Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 8
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÚKRAÍNA Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahlés- hugmyndir Pútíns Rússlandsfor- seta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá seg- ist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmynd- ir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínu- her og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerð- um í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta- Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkra- ínustjórnar gegn uppreisnarmönn- um séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virð- ist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröf- ur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rúss- ar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hug- myndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum von- umst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóð- irnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkj- anna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í aust- anverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leið- togafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO- fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrir- vara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra. gudsteinn@frettabladid.is Obama vill stöðva Rússa Átökin í Úkraínu verða eitt helsta umræðuefnið á leiðtogafundi NATO sem hefst í dag. Pútín segir fyrirhug- aðar heræfingar NATO-ríkja í Úkraínu vera beina ögrun en Obama hótar að fara í hart gegn Rússum. Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu. Barack Obama Bandaríkjaforseti N O RD ICPH O TO S/AFP FRANSKIR SJÁLFBOÐALIÐAR Í ÚKRAÍNU Sjálfboðaliðar frá Evrópulöndum hafa streymt til Úkraínu til að berjast ýmist með stjórnarliðinu eða uppreisnarmönnum. Þessir Frakkar eru mættir til Donetsk að hjálpa uppreisnarmönnum. UMHVERFISMÁL Ástand yfirborðs- vatns í Hafnarfirði og Kópavogi er að mati heilbrigðisnefndar svæðisins enn víða óviðunandi. „Umhverfi lækja og vatna hefur útivistargildi og því mikil- vægt að grípa til aðgerða ef nátt- úrulegt ástand er að breytast til verri vegar,“ segir heilbrigðis- nefndin, sem segir að halda þurfi áfram reglubundinni vöktun og leita að og lagfæra rangar teng- ingar. Þá segir nefndin að vegna aukinnar iðnaðaruppbyggingar í Hafnarfirði þurfi að fjölga þar mælingum í umhverfinu. - gar Stöðumat heilbrigðiseftirlits: Yfirborðsvatn er óviðunandi CHICAGO, AP Að láta fjarlægja bæði brjóst sem meðferðarúrræði við krabbameini í öðru brjóst- inu eykur í flestum tilfellum ekki líkurnar á því að konur haldi lífi, borið saman við það ef aðeins æxlið er fjarlægt. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á yfir 200 þús- und konum frá Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Niðurstöðurnar vekja spurning- ar um áhættumeiri og hugsanlega óþarfar aðgerðir sem sífellt fleiri konur gangast undir. „Það er engin trygging fyrir því að batinn verði meiri ef hitt brjóstið er fjarlægt líka,“ sagði læknirinn Len Licht- enfeld. - fb Þúsundir kvenna kannaðar: Óvissa um tvö- falt brjóstnám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.