Fréttablaðið - 27.08.2014, Page 32
Hin
MARÍA LOVÍSA ÁRNADÓTTIR,
HÖNNUÐUR OG MARKÞJÁLFI
hliðin
USD 116,57
GBP 193,19
DKK 20,64
EUR 153,87
NOK 18,897
SEK 16,805
CHF 127,37
JPY 1,12
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla TSE 100
6.822,76 +47,51
(0.70%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
Hlutur Sjóvár metinn á 481 milljón króna
Bruninn í Skeifunni í júlí kostaði Sjóvá 232 milljónir króna fyrir
tekjuskatt. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri félagsins. Í tilkynn-
ingu segir að hlutur Sjóvár í þessu tjóni sé nú metinn á 481 milljón
króna og er hlutur endurtryggjenda 281 milljón króna, þar sem
eigin áhætta Sjóvár er að hámarki 200 milljónir króna. Að auki
þarf félagið samkvæmt endurtryggingasamningnum að endurnýja
þá vátryggingavernd sem reyndi á í brunanum og greiða fyrir það
32 milljónir. „Nettó áhrif brunans á afkomu Sjóvár fyrir tekjuskatt
á þriðja ársfjórðungi eru því 232 m.kr.,“ segir Hermann Björnsson,
forstjóri Sjóvár í afkomutilkynningu.
232 MILLJÓNA BRUNI
Að undanförnu hef ég verið virkari
neytandi en vanalega enda staðið
í framkvæmdum heima fyrir og
þess á milli nýtt sumarið til þess
að ferðast um fallega landið okkar.
Hækkandi sól fylgdi líka sterkari
hugur til þess að breyta betur í
mataræði og lífsstíl og með því
metnaður til að velja náttúruvænni
vörur. Hef ég því verið að velja
ýmislegt nýtt og áhugavert og keypt
allt frá málningu yfir í ferskar mat-
vörur beint frá bónda. Hafa þessir
sumarmánuðir aukið vellíðan en
þó umfram allt aukið vitund mína
um það hversu mikið fellur til af
rusli af umbúðum vara og hversu
snúið það getur verið að velja
umhverfisvæna kosti hér á græna
landinu okkar.
Takmarkað val
Þó svo ég fari beint til bónda og
kaupi fersk jarðarber og agúrkur
þá enda ég engu að síður með
plastöskjur og plastpoka sem eftir
standa þegar varanna hefur verið
neytt. Hvers vegna er það enn svo
á okkar grænu eyju með allt okkar
hugvit að okkur dettur ekkert betra
í hug en að pakka flestu af því
sem á að nota í nokkrar mínútur í
umbúðir sem eru í raun gerðar til
þess að endast að eilífu?
Viðskiptavinurinn hefur vald til
að velja og hefur því töluverð áhrif
á að draga úr sóun og úrgangi
en engu að síður þarf viðskipta-
vinurinn að hafa kosti til að velja
úr og þar koma íslensk fyrirtæki
einna sterkast inn. Án meðvitaðra
ákvarðana hjá fyrirtækjum um
hvaða vörur og umbúðir er verið
að skapa og flytja inn til landsins
þá hefur viðskiptavinurinn mjög
takmarkað val og er vald hans til
þess að draga úr sóun og úrgangi
skert.
Getum valið betur
Íslendingar hafa náð mörgum
góðum markmiðum með með-
höndlun úrgangs en úrgangur eykst
engu að síður og hendir hver íbúi
landsins hundruðum kílóa af rusli
á ári hverju. Þó svo að margir flokki
rusl þá enda sem dæmi flestar
plastumbúðir af matvöru enn í
urðun og tekur árhundruð fyrir
plastið að brotna niður ef það þá
gerist einhvern tíma.
Það er ekkert „trend” hjá ein-
hverjum fáum að vera umhugað um
umhverfið heldur er það nauðsyn-
leg vakning sem er og mun henda
okkur flest og eru umhverfis sinnaðir
viðskiptavinir framtíð íslenskra
fyrirtækja. Viðskiptavinir verða sífellt
meðvitaðri um umhverfisáhrif sinna
valkosta og vilja nýta val sitt vel
en þeir þurfa hjálp frá íslenskum
fyrirtækjum með umhverfisvænni
valkostum og góðri upplýsingagjöf.
Saman getum við öll valið betur
og saman sköpum við vænni
og grænni veruleika sem við öll
högnumst á.
Viðskiptavinir vilja
umhverfi svænni
valkosti
25.8.2014 Ég tek alveg fullt tillit til fjármálaráð-
herra með það að ég ætla að bíða og sjá. En mér
fannst að ég yrði aðeins að stinga niður fæti varð -
andi það að standa vörð um matarskattinn. Sem
kemur okkur öllum við, tekjulágum og tekjuháum.
Virðisaukaskatturinn í hærra þrepi hér er með
því hærra sem gerist í heiminum. Þannig að
það er klárt mál að það verður að fara niður
með efra þrepið. Vigdís Hauksdóttir alþingismaður
31,7 MILLJÓNA
HAGNAÐUR
Rekur og á Orkuveituhúsið
Foss fasteignafélag slhf. hagnaðist um
31,7 milljónir króna fyrstu sex mánuði
ársins samkvæmt árshlutareikningi þess.
Heildareignir námu þá 5.187 milljónum
króna. Eina starfsemi félagsins er að
eiga og reka fasteignir að Bæjarhálsi 1 í
Reykjavík þar sem Orkuveita Reykjavíkur
og fleiri fyrirtæki eru til húsa.
Hamskiptin
★★★★★
The Guardian
★★★★★
Sunday Express
★★★★★
Daily Mail
★★★★★
Daily Telegraph
★★★★★
What’s On Stage
„Snilldarverk“
New York Times
★★★★★
The Australian Stage
★★★★★
Time Out Hong Kong
eftir Franz Kafka í leikgerð Vesturports
Rómuð sýning Vesturports
snýr aftur eftir sigurgöngu
um heiminn.
Sýnt frá 17. september.
Aðeins 9 sýningar.
Tryggðu þér leikhúskort!
551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS