Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 50
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 38
Warner Bros. hefur gefið það út að
spennumyndin The Nice Guys, með
Ryan Gosling og Russell Crowe, verði
frumsýnd 17. júní árið 2016. Shane
Black sest í leikstjóra-
stólinn en myndin
fjallar um einkaspæjara
og glæpamann sem
verða að vinna saman
til að finna týnda
stúlku og leysa
morðmál. Málin
virðast ótengd
en þegar nánar
er skoðað kemur
samsæri upp á
yfirborðið.
Í bíó 2016
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
36 ára Wes Bentley leikari
Helstu myndir American Beauty, The
Hunger Games, The Four Feathers
Life of Crime Gamanmynd
Aðalhlutverk: John Hawkes, Jennifer
Aniston og Tim Robbins.
Aldurstakmark: Ekkert.
FRUMSÝNINGAR
6,0
59%
64%
7,1
45%
45%
Sin City: A Dame To Kill For
Aðalhlutverk: Jessica Alba, Mickey
Rourke, Rosario Dawson, Bruce Willis
og Joseph Gordon-Levitt.
Aldurstakmark: 16 ára.
Disney er með stuttmyndina Frozen
Fever í bígerð sem byggð er á hinni
geysivinsælu teiknimynd Frozen. Í
stuttmyndinni á Anna afmæli og Elsa
og Kristoff ætla að halda bestu veislu
allra tíma fyrir hana
en kraftar Elsu
setja teitið í hættu.
Snjókarlinum Ólafi
bregður einnig fyrir.
Jennifer Lee og
Chris Buck leikstýra
og verða ný lög
í myndinni sem
frumsýnd verður
næsta vor.
Frozen-stuttmynd
Kvikmyndin Hross í oss eftir
Benedikt Erlingsson er sú
íslenska kvikmynd sem tilnefnd
er til Kvikmyndaverðlauna Norð-
urlandaráðs í ár. Myndin keppir
við fjórar aðrar myndir; Nympho-
maniac úr smiðju Lars von Trier
frá Danmörku, Concrete Night
eftir Pirjo Honkasalo frá Finn-
landi, Blind, mynd Eskil Vogt
frá Noregi og Force Majeure
eftir Ruben Östlund frá Svíþjóð.
Íslensku dómnefndina, sem valdi
Hross í oss sem fulltrúa Íslands,
skipuðu Kristín Jóhannesdóttir,
Björn Ægir Norðfjörð og Auður
Ava Ólafsdóttir.
Sá sem ber sigur úr býtum
hlýtur 350 þúsund danskar krón-
ur, um 7,5 milljónir króna.
„Myndirnar sem tilnefndar
eru, eftir bæði þekkt sem nýtt
kvikmyndagerðarfólk, standa
fyrir þær sem fremstar eru í
flokki norrænna nútímakvik-
mynda. Þær birta tilfinningar
mannskepnunnar og krafta nátt-
úrunnar á einstaklega ólíkan og
fjölbreyttan máta,“ segir Petri
Kemppinen, framkvæmdastjóri
Norræna kvikmynda- og sjón-
varpssjóðsins.
Kunngjört verður um sigur-
vegarann þann 29. október en það
verður í ellefta sinn sem verð-
launin eru veitt. Í fyrra hlaut
Jagten, úr smiðju danska leik-
stjórans Thomas Vinterberg,
verðlaunin.
- lkg
Fulltrúi Íslands
SIGURSÆL Hross í oss hefur unnið til
fjölmargra verðlauna um heim allan.
„Þetta er mannleg dramakómedía
um að finna sinn stað í lífinu en
einnig um fjarlægðir í samböndum
og hvernig fjölskyldutengsl geta
orðið skemmtilega snúin í litlu
samfélagi,“ segir leikstjórinn Haf-
steinn Gunnar Sigurðsson. Mynd
hans, París norðursins, verður
frumsýnd á Íslandi á morgun.
