sem upplifi r einelti geti rætt málið við einhvern sem tekur hana/ hann trúanlega/n, hvort sem sá aðili er innan vinnustaðarins eða utan hans. Það er ekki víst að vinnustaðurinn viðurkenni vandann og taki á málum með þeim hætti sem þolandinn býst við eða vill. Þess vegna er oft gott að ræða við þriðja aðila til að fi nna út hvað best sé að gera. Best er að ræða við sérfræðinga á þessu sviði eða einstaklinga sem þekkja til vandans. Einkum er mikilvægt að þolandinn fái staðfestingu á því að hann beri ekki ábyrgð á hegðun gerand- ans. Slík staðfesting auðveldar honum þau skref sem á eftir koma, þ.e. að bæta líðan sína og aðstæður. Mikilvægt að sá eða sú sem upplifir einelti geti rætt málið við einhvern sem tekur hana/hann trúanlega/n, hvort sem sá aðili er innan vinnustaðarins eða utan hans. Nú eru rétt innan við tvær vikur þangað til Alþingi verður sett að nýju, eftir sumarfrí þingmanna. Að liðnum einum þingvetri í starfi Sjálfstæð- isfl okksins og Framsóknarfl okksins hefur ýmsu verið áorkað en annað sat á hakanum vegna tímaskorts. Það má búast við því að komandi þing- vetur verði spennandi. Fyrsta verkefni Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráð- herra, verður venju samkvæmt að mæla fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015. Fjármálaráðherra hefur sagt að mark- miðið sé að skila hallalausum fjárlögum, sem var einnig markmiðið á þessu ári. Ríkisreikningur sýnir að rekstur ríkisins var réttum megin við núllið á síðasta ári. Greiðsluuppgjör fyrir þá mánuði sem liðnir eru af þessu ári lofar góðu en það þarf að spyrja að leikslokum. Fréttablaðið hefur sagt frá því í sumar, og byggir þá umfjöllun á skýrslu Ríkis- endurskoðunar um ársáætlanir ríkisstofnana fyrir árið 2014, að nokkrar stofnanir hafi keyrt fram úr heimildum á fjárlögum. Þar ber helst að nefna Sjúkratryggingar Íslands. Sú stofnun mun að óbreyttu fara allt að þremur milljörðum fram úr fjárlögum. Fleiri stofnanir hafa átt erfi tt með að halda sig innan við ramma laganna. Ekki skal fjölyrt um ástæður þess að rekstur Sjúkra- trygginga er ekki með þeim hætti sem gert hafði verið ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt. Hins vegar má segja almennt, að það er ekkert nýtt að ríkisstofnanir haldi sig ekki innan ramma fjár- laga. Ugglaust er það í sumum tilfellum vegna þess að þau framlög sem stofnunum eru mörkuð í fjárlögum eru óraunhæf. Í öðrum tilfellum kann það að skýrast af því að forstjórar ríkisstofnana eru hreinlega kærulausir gagnvart ábyrgð sinni á meðferð almannafjár. Hver svo sem ástæðan kann að vera, er ljóst að það er þörf á meiri festu í ríkisfjármálum. Þess vegna er svo mikilvægt að samstaða náist á næsta þingi um frumvarp sem fjármálaráðherra lagði fram á síðasta þingi, en var því miður ekki afgreitt. Það er frumvarp um opinber fjármál. Bjarni mælti fyrir frumvarpinu hinn 30. apríl síðastliðinn. Í framsögu- ræðu sinni sagði hann að frumvarpið fæli í sér heildarlöggjöf um fjár- mál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla sé lögð á langtímastefnu- mörkun opinberra fjármála og aukinn aga við framkvæmd fjárlaga. „Meðal markverðra nýmæla í frumvarpinu eru strangar fjármálaregl- ur um afkomu- og skuldaviðmið sem lögbinda að ríkissjóður verði að jafnaði rekinn með afgangi og að skuldir ríkisins fari ekki yfi r 45% af landsframleiðslu hverju sinni. Markmið nýrrar löggjafar er að nýta betur almannafé og stuðla með styrkri efnahagsstjórn að stöðugleika og sífellt betri lífskjörum, sagði ráðherrann. Það er rík ástæða til þess að hvetja þingheim til þess að fella niður hefðbundnar átakalínur í stjórn- málunum þegar þetta frumvarp verður lagt fram og sameinast um að veita því brautargengi. Mikilvægt frumvarp fjármálaráðherra bíður afgreiðslu Brýnt að bæta fjárlagagerð Það er þörf á meiri festu í ríkisfjármálum. Þess vegna er svo mikilvægt að samstaða náist á næsta þingi um frum- varp fjármála- ráðherra. Markaðshornið Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Mikilvægi ráðgjafar í eineltismálum AÐSEND GREIN Hildur Jakobína Gísladóttir ráðgjafi hjá Offi cium ráðgjöf Fjármálastefna hins opinbera gegn- ir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkj- um og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsfram- leiðslu, verulegum hluta eftirspurn- ar í hagkerfi nu er þannig stýrt af hinu opinbera. Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórn- valda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkis- sjóður umfram fjárheimildir fjár- laga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verð- ur niðurstaðan í fl estum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heim- ildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjöl- far bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisút- gjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjalda- stýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfi nni yrði mætt með blandaðri leið skattahækk- ana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisút- gjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkis- ins er ekki þar með sagt að aðlögun- inni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag rífl ega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síð- ustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skap- ist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnað- ur verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á mögu- leikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð. Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hófl egri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hag- vexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfi nu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald held- ur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóð- ur þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhald- andi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim til- lögum sem koma fram í frumvarp- inu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn. Fjárlög 2015 – er breytinga að vænta? SKOÐUN Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA Skipta um nafn til að reyna að endurvekja traust á bankanum BREYTT UM NAFN Portúgalski bankinn Bank BES hefur skipt um nafn og kallast nú Novo Banco eða nýi bankinn. Bankinn hefur hafið nýja herferð og segist standa fyrir nýrri ímynd til þess að endurvekja traust viðskiptavina sinna. Bankinn tapaði metfjárhæðum í síðasta mánuði og hafa þrjú af móðurfyrirtækjum bankans óskað eftir að vera tekin til gjaldþrotaskipta eftir að vera sökuð um svikastarfsemi. MYND/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.