Fréttablaðið - 27.08.2014, Síða 40

Fréttablaðið - 27.08.2014, Síða 40
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Halla Þórlaug Óskarsdóttir Litadýrð á Emmy Emmy-verðlaunin voru afh ent í 66. sinn í Nokia Theatre í Los Angeles aðfara- nótt þriðjudagsins. Kjólaval stjarnanna var langt frá því að vera hefðbundið. Besta dramasería Breaking Bad Besta gamansería Modern Family Aðalleikari í dramaseríu Bryan Cranston, Breaking Bad Aðalleikari í míníseríu eða kvikmynd Benedict Cumberbatch, Sherlock: His Last Vow Aðalleikkona í dramaseríu Julianna Margulies, The Good Wife Aðalleikkona í míníseríu eða kvikmynd Jessica Lange, American Horror Story: Coven Aðalleikari í gamanseríu Jim Parsons, The Big Bang Theory Aðalleikkona í gamanseríu Julia Louis-Dreyfus, Veep Raunveruleikaþáttur The Amazing Race ➜ Helstu sigurvegarar TVÆR FLOTTAR Julia Roberts skar sig úr í stuttum kjól frá Elie Saab Couture og dáðist að Kate Walsh sem klæddist gulum kjól frá Stephane Rolland Haute Couture. NORDICPHOTOS/GETTY TÍSKULITUR Leikkonan January Jones í rauðum kjól frá Prabal Gurung en rauður var afar vinsæll á hátíðinni í ár. ENGINN SKANDALL Scandal-stjarnan Kerry Washington í glæsilegu dressi frá Prada. SÆTUR SIGURVEGARI Breaking Bad- stjarnan Anna Gunn var verðlaunuð á hátíðinni og klæddist kjól frá Jenny Packham. ÞAÐ er komið haust. Ég get sagt það full- um fetum án þess að blikna. Ástæðan fyrir því að ég veit það fyrir víst er að ég er búin að sjá að minnsta kosti tuttugu myndir af litlum börnum með gríðarstórar skóla- töskur á bakinu á Facebook. Þau eru grun- laus og eftirvæntingarfull á leið út í sinn fyrsta skóladag. Ég veit það líka af því að strákurinn í næstu íbúð er aftur farinn að æfa Entertainer á píanóið. ÉG man ótrúlega margt úr æsku. Ég á minningar frá flutningum úr Breiðholtinu yfir í Þingholtin, en þá var ég ekki orðin þriggja ára. Ég man eftir ítalska kokkinum á leikskólanum og þegar ég fór einsömul í róluna í næsta garði þegar ég var nýflutt. Ég man eftir rauðri blöðru sem slapp upp í loftið á leikvellinum, man þegar ég kynnt- ist bestu vinkonu minni á leikskólanum og ég man eftir fyrstu skólatöskunni minni. En ég man ekki eftir fyrsta skóladeginum. ÞÓ á ég margar minningar úr fyrsta bekk. Merkilega margar í ljósi þess að mestan hluta þess skóla- árs dvaldi ég hjá ömmusystur minni í Vogahverfinu sökum kennaraverkfalls. EN nóg um það. Haustið er komið og það sést á litlu sniglunum með húsin sín á bak- inu, full af … Hvað tók maður með sér í skólann í fyrsta bekk? Pennaveski og nesti? Ég man að pennaveskin voru öll seld með blekhylkjum sem var mikið sport því þau voru stranglega bönnuð, enda sprungu þau hægri vinstri. Sumir krakkar borðuðu Skólajógúrt en ég fékk aldrei þannig því það var sykurleðja. Skólajógúrtin sprungu gjarnan eins og blekhylkin. Sá hlær best sem síðast hlær. Já, það er sem sagt komið haust. Mér þykir svo vænt um haustið. Það markar einhver tímamót, nýtt upphaf, eitt- hvað spennandi. Og í loftinu er lykt sem vekur upp gamlar minningar. Blautt malbik og dálítið kaldir nebbar. Sumir fara í berja- mó. Ég útbjó í fyrsta skipti krækiberja- saft um daginn. Mér datt í hug að kalla það Haustsaft. JÆJA. Heilsið endilega öllum rómi blíðum, en einkum ef að fyrir ber lítil börn með skólatöskur. Berið þeim kveðju mína, ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa fært okkur haustið á ný. Haustboðar ljúfi r ARE YOU HERE 8, 10:20 LET’S BE COPS 5:45, 8, 10:15 THE EXPENDABLES 3 10 LUCY 8 TEMJA DREKANN SINN 2D 5:20 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR! THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 LET́S BE COPS KL. 5.40 - 8 - 10.20 EXPENDABLES KL. 5 - 8 - 10.40 ÉFLUGV LAR ÍSL. TAL2D KL. 3.40 - 5.50 FLUGVÉLAR ÍSL. TAL3D KL. 3.40 SEX TAPE KL. 8 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.10 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 3.30 THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 ARE YOU HERE KL. 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 NIKULÁS Í FRÍI KL. 5.45 SEX TAPE KL. 8 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 10.15 Miðasala á: MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI. BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK! EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS KS - CHICAGO SUN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MIÐASALA Á

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.