Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 27.08.2014, Qupperneq 46
27. ágúst 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Mér finnst náttúrulega bjór mjög bragðgóður, eins og mörg- um,“ segir Bergur Gunnars- son sem innan tíðar getur titlað sig bruggmeistara en hann er að ljúka meistaranámi í bruggun- ar- og eimunarvísindum frá Her- iot Watt-háskólanum í Edinborg. Bergur er menntaður efnafræð- ingur og var að leita sér að námi eftir útskrift. Þegar hann fann þetta tiltekna nám í Edinborg á netinu var hann ekki lengi að hugsa sig um. „Þetta er í raun þriggja anna meistaranám og mun fræðilegra en ég bjóst við. Enda eru mikil vísindi í kringum þetta allt saman,“ segir Bergur en námið miðast við áfengisgerð með sérstaka áherslu á bjór. Bergur er þessa dagana að vinna í meistaraverkefni sínu en þar gerir hann viðskiptaáætlun fyrir opnun brugghúss á Íslandi. „Það yrði ákveðinn draumur að geta opnað sitt eigið brugghús hér á landi. Það er hins vegar dýrt enda skattarnir á áfengi háir og maður þarf að flytja humlana og byggið til ölgerðar sérstaklega inn. En það er langtímamarkmið hjá mér.“ Aðspurður hvort þessi tilvonandi bruggmeistari sé ekki með sérþarfir á barnum svarar hann hlæjandi: „Nei, ég reyni að vera ekki með stæla á barnum.“ - áp ➜ Uppáhaldsbjór Bergs er India Pale Ale, beiskur, sterkur og ríkari af humlum en hinn venjulegi lagerbjór. Reynir að vera ekki með stæla á barnum Bergur Gunnarsson er að útskrifast sem bruggmeistari en draumurinn væri að opna íslenskt brugghús. MEISTARINN Bergur Gunnarsson getur bráðum titlað sig bruggmeistara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ „Uppáhaldsdýrin mín eru Sebright- hænur og -hanar. Þau eru með svarta útlínu á hvítu fjöðrunum sínum þannig að þessi dýr líta út fyrir að vera teikningar. Ég verð að eignast svona einn daginn.“ Frosti Gnarr listamaður UPPÁHALDSDÝRIÐ ■ Stjórn RIFF, sem þau Baltasar Kormákur, Elísabet Ronaldsdóttir, Hrönn Marinósdóttir, Max Dager og Skúli Valberg skipa, sendi frá sér grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 13. janúar á þessu ári þar sem þau hörmuðu þá ákvörðun menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykja- vík– RIFF– eftir 10 ára samstarf. í greininni sagði meðal annars að þeim þætti miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ með ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. Þau sögðu jafnframt engin haldbær rök fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð, en styrkveiting frá Reykjavíkurborg upp á níu milljónir var sett í nýja kvikmyndahátíð á vegum Bíós Paradísar, Kvikmyndahátíð í Reykjavík. ■ Bíó Paradís sagði ákvörðunina um að stofna aðra hátíð til höfuðs RIFF hafa verið tekna þegar ljóst varð að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíói Paradís „vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF“. ■ Einar Örn Benediktsson, sem var formaður menningar- og ferða- málaráðs á þessum tíma, sagði faglegt álit fulltrúa BÍL hafa ráðið för þegar ákvörðun var tekin um hvora hátíðina skyldi styrkja og sagði í samtali við Vísi.is þann 14. janúar síðastliðinn: „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi Bandalags íslenskra listamanna. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar féð er best komið.“ Rifist um RIFF „Við erum afar þakklát og hlökkum til samstarfsins,“ segir Hrönn Marinósdótt- ir, stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- arinnar í Reykjavík, eða RIFF, en hátíðin er styrkt myndarlega af Kópavogsbæ í ár en ekki Reykjavíkurborg eins og síðast- liðin tíu ár. Menningar- og ferðamálaráð Reykja- víkurborgar ákvað á síðasta ári að styrkja ekki RIFF og olli það nokkrum pólitískum óróa. Meðal annars lagði fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins fram tillögu um að ákvörðunin yrði endurskoðuð en tillagan var felld af meirihluta ráðsins. Ný hátíð á vegum Bíós Paradísar, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, var