Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 6
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað hafa margir ferðamenn komið til landsins á þessu ári samkvæmt talningu í Leifsstöð? 2. Hver er nýr forstjóri Olís? 3. Hvað heitir stuttmynd Jörundar Ragnarssonar sem hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Montréal? SVÖR: 1. Tæplega 700 þúsund. 2. Jón Ólafur Halldórs- son. 3. Hjónabandssæla. VELFERÐARMÁL Meira en helming- ur foreldra fatlaðra barna telur að barnið þeirra vanti félagsskap og aðstoð til að taka þátt í tómstunda- starfi og félagslífi. Einnig telja um sjötíu prósent foreldra fatl- aðra barna að barnið þeirra upp- lifi sig oft eða stundum einmana. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands um viðhorf og afstöðu notenda þjónustu við fatlað fólk. Forráðamenn svör- uðu spurningalistanum fyrir hönd barnanna. Ef niðurstöðurn- ar um félagslega þátttöku barna eru bornar saman við sambæri- lega könnun frá 2011, kemur í ljós að áhyggjur foreldra hafa þyngst verulega. Í niðurstöðun- um kemur fram að foreldrar barna með þrjár skerðingar eða fleiri voru mun líklegri til að telja skort á félagsskap hindra þátttöku barna sinna, eða tveir af hverj- u m þremu r. Einnig jókst skortur á félagsskap með hækkandi aldri og var mun algengari meðal unglinga um og yfir fjórtán ára aldurinn. María Hildiþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjónarhóls, segir þetta ríma við reynslu ráðgjafa foreldra með sérþarfir þar sem foreldrar virðist almennt hafa mestar áhyggjur af félagslegri stöðu barna sinna og margir segi börn sín fara í gegnum skólakerf- ið án þess að eignast nokkurn vin. Nýlega kom fram í Frétta- blaðinu að tæplega fimm hund r- uð börn væru á biðlista í Reykja- vík eftir stuðningsþjónustu, þar á meðal félagslegum stuðningi í formi liðveislu, vegna erfiðleika við að fá fólk í störfin. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar eru eingöngu 30 pró- sent fatlaðra barna með félags- lega liðveislu og 17 prósent á biðlista eftir slíkri þjónustu, þar af tæpur helmingur búinn að vera meira en ár á biðlista. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir könnunina vera á dagskrá velferð- arráðs í dag enda kom fram þar að um 30 prósent foreldra væru óánægð með þjónustuna eftir að hún var flutt frá ríki til sveitarfé- laga. „Við viljum kortleggja betur hvað foreldrar eru óánægðir með svo við getum mætt frekar þörf- um þeirra í Reykjavík,“ segir Björk. Spurð hvað eigi að gera til að stytta biðlista eftir félagslegri liðveislu segir hún að fara þurfi í átak til að fá fleiri til að sækja um störfin. erlabjorg@frettabladid.is Fötluð börn upplifa félagslega einangrun Meirihluti foreldra fatlaðra barna telur börn sín einmana og að þau vanti félags- skap til að stunda tómstundastarf og félagslíf. Því eldri sem börnin eru og því fleiri skerðingar, því meiri áhyggjur hafa foreldrarnir af félagslegri einangrun barnanna. AKSTUR Um 13 prósent foreldra sögðu að það að komast ekki á staðinn hindr- aði börn þeirra oft eða stundum í þátttöku í tómstundastarfi eða félagslífi, sem er svipað hlutfall og árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BJÖRK VIL- HELMSDÓTTIR formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar EISTLAND, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Banda- ríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasam- tökin afhöfðuðu bandaríska blaða- manninn Steve Sotloff. Í myndbandi, sem samtökin birtu af ódæðinu, hótuðu þau að drepa næst breskan blaðamann ef Banda- ríkin létu ekki af loftárásum á sam- tökin í Írak. Að sögn Obama er búið að staðfesta að myndbandið er ekta. Tvær vikur eru liðnar síðan Ísl- amska ríkið afhöfðaði annan banda- rískan blaðamann, James Foley. Obama sagði að Bandarík- in myndu ekki gleyma „þessum hræðilegu glæpum gegn þessum tveimur góðu mönnum“. „Við látum ekki kúga okkur. Hryllilegar gerð- ir samtakanna munu einungis sam- eina okkur sem þjóð og gera okkur staðráðnari í að berjast gegn þess- um hryðjuverkamönnum,“ bætti forsetinn við. „Þeir sem gera þau mistök að meiða Bandaríkjamenn munu komast að því að við gleym- um ekki, armur okkar er langur og réttlætinu verður fullnægt.“ Obama vill uppræta Íslamska ríkið, eða IS, eins fljótt og hægt er. „Markmið okkar er ljóst og það er að skaða og eyðileggja IS þannig að engum stafi lengur ógn af samtökunum. Ekki bara Írak, heldur einnig svæðinu í kring og Bandaríkjunum.“ - fb Barack Obama tjáði sig um aftöku hryðjuverkasamtaka á bandaríska blaðamanninum Steve Sotloff: Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin BANDARÍKJAFORSETI Obama vandar Íslamska ríkinu ekki kveðjurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hryllilegar gerðir samtakanna munu einungis sameina okkur sem þjóð. Barack Obama 65% foreldra telja barnið sitt vera stundum eða oft einmana. 72% foreldra 17-18 ára unglinga segja þá oft eða stundum vanta félagsskap. HÖMLUR Í FÉLAGSLÍFI Va nt ar fé la gs sk ap Va nt ar a ðs to ð Fj ár ha gs að st æ ðu r STOPP Að ge ng i e r á bó ta va nt Fæ r e kk i a ks tu r 55% 50% 32% 14% 14%14% 5% 25% 36% 46% 2011 2014 TÓKÝÓ, AP Shinzo Abe, forsætis- ráðherra Japans, hefur valið fimm konur í átján manna ríkisstjórn sína. Þar með hefur hann jafnað met Koizumis, fyrrverandi forsætisráð- herra, frá árinu 2001, hvað varðar fjölda kvenna í ríkisstjórn. Margar vel menntaðar konur eru búsettar í Japan en þær hafa lengi kvartað yfir hindrunum sem eru í vegi þeirra á vinnumarkaðnum. Tíu prósent þingmanna í Japan eru konur og aðeins 3,9 prósent stjórnarmanna í japönskum fyr- irtækjum eru konur. Abe setti sér það markmið að þrjátíu prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum, bæði í einka- og opinbera geiranum, yrðu konur fyrir árið 2020. „Að sjá fyrir okkur samfélag þar sem konur geta fengið að njóta sín er áskorun sem ríkisstjórn okkar ætlar að takast á við,“ sagði Abe. - fb Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, jafnar met frá árinu 2001: Valdi fimm konur í ríkisstjórn ERIKO YAMATANI 3,9% stjórnenda í japönskum fyrirtækjum eru konur. VEISTU SVARIÐ? HIN VILLTA DULÚÐ SRI LANKA TÖFRANDI EYJA SEM Á ENGA SÍNA LÍKA 2-15 NÓVEMBER 2014 Kynntu þér málið á transatlantic.is og í síma 588-8900 Fall Fashion Drama The Designers, Models, Divas, and Rising Stars Who Are Making a Scene Bad Girl Rihanna The World’s Wildest Style Icon THE LOOK OF THE MOMENT Mod Dresses, Denim Mania, Serious Suits, Bold Lips, and the Season’s Must-Have Boots FRÍR KAFFIBOLLI fylgir hverju keyptu tímariti eftir kl. 19:00. (gildir út september) Eigðu kósístund með okkur...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.