Í myndinni leikur Björn Thors
Huga, mann sem hefur fundið sér
skjól frá flækjum lífsins í litlu,
kyrrlátu þorpi úti á landi. Þegar
hann fær símhringingu frá föður
sínum, sem leikinn er af Helga
Björnssyni, kemst þetta einfalda
líf í uppnám. Auk þess fer Nanna
Kristín Magnúsdóttir með veiga-
mikið hlutverk í myndinni en tón-
listin er í höndum Prins Póló.
Myndin var að mestu tekin upp á
Flateyri og segir Hafsteinn að tök-
urnar hafi gengið eins og í sögu.
„Það myndaðist ótrúlega góður
andi sem gerist oft þegar fólk fer
út úr sínu daglega umhverfi til að
vinna að sameiginlegu markmiði.
Ég var umkringdur góðu fólki
og bæjarbúar voru allir af vilja
gerðir,“ segir leikstjórinn. Hann
er hvað þekktastur fyrir kvik-
myndina Á annan veg, sem endur-
gerð var vestan hafs undir titlin-
um Prince Avalanche í leikstjórn
Davids Gordon Green. Í París
norðursins líkt og Á annan veg
eru fáir karakterar í aðalhlutverki.
„Mér finnst gott að gefa per-
sónum tíma og gefa áhorfendum
tíma með persónum upp á að kynn-
ast þeim og geta dýpkað þær enn
frekar. Ég vil fara lengra með fáar
persónur í staðinn fyrir að kynna
margar stutt til sögunnar. Mér
finnst áhugavert að kanna sam-
band persónanna og þær sjálfar,“
segir Hafsteinn.
París norðursins var heims-
frumsýnd á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni Karlovy Vary
í Prag í Tékklandi í byrjun júlí.
Þar fékk hún góðar viðtökur en
fram undan er mikið hátíðarflakk
hjá myndinni. Hún verður frum-
sýnd í Norður-Ameríku á kvik-
myndahátíðinni í Chicago í októ-
ber og ferðast einnig til Brasilíu,
Tyrklands, Þýskalands, Englands
og Frakklands svo dæmi séu tekin.
Hafsteinn hefur einnig vakið
talsverða athygli fyrir leikstjórn
og segir David Gordon Green
meðal annars í samtali við vefrit
Dazed & Confused að Hafsteinn
sé einn af tíu kvikmyndagerðar-
mönnum í heiminum sem vert sé
að fylgjast með. Hafsteinn er að
vonum ánægður með þessi við-
brögð.
„Það er frábært þegar fólk tekur
vel í verkin manns og upplifur þau
sterkt. Ég er mjög þakklátur fyrir
það.“
liljakatrin@frettabladid.is
SKEMMTILEGA SNÚIN TENGSL
Kvikmyndin París norðursins, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður frumsýnd hér á landi á
morgun. Hafsteinn er þakklátur fyrir góða dóma sem myndin hefur fengið en hún var heimsfrumsýnd í
Tékklandi í byrjun júlí. Í París norðursins kannar Hafsteinn til að mynda fl ókin fj ölskyldutengsl.
„París norðursins er lítil en heillandi drama-
tísk kómedía um tilfinningalega heftan
karlmann. Í henni koma fyrir sambönd
föður og sonar sem sýna á gaman-
saman hátt ýmsar tegundir af
manndómi og foreldraaga.“
Alissa Simon, Variety
„Þetta er ein af þessum
myndum sem þú sérð og hún
hrífur þig með sér og þú ert
alveg læstur við skjáinn og
fullur eftirtektar.“
David Gordon Green
„París norðursins er yndis-
lega þurrt og kaldhæðið
kómedíudrama.“
Mark Adams, Screendaily
„Áhrifaríkur leikur og nístandi
húmor.“
Laurence Boyce, Cineuropa
DÓMAR UM
PARÍS NORÐURSINS
ALLT Í UPPNÁMI
Líf Huga kemst í
uppnám þegar faðir
hans hringir.
VEKUR ATHYGLI
Hafsteinn er leik-
stjóri sem vert
er að fylgjast
með.