styrkt af ráðinu í staðinn. Stjórnendur RIFF brugðu því á það ráð að leita til annarra sveitarfélaga og úr varð samstarf Kópavogsbæjar og RIFF. „RIFF heldur sínu striki og verður haldin með glæsibrag í haust. Við höfum haft sömu bakhjarlana í mörg ár og engin breyting er á því. RIFF fær auk þess mjög veglegan stuðning frá menntamálaráðu- neytinu sem styrkt hefur hátíðina frá upphafi sem og iðnaðarráðuneytinu og MEDIA, menningaráætlun ESB. Meðal annars stendur til að halda kvikmynda- tónleika með Sólstöfum í Salnum í Kópa- vogi og stuttmyndasmiðjur fyrir börn í samstarfi við grunnskólana í Kópavogi,“ útskýrir Hrönn. „Mun fleiri uppákomur verða svo í bænum þegar hátíðin hefst þann 25. september næstkomandi og verða þær kynntar þegar nær dregur.“ Spurð hvort hátíðin ætti þá ekki með réttu að heita Alþjóðlega kvikmyndahá- tíðin í Kópavogi, eða KIFF, hlær Hrönn og útskýrir að hátíðin sé orðin ellefu ára gömul og sé þekkt vörumerki hér á landi sem og erlendis. „Það tekur mörg ár að byggja upp slíkt vörumerki og því skiln- ingur á því að breyta ekki nafninu. Hátíð- in verður að öðru leyti með sama sniði, við munum sýna kvikmyndir í Reykjavík svo sem í Háskólabíói, Bíói Paradís, Nor- ræna húsinu, Tjarnarbíói, Stúdentakjall- aranum og á Lofti Hosteli.“ Von er á fjölmörgum erlendum gestum. Meðal annars hefur verið tilkynnt að hinn áhrifamikli rannsóknarblaðamaður John Pilger mun sækja hátíðina. Eins er von á heimsfrægu kvikmyndagerðarfólki. „Það mun koma í ljós bráðlega hverjir það verða,“ svarar Hrönn þegar hún er spurð við hverjum megi búast. olof@frettabladid.is RIFF verður ekki KIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hlaut ekki styrk frá borginni, en frá Kópa- vogsbæ. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir nafninu ekki verða breytt. ÞEKKT VÖRUMERKI Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, segir það taka mörg ár að byggja upp vörumerki á borð við RIFF. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVONA FÆRÐU AFSLÁTT ÁN ÞESS AÐ BIÐJA UM HANN! Allir áskrifendur sjónvarps eða fjarskipta- þjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. skráðu þig á Afslátturinn kemur sjálfkrafa á kortaviðskiptin Um 24 fyrirtæki og verslanir eru í Vild og fer fjölgandi Í Vild færðu afsláttinn án þess að biðja um hann Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365 „Gaukar fjallar um tvo menn sem hafa mælt sér mót á hótelherbergi. Annar þeirra er að koma utan af landi og hinn úr höfuðborginni og þeir hafa mælt sér mót á miðri leið til að klára páfagaukaviðskipti,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfund- ur um nýjasta verk sitt, Gaukar, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í haust. „Annar þeirra hefur auglýst gefins fugl. Sá er eldri maður utan að landi og er leikinn af Jóhanni Sig- urðssyni. Sá sem hefur áhuga á að taka að sér fuglinn er talsvert yngri og úr bænum, sá er leikinn af Hilm- ari Guðjónssyni. Þeir hittast þarna á hótelherberginu með fuglinn til að ganga frá viðskiptunum. Þá fer eldri maðurinn að heyra ofan í þeim yngri, hvernig hann er og hvaðan hann kemur og þá fara að renna á hann tvær grímur,“ útskýrir hann. Að sögn Huldars er páfagaukur- inn sem um ræðir af tegundinni African Grey. „Þetta er stór páfa- gaukur sem verður mjög gamall og er eitt greindasta dýr jarðar og því er þeim eldri ekki sama hver fær fuglinn. Þessi fyrirhugaði stutti fundur á herberginu verður að heilli nótt,“ bætir hann við. „Þetta verk hefur verið hjá mér í smá tíma. Ég skrifaði verkið fyrir ein- hverju síðan, lagði það svo frá mér í um það bil ár og tók það svo upp að nýju þegar Borgarleikhúsið lýsti yfir áhuga á verki eftir mig.“ - ósk Eyða saman nótt með páfagauki Huldar Breiðfj örð er höfundur Gauka sem frumsýnt verður í september. HÖFUNDURINN Huldar Breiðfjörð er höfundur verksins en með aðalhlutverk fara Jóhann Sigurðsson og Hilmar Guðjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.